Þorsteinn um mótherja kvöldsins: Þetta er gott sóknarlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 16:00 Þorsteinn Halldórsson er þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Skjámynd/S2 Sport Nú er komið að fyrsta stóra prófinu hjá landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni sem stýrir sínum fyrsta keppnisleik í kvöld á móti Evrópumeisturum Hollands. Hollenska liðið er í fjórða sæti á heimslistanum og vann silfur á síðasta HM og gull á síðasta EM. Það er því eitt besta kvennalandslið heims sem mætir á Laugardalsvöllinn í kvöld. „Þetta er gott sóknarlið og þær spila hátt upp á vellinum og vilja stýra leikjum. Sóknarlína þeirra er gríðarlega sterk og þær eru með hættulega leikmenn í öllum þeim stöðum. Það er í grunninn styrkleiki hollenska liðsins og við ætlum að reyna að nýta okkur það ef þær fara að reyna að sækja mjög mikið á móti okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson Hverjir eru helstu veikleikar hollenska liðsins sem íslensku stelpurnar ættu að geta nýtt sér í kvöld? „Við gætum nýtt okkur það ef að þær eru komnar mjög hátt upp með liðið, þær vilja fara hátt upp með liðið og hátt upp með bakverðina og annað. Þá þurfa þær að verjast á stóru svæði þegar við vinnum boltann. Við eigum að geta nýtt okkur það ef við náum að halda leikmönnum framarlega líka. Við getum þá unnið boltann framarlega og spilað honum fram á við. Það er lykillinn að sigri á móti þeim á morgun,“ sagði Þorsteinn. Hollendingar hafa spilað töluvert fleiri leiki síðustu mánuði en íslensku stelpurnar. Skiptir það máli í kvöld? „Svona fyrirfram ætti það að vera betra fyrir þær en maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hlutunum þegar þær eru komnar með nýjan þjálfara og það eru breytingar í gangi. Ég persónulega hefði ekki viljað fara beint í keppnisleik án þess að taka æfingaleik þó að liðið væri orðið rútenerað. Þú þarft alltaf að koma með þitt inn. Í sjálfu sér voru litlar breytingar í þeirra taktíska leik og hugmyndafræði í fyrsta leiknum hjá honum,“ sagði Þorsteinn. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01 „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 „Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Hollenska liðið er í fjórða sæti á heimslistanum og vann silfur á síðasta HM og gull á síðasta EM. Það er því eitt besta kvennalandslið heims sem mætir á Laugardalsvöllinn í kvöld. „Þetta er gott sóknarlið og þær spila hátt upp á vellinum og vilja stýra leikjum. Sóknarlína þeirra er gríðarlega sterk og þær eru með hættulega leikmenn í öllum þeim stöðum. Það er í grunninn styrkleiki hollenska liðsins og við ætlum að reyna að nýta okkur það ef þær fara að reyna að sækja mjög mikið á móti okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson Hverjir eru helstu veikleikar hollenska liðsins sem íslensku stelpurnar ættu að geta nýtt sér í kvöld? „Við gætum nýtt okkur það ef að þær eru komnar mjög hátt upp með liðið, þær vilja fara hátt upp með liðið og hátt upp með bakverðina og annað. Þá þurfa þær að verjast á stóru svæði þegar við vinnum boltann. Við eigum að geta nýtt okkur það ef við náum að halda leikmönnum framarlega líka. Við getum þá unnið boltann framarlega og spilað honum fram á við. Það er lykillinn að sigri á móti þeim á morgun,“ sagði Þorsteinn. Hollendingar hafa spilað töluvert fleiri leiki síðustu mánuði en íslensku stelpurnar. Skiptir það máli í kvöld? „Svona fyrirfram ætti það að vera betra fyrir þær en maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hlutunum þegar þær eru komnar með nýjan þjálfara og það eru breytingar í gangi. Ég persónulega hefði ekki viljað fara beint í keppnisleik án þess að taka æfingaleik þó að liðið væri orðið rútenerað. Þú þarft alltaf að koma með þitt inn. Í sjálfu sér voru litlar breytingar í þeirra taktíska leik og hugmyndafræði í fyrsta leiknum hjá honum,“ sagði Þorsteinn. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01 „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 „Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01
„Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01
„Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00
„Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02