Breiðablik getur tryggt sér titilinn í dag með smá hjálp frá KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 08:01 Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari í dag. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fara fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í dag og gæti farið svo að Breiðablik sé orðið Íslandsmeistari áður en það fer að myrkva um kvöldmatarleytið. Tveir leikir eru á dagskrá klukkan 16.15 í dag. Breiðablik heimsækir FH í Kaplakrika á meðan Víkingur heimsækir KR í Frostaskjól. Ekki er langt síðan það voru KR og FH sem voru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en tímarnir breytast og mennirnir með. Eins og staðan er í dag eru Blikar með tveggja stiga forskot á Víkinga ásamt því að vera með mun betri markatölu, 32 mörk í plús gegn 14 mörkum hjá Víkingum. Jafntefli gæti því jafnvel svo gott sem tryggt Blikum titilinn ef KR vinnur Víking. Blikar hafa verið hreint út sagt magnaðir undanfarnar vikur eða allt síðan liðið tapaði 2-0 gegn Keflavík þann 25. júlí. Síðan þá hafa Blikar spilað sjö leiki og unnið þá alla. 4-0 gegn Víkingum 3-1 gegn Stjörnunni 2-1 gegn ÍA 2-0 gegn KA 2-0 gegn KA 7-0 gegn Fylki 3-0 gegn Val Þá vann Breiðablik fyrri leik liðanna í sumar 4-0 og því hallast allar spár að því að Blikar fari heim í Kópavog með þrjú stig í pokanum síðar í dag. Hvort það dugi til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn verður að koma í ljós. Víkinga bíður erfitt verkefni síðar í dag. Þó liðið hafi unnið 3-1 sigur á KR í Mjólkurbikarnum fyrr á leiktíðinni þá gerðu liðin jafntefli er þau mættust í Fossvogi fyrr í sumar. Fyrir tímabilið í ár höfðu Víkingar tapað sex leikjum í röð gegn KR með markatölunni 10-0. Þeir stefna eflaust á aðra eins frammistöðu og í Mjólkurbikarnum til að eiga möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins frá árinu 1991. Báðir leikir verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 15.45 og leikirnir síðan klukkan 16.15. Farið verður yfir báða leiki, sama hver niðurstaða þeirra verður, í Pepsi Max Stúkunni klukkan 20.30. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Tveir leikir eru á dagskrá klukkan 16.15 í dag. Breiðablik heimsækir FH í Kaplakrika á meðan Víkingur heimsækir KR í Frostaskjól. Ekki er langt síðan það voru KR og FH sem voru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en tímarnir breytast og mennirnir með. Eins og staðan er í dag eru Blikar með tveggja stiga forskot á Víkinga ásamt því að vera með mun betri markatölu, 32 mörk í plús gegn 14 mörkum hjá Víkingum. Jafntefli gæti því jafnvel svo gott sem tryggt Blikum titilinn ef KR vinnur Víking. Blikar hafa verið hreint út sagt magnaðir undanfarnar vikur eða allt síðan liðið tapaði 2-0 gegn Keflavík þann 25. júlí. Síðan þá hafa Blikar spilað sjö leiki og unnið þá alla. 4-0 gegn Víkingum 3-1 gegn Stjörnunni 2-1 gegn ÍA 2-0 gegn KA 2-0 gegn KA 7-0 gegn Fylki 3-0 gegn Val Þá vann Breiðablik fyrri leik liðanna í sumar 4-0 og því hallast allar spár að því að Blikar fari heim í Kópavog með þrjú stig í pokanum síðar í dag. Hvort það dugi til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn verður að koma í ljós. Víkinga bíður erfitt verkefni síðar í dag. Þó liðið hafi unnið 3-1 sigur á KR í Mjólkurbikarnum fyrr á leiktíðinni þá gerðu liðin jafntefli er þau mættust í Fossvogi fyrr í sumar. Fyrir tímabilið í ár höfðu Víkingar tapað sex leikjum í röð gegn KR með markatölunni 10-0. Þeir stefna eflaust á aðra eins frammistöðu og í Mjólkurbikarnum til að eiga möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins frá árinu 1991. Báðir leikir verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 15.45 og leikirnir síðan klukkan 16.15. Farið verður yfir báða leiki, sama hver niðurstaða þeirra verður, í Pepsi Max Stúkunni klukkan 20.30. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn