Sigríður Á. Andersen stoltust af skipan dómara við Landsrétt Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2021 16:07 Viðstaddir urðu forviða þegar Sigríður Á. Andersen lýsti því yfir að væri horft yfir það kjörtímabil sem væri að líða væri hún stoltust af skipan dómara við Landsrétt... Vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, sem hraktist úr stól dómsmálaráðherra í kjölfar hins svokallaða Landsréttarmáls, svaraði því óvænt svo til að hún væri stoltust af skipan dómara við réttinn. Þetta gerði hún við lok Kosningapallborðs Vísis en þar var hún gestur ásamt tveimur öðrum sem eru nú að kveðja þingið, þeim Steingrími J. Sigfússyni Vg og Jóni Þór Ólafssyni Pírötum. Við lok þáttar voru þau spurð af hverju þau væru stoltust sé litið til kjörtímabilsins sem nú er að líða og sagði Sigríður þá óvænt: „Ég er stoltust af skipun dómara í Landsrétt. „Að láta ekki sjálfskipaða elítu með órökstuddum hætti taka frammí fyrir hendurnar á mér í samvinnu og sátt við allan þingheim.“ Ekki vantaði neitt upp á að umræður væru hinar fjörlegustu, þegar þau sem nú eru að kveðja þingið fóru yfir sviðið. Jón Þór Ólafsson, Steingrímur J. Sigfússon og Sigríður Á. Andersen.vísir/vilhelm Steingrímur, sem sat við hlið hennar, virtist með ræskingum ekki vera alveg til í að kaupa það hrátt, sátt þingheims og Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður, sem stýrði umræðum, spurði í forundran: Þrátt fyrir allar afleiðingarnar og eftirmál? „Já, ég er það. og ég er ánægð með að sú skipan stendur. Þetta er eitt af þeim verkum sem ég er sáttust við að hafa gert,“ sagði Sigríður þá. Hún sagði að illa væri fyrir þeim málum komið á Íslandi, skipan dómara væri á sjálfstýringu, fyrirbæri sem á að vera sjálfstætt en hafi ekki verið. Eitt helsta verkefni stjórnmálanna sem fram undan er sé að endurskoða lög um dómsstóla og dómara heilt yfir. Öll fóru þau á kostum í þættinum sem óhætt er að mæla með. En hann má sjá í heild sinni hér ofar. Ömurleg stjórnarandstaða En þó þátttakendur hafi staðið sig með mikilli prýði er óhætt er að segja að Sigríður hafi stolið senunni. Hún hlífði engum og sagði til að mynda það hafa komið sér á stórkostlega á óvart hversu ömurleg stjórnarandstaðan hafi verið. Því full ástæða hafi verið til að gagnrýna þá ríkisstjórn sem hennar þáttur á aðild að. „Ég er gáttuð á andleysinu í stjórnarandstöðunni,“ sagði Sigríður og tók fram að hún væri ekki að kalla eftir einhverju nöldri. Heldur nauðsynlegu aðhaldi. Ömurlegt hlyti að vera fyrir ríkisstjórn að sitja þar sem mál séu afgreidd í einhverri málamyndasamstöðu og stjórnarandstaðan samþykkir allt í nafni samstöðu. Steingrímur J. Sigfússon hafnaði alfarið þeim frasa, sem hann kallaði svo, að þingið hafi verið sent heim vegna Covid. Þvert á móti hafi það einmitt staðið sína plikt og öll stjórnskipan landsins haldist í föstum skorðum.vísir/vilhelm Öll voru þau sammála um að Covid hafi sannarlega haft áhrif á öll störf þingsins en Steingrímur, sem forseti þingsins, mótmælti því harðlega þegar því var haldið fram að þingið hafi í raun afsalað sér völdum. Hann vildi einmitt meina að þingið hafi ekki afsalað sér valdinu heldur staðið sína plikt. „Ég mótmæli þeim frasa að þingið hafi verið sent heim.“ Götustrákatal og götustrákapólitík Steingrímur var heldur ekki til í að kaupa kenningu Jóns Þórs um það að ríkisstjórnin hafi verið skrúfuð saman um stöðun, á forsendum hinna ýmsu framsóknararma Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. „Við erum að verða nestorar og þú átt ekki að vera með svona tal, svona götustrákapólitík,“ sagði Steingrímur. En Jón Þór minnti Steinrím á að hann hafi starfað í malbikinu. Jón Þór Ólafsson var, að mati Steingríms, götustrákalegur þegar hann fór að tala um að stjórnin væri fyrst og fremst um kyrrstöðu en ekki umbætur. Framsóknararmar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafi notið sín.vísir/vilhelm Jón Þór sagði að menn hafi skipt ráðuneytum milli sín að hætti smákónga og jafnvel hafi tekist að drepa mál sem voru í ríkisstjórnarsáttmálanum svo sem frumvarp um hálendisþjóðgarð. „Þarna sameinast vinstri og hægri í að standa vörð um kerfið og halda því óbreyttu,“ sagði Jón Þór. Bæði Sigríður og Steingrímur vildu meina að ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið farsælt en það væri ekki æskilegt til lengri tíma að flokkar sem væru yst til hægri og svo vinstri á hinum flokkspólitíska ási væru í ríkisstjórnarsamstarfi. Þessi þáttur, þar sem hinir skeleggu þingmenn fara yfir sviðið, hlýtur að teljast skylduáhorf fyrir alla áhugamenn um stjórnmál. Alþingiskosningar 2021 Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Landsréttarmálið Tengdar fréttir Eitraðar pillur milli frambjóðenda Pallborðsumræður frambjóðenda reyndust eldheitar og ljóst að skammt er í kosningar, spennustigið var hátt. 7. september 2021 17:27 Kristrún gaf lítið fyrir Bubbatal Bjarna og Gunnars Smára Bjarni Benediktsson, Gunnar Smári Egilsson og Kristrún Frostadóttir tókust hressilega á við Pallborðið. 31. ágúst 2021 16:50 Kosningapallborðið: „Nú heyrist þessi fagri söngur í kosningabaráttunni“ Fulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna tókust á í bráðfjörugum umræðum um pólitík í útsendingarstúdíói Vísis. 14. september 2021 17:26 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Þetta gerði hún við lok Kosningapallborðs Vísis en þar var hún gestur ásamt tveimur öðrum sem eru nú að kveðja þingið, þeim Steingrími J. Sigfússyni Vg og Jóni Þór Ólafssyni Pírötum. Við lok þáttar voru þau spurð af hverju þau væru stoltust sé litið til kjörtímabilsins sem nú er að líða og sagði Sigríður þá óvænt: „Ég er stoltust af skipun dómara í Landsrétt. „Að láta ekki sjálfskipaða elítu með órökstuddum hætti taka frammí fyrir hendurnar á mér í samvinnu og sátt við allan þingheim.“ Ekki vantaði neitt upp á að umræður væru hinar fjörlegustu, þegar þau sem nú eru að kveðja þingið fóru yfir sviðið. Jón Þór Ólafsson, Steingrímur J. Sigfússon og Sigríður Á. Andersen.vísir/vilhelm Steingrímur, sem sat við hlið hennar, virtist með ræskingum ekki vera alveg til í að kaupa það hrátt, sátt þingheims og Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður, sem stýrði umræðum, spurði í forundran: Þrátt fyrir allar afleiðingarnar og eftirmál? „Já, ég er það. og ég er ánægð með að sú skipan stendur. Þetta er eitt af þeim verkum sem ég er sáttust við að hafa gert,“ sagði Sigríður þá. Hún sagði að illa væri fyrir þeim málum komið á Íslandi, skipan dómara væri á sjálfstýringu, fyrirbæri sem á að vera sjálfstætt en hafi ekki verið. Eitt helsta verkefni stjórnmálanna sem fram undan er sé að endurskoða lög um dómsstóla og dómara heilt yfir. Öll fóru þau á kostum í þættinum sem óhætt er að mæla með. En hann má sjá í heild sinni hér ofar. Ömurleg stjórnarandstaða En þó þátttakendur hafi staðið sig með mikilli prýði er óhætt er að segja að Sigríður hafi stolið senunni. Hún hlífði engum og sagði til að mynda það hafa komið sér á stórkostlega á óvart hversu ömurleg stjórnarandstaðan hafi verið. Því full ástæða hafi verið til að gagnrýna þá ríkisstjórn sem hennar þáttur á aðild að. „Ég er gáttuð á andleysinu í stjórnarandstöðunni,“ sagði Sigríður og tók fram að hún væri ekki að kalla eftir einhverju nöldri. Heldur nauðsynlegu aðhaldi. Ömurlegt hlyti að vera fyrir ríkisstjórn að sitja þar sem mál séu afgreidd í einhverri málamyndasamstöðu og stjórnarandstaðan samþykkir allt í nafni samstöðu. Steingrímur J. Sigfússon hafnaði alfarið þeim frasa, sem hann kallaði svo, að þingið hafi verið sent heim vegna Covid. Þvert á móti hafi það einmitt staðið sína plikt og öll stjórnskipan landsins haldist í föstum skorðum.vísir/vilhelm Öll voru þau sammála um að Covid hafi sannarlega haft áhrif á öll störf þingsins en Steingrímur, sem forseti þingsins, mótmælti því harðlega þegar því var haldið fram að þingið hafi í raun afsalað sér völdum. Hann vildi einmitt meina að þingið hafi ekki afsalað sér valdinu heldur staðið sína plikt. „Ég mótmæli þeim frasa að þingið hafi verið sent heim.“ Götustrákatal og götustrákapólitík Steingrímur var heldur ekki til í að kaupa kenningu Jóns Þórs um það að ríkisstjórnin hafi verið skrúfuð saman um stöðun, á forsendum hinna ýmsu framsóknararma Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. „Við erum að verða nestorar og þú átt ekki að vera með svona tal, svona götustrákapólitík,“ sagði Steingrímur. En Jón Þór minnti Steinrím á að hann hafi starfað í malbikinu. Jón Þór Ólafsson var, að mati Steingríms, götustrákalegur þegar hann fór að tala um að stjórnin væri fyrst og fremst um kyrrstöðu en ekki umbætur. Framsóknararmar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafi notið sín.vísir/vilhelm Jón Þór sagði að menn hafi skipt ráðuneytum milli sín að hætti smákónga og jafnvel hafi tekist að drepa mál sem voru í ríkisstjórnarsáttmálanum svo sem frumvarp um hálendisþjóðgarð. „Þarna sameinast vinstri og hægri í að standa vörð um kerfið og halda því óbreyttu,“ sagði Jón Þór. Bæði Sigríður og Steingrímur vildu meina að ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið farsælt en það væri ekki æskilegt til lengri tíma að flokkar sem væru yst til hægri og svo vinstri á hinum flokkspólitíska ási væru í ríkisstjórnarsamstarfi. Þessi þáttur, þar sem hinir skeleggu þingmenn fara yfir sviðið, hlýtur að teljast skylduáhorf fyrir alla áhugamenn um stjórnmál.
Alþingiskosningar 2021 Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Landsréttarmálið Tengdar fréttir Eitraðar pillur milli frambjóðenda Pallborðsumræður frambjóðenda reyndust eldheitar og ljóst að skammt er í kosningar, spennustigið var hátt. 7. september 2021 17:27 Kristrún gaf lítið fyrir Bubbatal Bjarna og Gunnars Smára Bjarni Benediktsson, Gunnar Smári Egilsson og Kristrún Frostadóttir tókust hressilega á við Pallborðið. 31. ágúst 2021 16:50 Kosningapallborðið: „Nú heyrist þessi fagri söngur í kosningabaráttunni“ Fulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna tókust á í bráðfjörugum umræðum um pólitík í útsendingarstúdíói Vísis. 14. september 2021 17:26 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Eitraðar pillur milli frambjóðenda Pallborðsumræður frambjóðenda reyndust eldheitar og ljóst að skammt er í kosningar, spennustigið var hátt. 7. september 2021 17:27
Kristrún gaf lítið fyrir Bubbatal Bjarna og Gunnars Smára Bjarni Benediktsson, Gunnar Smári Egilsson og Kristrún Frostadóttir tókust hressilega á við Pallborðið. 31. ágúst 2021 16:50
Kosningapallborðið: „Nú heyrist þessi fagri söngur í kosningabaráttunni“ Fulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna tókust á í bráðfjörugum umræðum um pólitík í útsendingarstúdíói Vísis. 14. september 2021 17:26