Vonast til að Ronaldo fái vítaspyrnu sem fyrst og segir De Gea vera nýjan mann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 20:00 Ole Gunnar Solskjær var glaður í leikslok. Julian Finney/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði Jesse Lingard og David De Gea í hástert eftir 2-1 sigur sinna manna á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Man United lenti undir í Lundúnum en Cristiano Ronaldo jafnaði metin og varamaðurinn Jesse Lingard skoraði sigurmark leiksins þegar skammt var til leiksloka. Í uppbótartíma varði David De Gea svo vítaspyrnu og lærisveinar Solskjær fóru heim með þrjú stig í pokahorninu. „Það er alltaf að koma hingað og spila á móti skipulögðu West Ham-liði. Þeir hafa ekki tapað á heimavelli í heila eilífð. Við vissum að við þyrftum að sýna gæði okkar, vorum með boltann 60-70 prósent í fyrri hálfleik. Þeir skora vissulega fyrsta markið en mér leið eins og þetta væri leikur sem væri að bíða eftir því að opnast upp á gátt,“ sagði Solskjær er hann ræddi sigur sinna manna við Sky Sports að leik loknum. „Við hefðum getað gert margt betur. Það má ekki hvíla sig þegar maður verst. Við féllum niður í sex manna línu og það var of mikið svæði fyrir þá, við vorum of seinir út í boltann. Við höfum þegar rætt það svo það var betra í síðari hálfleik. Frábært svar í kjölfarið, það skiptir mig öllu – að sjá hvernig liðið bregst við því að lenda undir,“ sagði Norðmaðurinn um mark West Ham í dag. Solskjær að Cristiano Ronaldo hefði átt að fá tvær vítaspyrnur í dag en Portúgalinn féll margoft í teig heimamanna eftir viðskipti sín við varnarmenn þeirra. „Vonandi verður þetta ekki þetta þannig að Cristiano fær aldrei víti.“ Um skiptingar dagsins „Mjög glaður fyrir hönd Jesse (Lingard). Hann var langt niðri eftir leikinn í vikunni (gegn Young Boys) en hefur lagt sig fram og verið þessi hressi, jákvæði leikmaður sem við þekkjum og þvílíkt mark. Gæti ekki verið glaðari. Frábær sending frá Nemanja (Matic), góður snúningur hjá Jesse og frábær afgreiðsla.“ Um vítaspyrnuna West Ham fékk vítaspyrnu undir lok leiks. Solskjær hafði yfir litlu að kvarta þar sem hann taldi Luke Shaw gera sig stærri með því að lyfta hendinni upp. Hann hrósaði David De Gea, markverði sínum, í kjölfarið en sá varði vítaspyrnuna og tryggði 2-1 sigur Man United. „Hann er allt annar maður (en á síðustu leiktíð). Hann bað um að koma fyrr úr sumarfríi. Hann vildi sýna hversu góður hann er. Hann er svo einbeittur. Hann bjargaði tveimur stigum fyrir okkur í dag,“ sagði Solskjær að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Man United lenti undir í Lundúnum en Cristiano Ronaldo jafnaði metin og varamaðurinn Jesse Lingard skoraði sigurmark leiksins þegar skammt var til leiksloka. Í uppbótartíma varði David De Gea svo vítaspyrnu og lærisveinar Solskjær fóru heim með þrjú stig í pokahorninu. „Það er alltaf að koma hingað og spila á móti skipulögðu West Ham-liði. Þeir hafa ekki tapað á heimavelli í heila eilífð. Við vissum að við þyrftum að sýna gæði okkar, vorum með boltann 60-70 prósent í fyrri hálfleik. Þeir skora vissulega fyrsta markið en mér leið eins og þetta væri leikur sem væri að bíða eftir því að opnast upp á gátt,“ sagði Solskjær er hann ræddi sigur sinna manna við Sky Sports að leik loknum. „Við hefðum getað gert margt betur. Það má ekki hvíla sig þegar maður verst. Við féllum niður í sex manna línu og það var of mikið svæði fyrir þá, við vorum of seinir út í boltann. Við höfum þegar rætt það svo það var betra í síðari hálfleik. Frábært svar í kjölfarið, það skiptir mig öllu – að sjá hvernig liðið bregst við því að lenda undir,“ sagði Norðmaðurinn um mark West Ham í dag. Solskjær að Cristiano Ronaldo hefði átt að fá tvær vítaspyrnur í dag en Portúgalinn féll margoft í teig heimamanna eftir viðskipti sín við varnarmenn þeirra. „Vonandi verður þetta ekki þetta þannig að Cristiano fær aldrei víti.“ Um skiptingar dagsins „Mjög glaður fyrir hönd Jesse (Lingard). Hann var langt niðri eftir leikinn í vikunni (gegn Young Boys) en hefur lagt sig fram og verið þessi hressi, jákvæði leikmaður sem við þekkjum og þvílíkt mark. Gæti ekki verið glaðari. Frábær sending frá Nemanja (Matic), góður snúningur hjá Jesse og frábær afgreiðsla.“ Um vítaspyrnuna West Ham fékk vítaspyrnu undir lok leiks. Solskjær hafði yfir litlu að kvarta þar sem hann taldi Luke Shaw gera sig stærri með því að lyfta hendinni upp. Hann hrósaði David De Gea, markverði sínum, í kjölfarið en sá varði vítaspyrnuna og tryggði 2-1 sigur Man United. „Hann er allt annar maður (en á síðustu leiktíð). Hann bað um að koma fyrr úr sumarfríi. Hann vildi sýna hversu góður hann er. Hann er svo einbeittur. Hann bjargaði tveimur stigum fyrir okkur í dag,“ sagði Solskjær að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira