Þorsteinn: Við fórum hugrökk inn í þennan leik og ætluðum að þora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 21:07 Byrjunarlið Íslands á móti Hollandi í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsþjálfarinn sá jákvæða hluti í leik íslensku stelpnanna í kvöld og það vantaði oft lítið upp á að fá meira út úr lofandi sóknum liðsins. „Það voru jákvæðir punktar hjá okkur en auðvitað vissum við alveg að við vorum að spila á móti mjög góðu liði og mjög vel spilandi liði. Það voru kaflar í leiknum þar sem var að slitna aðeins á milli hjá okkur og við þurfum aðeins að laga það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson, eftir 2-0 tap á móti Hollandi í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2023. „Við þurfum að vinna í því að halda liðinu aðeins þéttar því þá er erfiðara að færa boltann á milli svæða hjá okkur og erfiðara að spila á móti okkur. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða vel því mín tilfinningin mín núna var að það var að slitna aðeins á milli hjá okkur. Það gerði okkur aðeins erfiðara að komast upp í hraðar sóknir eða halda boltanum,“ sagði Þorsteinn en hverjir voru jákvæðustu punktarnir í leik íslenska liðsins. Þorsteinn Halldórsson kallar á íslensku stelpurnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst vera kraftur í okkur og við náðum upp köflum í leiknum þar sem við vorum að ógna vel, komast á bak við þær og komast í fínar stöður. Það vantaði kannski úrslitasendinguna, finna hlaupin inn í teig og finna möguleikana sem mér fannst ver að opnast þarna. Við hittum ekki á samherja í þeim hlaupum,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið var að mæta einu besta fótboltaliði í heimi í kvöld. „Við fórum hugrökk inn í þennan leik því við ætluðum ekki að liggja til baka og bíða að sjá. Við ætluðum að þora að vera kröftugt lið og þora að vera lið sem framkvæmir hluti sóknarlega. Ekki bara hanga í vörn, bomba fram og sjá hvað gerist. Við ætluðum að reyna að spila og reyna að halda boltanum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst margt jákvætt sem við gerðum og þó að við höfum tapað sem er ógeðslega fúlt og leiðinlegt þá þýðir ekkert að gráta yfir því. Það er bara næsti leikur og við þurfum bara að vera undirbúin fyrir næsta verkefni eftir mánuð,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
„Það voru jákvæðir punktar hjá okkur en auðvitað vissum við alveg að við vorum að spila á móti mjög góðu liði og mjög vel spilandi liði. Það voru kaflar í leiknum þar sem var að slitna aðeins á milli hjá okkur og við þurfum aðeins að laga það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson, eftir 2-0 tap á móti Hollandi í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2023. „Við þurfum að vinna í því að halda liðinu aðeins þéttar því þá er erfiðara að færa boltann á milli svæða hjá okkur og erfiðara að spila á móti okkur. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða vel því mín tilfinningin mín núna var að það var að slitna aðeins á milli hjá okkur. Það gerði okkur aðeins erfiðara að komast upp í hraðar sóknir eða halda boltanum,“ sagði Þorsteinn en hverjir voru jákvæðustu punktarnir í leik íslenska liðsins. Þorsteinn Halldórsson kallar á íslensku stelpurnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst vera kraftur í okkur og við náðum upp köflum í leiknum þar sem við vorum að ógna vel, komast á bak við þær og komast í fínar stöður. Það vantaði kannski úrslitasendinguna, finna hlaupin inn í teig og finna möguleikana sem mér fannst ver að opnast þarna. Við hittum ekki á samherja í þeim hlaupum,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið var að mæta einu besta fótboltaliði í heimi í kvöld. „Við fórum hugrökk inn í þennan leik því við ætluðum ekki að liggja til baka og bíða að sjá. Við ætluðum að þora að vera kröftugt lið og þora að vera lið sem framkvæmir hluti sóknarlega. Ekki bara hanga í vörn, bomba fram og sjá hvað gerist. Við ætluðum að reyna að spila og reyna að halda boltanum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst margt jákvætt sem við gerðum og þó að við höfum tapað sem er ógeðslega fúlt og leiðinlegt þá þýðir ekkert að gráta yfir því. Það er bara næsti leikur og við þurfum bara að vera undirbúin fyrir næsta verkefni eftir mánuð,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira