Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Eiður Þór Árnason skrifar 17. september 2021 14:19 Skarfabakki í Sundahöfn hefur fram að þessu verið þekktari fyrir móttöku skemmtiferðaskipa en viðtöku Covid-sýktra kjósenda. Vísir/vilhelm Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. Unnið að undirbúningi sambærilegra kjörstaða hjá öðrum sýslumannsembættum en sömuleiðis verður hægt að sækja um að kjósa í heimahúsi. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að ætlast sé til að kjósendur mæti einir á staðinn og verði búnir að skrifa niður listabókstaf þess flokks sem það hyggst kjósa. Þegar kjósandi er nálgast kjörstjóra framvísar hann skilríkjum og miðanum með listabókstafnum í gegnum bílrúðu. Fólki er óheimilt að opna rúðuna eða eiga önnur samskipti við fulltrúa sýslumanns á meðan það greiðir atkvæði. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á sérstaka bílakosningu hér á landi en úrræðið var sömuleiðis í boði í forsetakosningunum í fyrra. Verður fyrirkomulagið með svipuðu sniði að þessu sinni. Upplýsingar um opnunartíma á Skarfabakka verða brátt birtar á vef sýslumannsembættisins en ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá að kjósa með þessum hætti. Kjörstjóri má ekki fara inn í heimahús Þeir kjósendur sem hafa ekki aðgang að bifreið eða eru of veikir til að geta keyrt á kjörstað geta sem fyrr segir sótt um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi. Sigríður segir að mikil áhersla sé lögð á að koma í veg fyrir að kjörstjóri verði útsettur fyrir smiti. Samkvæmt nýrri reglugerð dómsmálaráðherra skal gæta þess að minnst tveir metrar séu ávallt á milli kjósenda og kjörstjóra eða þeir aðskildir með gleri eða á annan hátt. Þá ber kjörstjóra að nota viðeigandi hlífðarbúnað og kjósanda að nota andlitsgrímu. Undir engum kringumstæðum fer fulltrúi sýslumanns inn í íbúð kjósandans. Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Unnið að undirbúningi sambærilegra kjörstaða hjá öðrum sýslumannsembættum en sömuleiðis verður hægt að sækja um að kjósa í heimahúsi. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að ætlast sé til að kjósendur mæti einir á staðinn og verði búnir að skrifa niður listabókstaf þess flokks sem það hyggst kjósa. Þegar kjósandi er nálgast kjörstjóra framvísar hann skilríkjum og miðanum með listabókstafnum í gegnum bílrúðu. Fólki er óheimilt að opna rúðuna eða eiga önnur samskipti við fulltrúa sýslumanns á meðan það greiðir atkvæði. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á sérstaka bílakosningu hér á landi en úrræðið var sömuleiðis í boði í forsetakosningunum í fyrra. Verður fyrirkomulagið með svipuðu sniði að þessu sinni. Upplýsingar um opnunartíma á Skarfabakka verða brátt birtar á vef sýslumannsembættisins en ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá að kjósa með þessum hætti. Kjörstjóri má ekki fara inn í heimahús Þeir kjósendur sem hafa ekki aðgang að bifreið eða eru of veikir til að geta keyrt á kjörstað geta sem fyrr segir sótt um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi. Sigríður segir að mikil áhersla sé lögð á að koma í veg fyrir að kjörstjóri verði útsettur fyrir smiti. Samkvæmt nýrri reglugerð dómsmálaráðherra skal gæta þess að minnst tveir metrar séu ávallt á milli kjósenda og kjörstjóra eða þeir aðskildir með gleri eða á annan hátt. Þá ber kjörstjóra að nota viðeigandi hlífðarbúnað og kjósanda að nota andlitsgrímu. Undir engum kringumstæðum fer fulltrúi sýslumanns inn í íbúð kjósandans.
Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira