Sagt er frá ráðningunni á vef Þjóðkirkjunnar.
„Pétur Georg er fæddur 16. febrúar 1981 og lauk B.A.-prófi frá Háskóla Íslands árið 2006. Hann hefur starfað sem samskiptastjóri Biskupsstofu frá því í ágústmánuði 2019. Áður en hann kom til þeirra starfa var hann sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, ásamt því að leiða Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofu.
Pétur starfaði einnig sem verkefnastjóri á Markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands. Auk var hann framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga.
Kona hans er sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni.