Öruggur sigur Bayern gegn Barcelona Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. september 2021 20:53 Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Bayern München í kvöld. Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images Bayern München vann öruggan 3-0 sigur þegar að liðið heimsótti Barcelona í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Þýsku gestirnir voru mun sterkari aðilinn í kvöld og stjórnuðu leiknum lengst af. Liðið var vel skipulagt og gaf fá sem engin færi á sér. Thomas Müller kom gestunum yfir rúmum tíu mínútum fyrir hálfleik með skoti sem fór af varnarmanni og skildi Marc-Andre ter Stegen eftir varnarlausan í marki Börsunga. Staðan var því 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks, en það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Gestirnir stjórnuðu leiknum og heimamenn áttu fá svör. Á 56. mínútu á Jamal Musiala skot fyrir utan teig sem hafnaði í stönginni. Pólverjinn Robert Lewandowski var fyrstur að átta sig og potaði frákastinu yfir línuna og kom Bayern München í 2-0.Lewandowski heldur því áfram að bæta félagsmetið yfir mörk skoruð í flestum leikjum í röð, en þetta var átjándi leikurinn í röð sem að hann skorar. Hann var ekki hættur, en fimm mínútum fyrir leikslok átti Serge Gnabry skot í stöng og hver annar en Robert Lewandowski var mættur til að hirða frákastið og gulltryggja sigur gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og Bayern München vann því þægilegan 3-0 sigur. Sigur Bayern var aldrei í hættu, en leikmenn Barcelona áttu ekki eitt einasta skot á markið í kvöld. Meistaradeild Evrópu
Bayern München vann öruggan 3-0 sigur þegar að liðið heimsótti Barcelona í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Þýsku gestirnir voru mun sterkari aðilinn í kvöld og stjórnuðu leiknum lengst af. Liðið var vel skipulagt og gaf fá sem engin færi á sér. Thomas Müller kom gestunum yfir rúmum tíu mínútum fyrir hálfleik með skoti sem fór af varnarmanni og skildi Marc-Andre ter Stegen eftir varnarlausan í marki Börsunga. Staðan var því 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks, en það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Gestirnir stjórnuðu leiknum og heimamenn áttu fá svör. Á 56. mínútu á Jamal Musiala skot fyrir utan teig sem hafnaði í stönginni. Pólverjinn Robert Lewandowski var fyrstur að átta sig og potaði frákastinu yfir línuna og kom Bayern München í 2-0.Lewandowski heldur því áfram að bæta félagsmetið yfir mörk skoruð í flestum leikjum í röð, en þetta var átjándi leikurinn í röð sem að hann skorar. Hann var ekki hættur, en fimm mínútum fyrir leikslok átti Serge Gnabry skot í stöng og hver annar en Robert Lewandowski var mættur til að hirða frákastið og gulltryggja sigur gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og Bayern München vann því þægilegan 3-0 sigur. Sigur Bayern var aldrei í hættu, en leikmenn Barcelona áttu ekki eitt einasta skot á markið í kvöld.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti