Sextugur fimmtíu barna faðir og forseti félagsins ákvað að stilla sér upp í framlínunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2021 07:00 Ef til vill er Ronnie Brunswijk númer 61 því styttist í 61. afmælisdaginn. Marca Ronnie Brunswijk spilaði 54 mínútur í 6-0 tapi Inter Moengotapoe gegn Olimpia frá Hondúras í 16-liða úrslitum CONCACAF-keppninnar. Brunswijk hefur ekki verið leikmaður liðsins í meira en áratug en lét það ekki stöðva sig. Hann er forseti félagsins og getur greinilega gert það sem honum sýnist. Hvort hann hafi verið ósáttur með frammistöðu liðsins í síðasta leik er óljóst en hann ákvað allavega að grípa til sinna ráða er Inter mætti ofjörlum sínum frá Hondúras. Ásamt því að stilla sjálfum sér upp í framlínunni með 21 árs gömlum syni sínum Damian ákvað Ronnie að gera sig að fyrirliða liðsins. Allavega þær 54 mínútur sem hann entist á vellinum. Staðan var þá 3-0 fyrir Olimpia sem gengu á lagið eftir að Brunswijk fékk sér sæti á bekknum. Hvort varnarvinnan sem hann hafi skilað hafi skipt sköpum er ekki ljóst en Inter fékk á sig þrjú mörk á töluvert styttri tíma eftir að Ronnie settist á tréverkið. So the Vice President of Suriname, who is 60 years old, is PLAYING in Concacaf League against Olimpia tonight, captaining the team he owns. pic.twitter.com/Ktij4FiOoZ— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 21, 2021 Brunswijk var á sínum tíma liðtækur knattspyrnumaður og var til að mynda bæði leikmaður og eigandi Inter Moengotapoe hér á árum áður. Var hann aðalástæða þess að byggður var heimavöllur fyrir félagið. Eðlilega heitir leikvangurinn því í höfuðið á honum; Ronnie Brunswijkstadion. Í dag er Ronnie Brunswijk forseti Inter Moengotapoe ásamt því að vera varaforseti Súrínam, minnsta sjálfstæða ríkisins í Suður-Ameríku. Með því að taka þátt í leiknum gegn Olimpia komst varaforsetinn í sögubækurnar. Verandi 60 ára og 198 daga gamall ku hann vera elsti leikmaður sögunnar til að spila leik með félagsliði í alþjóðlegu móti. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goalglobal) Ronnie tók við embætti varaforseta í júlí á síðasta ári eftir að hafa verið í stjórnmálum allt frá árinu 1992. Sex ár þar á udnan var hann í uppreisnarher Súrínam og tók virkan þátt í borgarastríði landsins. Hann virðist einkar vel liðinn meðal almennings í Súrínam og hefur hlotið viðurnefnið Hrói Höttur þar sem hann er einkar gjafmildur. Oftar en einu sinni hefur Brunswijk til að mynda látið peninga falla úr þyrlu til fólks sem stóð fyrir neðan. Video was streamed tonight from Olimpia's locker room that appears to show Ronnie Brunswijk giving people in the locker room cash. He also leaves with an Olimpia shirt.pic.twitter.com/eQ1Vk928Bl— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 22, 2021 Súrínam er gömul nýlenda Hollands og komst Ronnie í hann krappan þar er hann var dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl árið 1999. Sex árum síðar var hann dæmdur í bann frá fótbolta eftir að vera ásakaður um að hafa ógnað leikmanni með byssu á meðan leik stóð. Bannið stóð ekki lengi yfir þar sem rannsókn málsins var felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. Þá er hann talinn hafa feðrað að minnsta kosti 50 börn. Fótbolti Súrínam Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Hvort hann hafi verið ósáttur með frammistöðu liðsins í síðasta leik er óljóst en hann ákvað allavega að grípa til sinna ráða er Inter mætti ofjörlum sínum frá Hondúras. Ásamt því að stilla sjálfum sér upp í framlínunni með 21 árs gömlum syni sínum Damian ákvað Ronnie að gera sig að fyrirliða liðsins. Allavega þær 54 mínútur sem hann entist á vellinum. Staðan var þá 3-0 fyrir Olimpia sem gengu á lagið eftir að Brunswijk fékk sér sæti á bekknum. Hvort varnarvinnan sem hann hafi skilað hafi skipt sköpum er ekki ljóst en Inter fékk á sig þrjú mörk á töluvert styttri tíma eftir að Ronnie settist á tréverkið. So the Vice President of Suriname, who is 60 years old, is PLAYING in Concacaf League against Olimpia tonight, captaining the team he owns. pic.twitter.com/Ktij4FiOoZ— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 21, 2021 Brunswijk var á sínum tíma liðtækur knattspyrnumaður og var til að mynda bæði leikmaður og eigandi Inter Moengotapoe hér á árum áður. Var hann aðalástæða þess að byggður var heimavöllur fyrir félagið. Eðlilega heitir leikvangurinn því í höfuðið á honum; Ronnie Brunswijkstadion. Í dag er Ronnie Brunswijk forseti Inter Moengotapoe ásamt því að vera varaforseti Súrínam, minnsta sjálfstæða ríkisins í Suður-Ameríku. Með því að taka þátt í leiknum gegn Olimpia komst varaforsetinn í sögubækurnar. Verandi 60 ára og 198 daga gamall ku hann vera elsti leikmaður sögunnar til að spila leik með félagsliði í alþjóðlegu móti. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goalglobal) Ronnie tók við embætti varaforseta í júlí á síðasta ári eftir að hafa verið í stjórnmálum allt frá árinu 1992. Sex ár þar á udnan var hann í uppreisnarher Súrínam og tók virkan þátt í borgarastríði landsins. Hann virðist einkar vel liðinn meðal almennings í Súrínam og hefur hlotið viðurnefnið Hrói Höttur þar sem hann er einkar gjafmildur. Oftar en einu sinni hefur Brunswijk til að mynda látið peninga falla úr þyrlu til fólks sem stóð fyrir neðan. Video was streamed tonight from Olimpia's locker room that appears to show Ronnie Brunswijk giving people in the locker room cash. He also leaves with an Olimpia shirt.pic.twitter.com/eQ1Vk928Bl— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 22, 2021 Súrínam er gömul nýlenda Hollands og komst Ronnie í hann krappan þar er hann var dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl árið 1999. Sex árum síðar var hann dæmdur í bann frá fótbolta eftir að vera ásakaður um að hafa ógnað leikmanni með byssu á meðan leik stóð. Bannið stóð ekki lengi yfir þar sem rannsókn málsins var felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. Þá er hann talinn hafa feðrað að minnsta kosti 50 börn.
Fótbolti Súrínam Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira