Lífið

„Þetta á að vera á öllum heimilum“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Simmi smiður gefur fasteignaeigendum og fasteignakaupendum góð ráð í þáttunum Draumaheimilið á Stöð 2 á mánudögum.
Simmi smiður gefur fasteignaeigendum og fasteignakaupendum góð ráð í þáttunum Draumaheimilið á Stöð 2 á mánudögum. Stöð 2

„Ég hef tekið eftir því að þegar fólk er að koma sér fyrir að þá hugar það kannski ekki endilega að eldvörnum og svo framvegis,“ segir Sigmundur Grétar Hermansson, betur þekktur sem Simmi smiður.

„Áður en maður flytur inn þá mæli ég með því að fólk setji reykskynjara í hvert herbergi eða hvert rými, slökkvitæki í andyri og eldvarnarteppi inn í eldhús.“

Simmi er einn af sérfræðingum þáttanna Draumaheimilið. Í þættinum í gær sýndi hann Hugrúnu Halldórsdóttur hvernig best er að staðsetja reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi. Það er nefnilega ýmislegt mikilvægt sem þarf að hafa í huga.

„Þú mátt ekki vera með eldvarnarteppi yfir eldavélinni eða nálægt henni heldur, því ef það kviknar í þá þarftu að geta nálgast það.“

Þegar reykskynjarar eru staðsettir er líka mikilvægt að setja þá ekki út í horn eins og Simmi útskýrir í þættinum. Klippuna má hér fyrir neðan. 

Klippa: Mikilvægt að skipta árlega um rafhlöðu

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.