Engar skýrar línur frá leiðtogunum um stjórnarmyndun Þorgils Jónsson skrifar 23. september 2021 22:58 Leiðtogar stjórnmálaflokkanna tókust á í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Ekki var að sjá nein skýr mynstur varðandi stjórnarmyndun eftir kosningar. Vísir/Vilhelm Engar skýrar línur komu fram varðandi ríkisstjórnarmyndun eftir kosningar í leiðtogakappræðunum á Stöð 2 í kvöld. Miðað við fylgi flokkanna í nýrri Maskínukönnun fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er útlit fyrir ansi flóknar stjórnarmyndunarviðræður eftir að talið verður upp úr kössunum. Ríkisstjórnarflokkarnir eru með 31 þingmann samkvæmt henni og vantar einn þingmann í viðbót til að halda meirihluta. Þannig þarf að lágmarki fjóra flokka til að mynda stjórn. Þess utan flækist myndin enn frekar þar sem Píratar og Samfylking hafa útilokað að starfa með Sjálfstæðisflokki. Þáttarstjórnandinn Heimir Már Pétursson innti leiðtogana svara um hvaða stjórnarmynstur þeim myndi hugnast en fékk fátt um skýr svör nema frá Gunnari Smára Egilssyni frá Sósíalistaflokknum sem lýsti því yfir að hann vildi samstarf með VG, Samfylkingu, Flokki fólksins og Pírötum. Sú samsetning er hins vegar nokkuð fjarri því að ná meirihluta á þingi, með 28 þingmenn samkvæmt könnuninni. Logi Einarsson, Samfylkingu, sagðist sjá fyrir sér félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri. Það væri bæði heiðarlegt og raunsætt að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn Klippa: Umræða um stjórnarmyndanir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, undirstrikaði að sitjandi ríkisstjórn væri fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin til að sitja heilt kjörtímabil, en nú væri komin upp flókin mynd. „Það er ljóst að ef á að takast að mynda meirihlutastjórn mun þurfa að tengja flokka saman. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að bæta við sig til að vera burðarás, ella erum við að stefna í eitthvað fimm flokka samstarf sem mér líst ekki á.“ Aðspurð hvort Viðreisn vildi taka að sér að fylla í það sem vantaði upp á fyrir núverandi stjórn, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að þau væru ekki að útiloka neitt, en gagnrýndi stjórnina, sérstaklega Sjálfstæðisflokk og Framsókn, fyrir frammistöðu í jafnréttismálum. Þar brást Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna illa við og svaraði fullum hálsi, en orðaskipti þeirra má sjá hér að neðan. Klippa: Deilt um jafnréttismál Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, kjarnaði stöðuna á einfaldan hátt: „Ég ætla bara að benda á hið augljósa sem kemur fram [í könnuninni]. Við erum með 31 þingmann og hópurinn sem eftir stendur er með 32, hann er með meirihluta. Spurðu þau hvort þau vilji vinna saman?“ Þegar Heimir innti leiðtogana svara var fátt um skýr svör. Sigmundur Davíð sagðist hafa heyrt margt álitlegt hjá stjórnarflokkunum meðal annars hvað varðaði mikilvægi verðmætasköpunar. „Vandamálið er að þau hafa ekki fylgt þessari stefnu sinni á kjörtímabilinu.“ Katrín sagði að mikilvægt væri að hafa í huga að hér verði alltaf mynduð ný ríkisstjórn um ný málefni. Hvort sem mynduð yrði fjögurra, fimm, sex, eða sjö flokka ríkisstjórn þurfi allir að gefa eitthvað eftir. „Málamiðlanir eru ekki svik. Ef allir eru með það viðhorf til að nálgast það verkefni, þá verður þetta mjög erfitt.“ Björn Leví Gunnarsson, sagði aðspurður að um hvort Píratar, sem prinsippfólk, myndu geta gert málamiðlanir, að þau krefðust bara faglegra vinnubragða, en myndu ekki vilja hleypa Sjálfstæðisflokki og Miðflokki að „valdastólum“ þó sjálfsagt væri að ræða saman um einstaka málefni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði að fyrir þeirra leyti væri aðeins eitt mál sem væri óumsemjanlegt. „Það eru 350.000 krónur, skatta- og skerðingarlaust fyrir fátækasta fólkið.“ Svo klykkti hún út með því að syngja stutta laglínu: „Ég er til í allt!“ Klippa: Inga Sæland um skilyrði Flokks fólksins Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14 Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Miðað við fylgi flokkanna í nýrri Maskínukönnun fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er útlit fyrir ansi flóknar stjórnarmyndunarviðræður eftir að talið verður upp úr kössunum. Ríkisstjórnarflokkarnir eru með 31 þingmann samkvæmt henni og vantar einn þingmann í viðbót til að halda meirihluta. Þannig þarf að lágmarki fjóra flokka til að mynda stjórn. Þess utan flækist myndin enn frekar þar sem Píratar og Samfylking hafa útilokað að starfa með Sjálfstæðisflokki. Þáttarstjórnandinn Heimir Már Pétursson innti leiðtogana svara um hvaða stjórnarmynstur þeim myndi hugnast en fékk fátt um skýr svör nema frá Gunnari Smára Egilssyni frá Sósíalistaflokknum sem lýsti því yfir að hann vildi samstarf með VG, Samfylkingu, Flokki fólksins og Pírötum. Sú samsetning er hins vegar nokkuð fjarri því að ná meirihluta á þingi, með 28 þingmenn samkvæmt könnuninni. Logi Einarsson, Samfylkingu, sagðist sjá fyrir sér félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri. Það væri bæði heiðarlegt og raunsætt að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn Klippa: Umræða um stjórnarmyndanir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, undirstrikaði að sitjandi ríkisstjórn væri fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin til að sitja heilt kjörtímabil, en nú væri komin upp flókin mynd. „Það er ljóst að ef á að takast að mynda meirihlutastjórn mun þurfa að tengja flokka saman. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að bæta við sig til að vera burðarás, ella erum við að stefna í eitthvað fimm flokka samstarf sem mér líst ekki á.“ Aðspurð hvort Viðreisn vildi taka að sér að fylla í það sem vantaði upp á fyrir núverandi stjórn, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að þau væru ekki að útiloka neitt, en gagnrýndi stjórnina, sérstaklega Sjálfstæðisflokk og Framsókn, fyrir frammistöðu í jafnréttismálum. Þar brást Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna illa við og svaraði fullum hálsi, en orðaskipti þeirra má sjá hér að neðan. Klippa: Deilt um jafnréttismál Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, kjarnaði stöðuna á einfaldan hátt: „Ég ætla bara að benda á hið augljósa sem kemur fram [í könnuninni]. Við erum með 31 þingmann og hópurinn sem eftir stendur er með 32, hann er með meirihluta. Spurðu þau hvort þau vilji vinna saman?“ Þegar Heimir innti leiðtogana svara var fátt um skýr svör. Sigmundur Davíð sagðist hafa heyrt margt álitlegt hjá stjórnarflokkunum meðal annars hvað varðaði mikilvægi verðmætasköpunar. „Vandamálið er að þau hafa ekki fylgt þessari stefnu sinni á kjörtímabilinu.“ Katrín sagði að mikilvægt væri að hafa í huga að hér verði alltaf mynduð ný ríkisstjórn um ný málefni. Hvort sem mynduð yrði fjögurra, fimm, sex, eða sjö flokka ríkisstjórn þurfi allir að gefa eitthvað eftir. „Málamiðlanir eru ekki svik. Ef allir eru með það viðhorf til að nálgast það verkefni, þá verður þetta mjög erfitt.“ Björn Leví Gunnarsson, sagði aðspurður að um hvort Píratar, sem prinsippfólk, myndu geta gert málamiðlanir, að þau krefðust bara faglegra vinnubragða, en myndu ekki vilja hleypa Sjálfstæðisflokki og Miðflokki að „valdastólum“ þó sjálfsagt væri að ræða saman um einstaka málefni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði að fyrir þeirra leyti væri aðeins eitt mál sem væri óumsemjanlegt. „Það eru 350.000 krónur, skatta- og skerðingarlaust fyrir fátækasta fólkið.“ Svo klykkti hún út með því að syngja stutta laglínu: „Ég er til í allt!“ Klippa: Inga Sæland um skilyrði Flokks fólksins
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14 Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14
Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00