Ekkert „ole, ole“ hjá United undir stjórn Solskjærs í Meistaradeildinni: Sjö töp í ellefu leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2021 08:00 Manchester United hefur ekki gengið vel í Meistaradeild Evrópu undir stjórn Ole Gunnars Solskjær. getty/FreshFocus Manchester United tapaði fyrir Young Boys í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu. United hefur tapað meirihluta leikja sinna undir stjórn Ole Gunnars Solskjær í Meistaradeildinni síðan hann tók við liðinu. United komst yfir í leiknum í Bern í gær með marki Cristianos Ronaldo á 13. mínútu. Tuttugu mínútum síðar fékk Aaron Wan-Bissaka rautt spjald fyrir brot á Christopher Martins. United átti ekki skot að marki Young Boys eftir það. Silvan Hefti jafnaði fyrir svissneska liðið á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Theoson Jordan Siebatcheu sigurmark heimamanna eftir mistök Jesses Lingard. Solskjær hefur stýrt United í ellefu leikjum í Meistaradeildinni síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Rauðu djöflarnir hafa tapað sjö af þessum leikjum. Tölfræðingarnir á Opta bentu á þá staðreynd að þrettán prósent af öllum tapleikjum United í Meistaradeildinni frá upphafi hefðu komið undir stjórn Solskjærs þrátt fyrir að hann hafi bara stýrt liðinu í tæplega fimm prósent leikja þess í keppninni. 13% - Manchester United have lost seven of their 11 UEFA Champions League matches under Ole Gunnar Solskjær. 13% of their total defeats in the competition have come under Solskjær (7/54), despite the Norwegian only being in charge for 4.8% of their matches (11/231). Fall. pic.twitter.com/5e49OVY63B— OptaJoe (@OptaJoe) September 14, 2021 United komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Þar reyndist tap fyrir Istanbul Basaksehir á útivelli afar dýrt. Næsti leikur United í Meistaradeildinni er gegn Villarreal á Old Trafford 29. september. Þessi lið mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Villarreal vann þann leik eftir maraþonvítakeppni. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið. 14. september 2021 20:03 Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Leik lokið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur hetja Preston Í beinni: Villarreal - Real Madrid | Meistararnir geta farið á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Sjá meira
United komst yfir í leiknum í Bern í gær með marki Cristianos Ronaldo á 13. mínútu. Tuttugu mínútum síðar fékk Aaron Wan-Bissaka rautt spjald fyrir brot á Christopher Martins. United átti ekki skot að marki Young Boys eftir það. Silvan Hefti jafnaði fyrir svissneska liðið á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Theoson Jordan Siebatcheu sigurmark heimamanna eftir mistök Jesses Lingard. Solskjær hefur stýrt United í ellefu leikjum í Meistaradeildinni síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Rauðu djöflarnir hafa tapað sjö af þessum leikjum. Tölfræðingarnir á Opta bentu á þá staðreynd að þrettán prósent af öllum tapleikjum United í Meistaradeildinni frá upphafi hefðu komið undir stjórn Solskjærs þrátt fyrir að hann hafi bara stýrt liðinu í tæplega fimm prósent leikja þess í keppninni. 13% - Manchester United have lost seven of their 11 UEFA Champions League matches under Ole Gunnar Solskjær. 13% of their total defeats in the competition have come under Solskjær (7/54), despite the Norwegian only being in charge for 4.8% of their matches (11/231). Fall. pic.twitter.com/5e49OVY63B— OptaJoe (@OptaJoe) September 14, 2021 United komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Þar reyndist tap fyrir Istanbul Basaksehir á útivelli afar dýrt. Næsti leikur United í Meistaradeildinni er gegn Villarreal á Old Trafford 29. september. Þessi lið mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Villarreal vann þann leik eftir maraþonvítakeppni.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið. 14. september 2021 20:03 Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Leik lokið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur hetja Preston Í beinni: Villarreal - Real Madrid | Meistararnir geta farið á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Sjá meira
Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið. 14. september 2021 20:03
Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45