Vill halda fund með samfélagsmiðlafyrirtækjum til að berjast gegn kynþáttaníð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2021 17:33 Romelu Lukaku vill að samfélagsmiðlafyrirtæki taki harðar á kynþáttafordómum. EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga Romelu Lukaku, framherji Chelsea og belgíska landsliðsins, segir að leikmenn geti gert mun meira í baráttunni gegn kynþáttafordómum en bara að taka hné fyrir leiki. Hann vill að samfélagsmiðlafyrirtæki og leikmenn hittist og ræði hvað sé hægt að gera. Mikið hefur farið fyrir fréttum af því að íþróttafólk verði fyrir kynþáttaníð, bæði á meðan að keppni stendur, sem og á samfélagsmiðlum eftir að heim er komið. Lukaku segir að þó að það að taka hné fyrir leik sé gott og blessað, þá sé það hreinlega ekki nóg. „Ég held að við getum ráðist í sterkari aðgerðir,“ sagði Lukaku. „Við förum niður á hné, allir klappa, en svo sér maður enn eftir suma leiki að leikmenn fá þetta yfir sig.“ „Við ættum öll að setjast saman við eitt stórt borð og halda fund um þessi mál og hvernig við getum barist gegn þessu. Ekki aðeins í karlaboltanum, heldur kvennaboltanum líka,“ bætti Belginn við. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa tekið hné síðan í júní á síðasta ári, eða frá því að deildin fór aftur af stað eftir þriggja mánaða pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir leikmenn hafa þó ákveðið að hætta að fara niður á hné fyrir leiki þar sem að þeim finnst það ekki skila þeim árangri sem ætlast var til. Þar má nefna Marcos Alonso, liðsfélaga Lukaku hjá Chelsea, og Wilfried Zaha, sóknarmann Crystal Palace. Alonso sagði fyrr í þessari viku að honum þætti þessi athöfn ekki vera jafn áhrifarík og áður, og mun héðan í frá benda á merki á treyjunni sinni sem segir „No to racism.“ Í apríl á þessu ári tóku nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sig saman, ásamt leikmönnum, þekktum íþróttamönnum og öðrum innan íþróttahreyfingarinnar sig saman og sniðgengu samfélagsmiðla í fjóra daga í von um að fyrirtækin á bak við miðlana myndu taka harðar á þessum málum. Lukaku trúir því að þetta vandamál geti verið úr sögunni ef allir vinna saman. „Ef þú vilt virkilega hætta einhverju, þá geturðu það í alvörunni,“ sagði framherjinn að lokum. Fótbolti Enski boltinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir fréttum af því að íþróttafólk verði fyrir kynþáttaníð, bæði á meðan að keppni stendur, sem og á samfélagsmiðlum eftir að heim er komið. Lukaku segir að þó að það að taka hné fyrir leik sé gott og blessað, þá sé það hreinlega ekki nóg. „Ég held að við getum ráðist í sterkari aðgerðir,“ sagði Lukaku. „Við förum niður á hné, allir klappa, en svo sér maður enn eftir suma leiki að leikmenn fá þetta yfir sig.“ „Við ættum öll að setjast saman við eitt stórt borð og halda fund um þessi mál og hvernig við getum barist gegn þessu. Ekki aðeins í karlaboltanum, heldur kvennaboltanum líka,“ bætti Belginn við. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa tekið hné síðan í júní á síðasta ári, eða frá því að deildin fór aftur af stað eftir þriggja mánaða pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir leikmenn hafa þó ákveðið að hætta að fara niður á hné fyrir leiki þar sem að þeim finnst það ekki skila þeim árangri sem ætlast var til. Þar má nefna Marcos Alonso, liðsfélaga Lukaku hjá Chelsea, og Wilfried Zaha, sóknarmann Crystal Palace. Alonso sagði fyrr í þessari viku að honum þætti þessi athöfn ekki vera jafn áhrifarík og áður, og mun héðan í frá benda á merki á treyjunni sinni sem segir „No to racism.“ Í apríl á þessu ári tóku nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sig saman, ásamt leikmönnum, þekktum íþróttamönnum og öðrum innan íþróttahreyfingarinnar sig saman og sniðgengu samfélagsmiðla í fjóra daga í von um að fyrirtækin á bak við miðlana myndu taka harðar á þessum málum. Lukaku trúir því að þetta vandamál geti verið úr sögunni ef allir vinna saman. „Ef þú vilt virkilega hætta einhverju, þá geturðu það í alvörunni,“ sagði framherjinn að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira