Stefnir á jafn farsælt samband með Maguire og hann átti með Ramos Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2021 23:01 Raphaël Varane og Harry Maguire mynda hjarta varnar Manchester United. Ash Donelon/Getty Images Franski miðvörðurinn Raphaël Xavier Varane vonast eftir að samstarf hans og Harry Maguire í hjarta varnar Manchester United verði jafn farsælt og samstarf hans með Sergio Ramos hjá Real Madríd. Varane gekk í raðir Manchester United í sumar eftir áratug í herbúðum Real Madríd. Þar myndaði hann eitt besta miðvarðarpar síðari ára með Spánverjanum Sergio Ramos. Saman stóðu þeir vaktina er Real vann spænsku úrvalsdeildina þrívegis, spænska bikarinn einu sinni, Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum sem og HM félagsliða fjórum sinnum. „Ég eyddi tíu árum með Ramos svo ég var farinn að þekkja hann frekar vel. Ég vissi hvernig hann hreyfði sig og hvernig ég þurfti að hreyfa mig til að við gætum spilað vel saman.“ Raphael Varane aiming to recreate "best partnership in world football" with Harry Maguirehttps://t.co/1g20vg9wdL pic.twitter.com/mLIho8NYZn— Mirror Football (@MirrorFootball) September 18, 2021 „Að mínu mati er Harry Maguire frábær leikmaður. Við verðum samt að leggja hart að okkur til að líða vel saman á vellinum. Allir varnarmenn liðsins þurfa að vera vel tengdir innan vallar og við verðum betri með tíð og tíma,“ sagði hinn 28 ára gamli Varane í viðtali nýverið. „Við verðum að hreyfa okkur saman, við verðum að hvetja hvorn annan áfram. Við verðum að hreyfa okkur sem ein heild svo það er mikilvægt að mynda gott samband innan vallar. Við lærum alla daga og alla daga verðum við að stefna að því að verða betri en í gær.“ „Ole (Gunnar Solskjær) talaði við mig um metnaðinn í liðinu og hvernig mér myndi líða er ég spilaði fyrir Manchester United. Paul Pogba talaði við mig um félagið, andrúmsloftið og væntingarnar.“ Paul Pogba og Varane í leik með Frakklandi á EM í sumar.Alex Pantling/Getty Images „Auðvitað er hann frábær leikmaður en hann gefur líka frá sér mjög góða og jákvæða orku. Hann er leiðtogi í hópnum, ég hef þekkt hann lengi og er mjög ánægður með að spila með honum.“ Manchester United mætir West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Man United getur jafnað Liverpool á toppi deildarinnar með sigri á meðan West Ham getur farið upp í 11 stig með sigri. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Sjá meira
Varane gekk í raðir Manchester United í sumar eftir áratug í herbúðum Real Madríd. Þar myndaði hann eitt besta miðvarðarpar síðari ára með Spánverjanum Sergio Ramos. Saman stóðu þeir vaktina er Real vann spænsku úrvalsdeildina þrívegis, spænska bikarinn einu sinni, Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum sem og HM félagsliða fjórum sinnum. „Ég eyddi tíu árum með Ramos svo ég var farinn að þekkja hann frekar vel. Ég vissi hvernig hann hreyfði sig og hvernig ég þurfti að hreyfa mig til að við gætum spilað vel saman.“ Raphael Varane aiming to recreate "best partnership in world football" with Harry Maguirehttps://t.co/1g20vg9wdL pic.twitter.com/mLIho8NYZn— Mirror Football (@MirrorFootball) September 18, 2021 „Að mínu mati er Harry Maguire frábær leikmaður. Við verðum samt að leggja hart að okkur til að líða vel saman á vellinum. Allir varnarmenn liðsins þurfa að vera vel tengdir innan vallar og við verðum betri með tíð og tíma,“ sagði hinn 28 ára gamli Varane í viðtali nýverið. „Við verðum að hreyfa okkur saman, við verðum að hvetja hvorn annan áfram. Við verðum að hreyfa okkur sem ein heild svo það er mikilvægt að mynda gott samband innan vallar. Við lærum alla daga og alla daga verðum við að stefna að því að verða betri en í gær.“ „Ole (Gunnar Solskjær) talaði við mig um metnaðinn í liðinu og hvernig mér myndi líða er ég spilaði fyrir Manchester United. Paul Pogba talaði við mig um félagið, andrúmsloftið og væntingarnar.“ Paul Pogba og Varane í leik með Frakklandi á EM í sumar.Alex Pantling/Getty Images „Auðvitað er hann frábær leikmaður en hann gefur líka frá sér mjög góða og jákvæða orku. Hann er leiðtogi í hópnum, ég hef þekkt hann lengi og er mjög ánægður með að spila með honum.“ Manchester United mætir West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Man United getur jafnað Liverpool á toppi deildarinnar með sigri á meðan West Ham getur farið upp í 11 stig með sigri.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Sjá meira