„Getum alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar“ Atli Arason skrifar 25. september 2021 17:36 Ísak Snær Þorvaldsson ásamt þjálfara sínum hjá ÍA, Jóhannesi Karli Guðjónssyni. MYND/ÍA Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, gat ekki lýst tilfinningum sínum eftir 2-3 endurkomu sigur ÍA á Keflavík á útivelli í dag. Sigurinn gerir það að verkum að Skagamenn halda sæti sínu í efstu deild en ÍA var 2-0 undir þegar rúmur klukkutími var liðin af leiknum. „Ég er orðlaus. Þetta er bara karakterinn, við gefumst ekki upp fyrr en dómarinn er búinn að flauta leikinn af. Það sást þegar við lentum tveimur mörkum undir þá kveiknaði aðeins í okkur og þegar stuðningurinn er svona þá erum við 13 inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali eftir leik. Stuðningurinn sem ÍA fékk í dag var vægast sagt góður. Skagamenn sendu þrjár rútur af stuðningsmönnum til Keflavíkur og liðið fékk góðan stuðning, jafnvel þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir klukkutíma leik. Ísak þakkaði stuðningin og biðlar til stuðningsmanna að sýna það sama í næst leik. „Ég vil fá þetta aftur í bikarnum. Þetta á að vera svona í öllum leikjum, ekki bara í síðustu leikjunum. Ef við spilum svona eins og við gerðum í dag þá getum við alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar. Þetta var geggjaður leikur fannst mér. Allir strákarnir voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan,“ svaraði Ísak aðspurður út í stuðningsmanna sveitina. Ísak telur að lukkudísirnar hafi verið með þeim í liði í seinni hálfleiknum. „Þeir fá ekki nema eitt hálf færi í fyrri hálfleik sem þeir skora úr. Við vorum óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik. Þetta datt með okkur í seinni hálfleik þar sem heppnin var aðeins meira með okkur.“ Næsti leikur Skagamanna er einmitt aftur á móti Keflavík, í þetta sinn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Sá leikur fer fram á Akranesi og Ísak kallar eftir eins baráttugleði frá liðsfélögum sínum svo ÍA eigi möguleika að komast í bikarúrslit. „Þeir munu koma vitlausir á móti okkur í næsta leik og vilja vinna hann. Við munum fara aftur yfir þá og hvernig þeir spiluðu þennan leik og skoðum hvað við getum bætt. Við ætlum að sýna eins mikla baráttu í næsta leik,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, að lokum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
„Ég er orðlaus. Þetta er bara karakterinn, við gefumst ekki upp fyrr en dómarinn er búinn að flauta leikinn af. Það sást þegar við lentum tveimur mörkum undir þá kveiknaði aðeins í okkur og þegar stuðningurinn er svona þá erum við 13 inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali eftir leik. Stuðningurinn sem ÍA fékk í dag var vægast sagt góður. Skagamenn sendu þrjár rútur af stuðningsmönnum til Keflavíkur og liðið fékk góðan stuðning, jafnvel þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir klukkutíma leik. Ísak þakkaði stuðningin og biðlar til stuðningsmanna að sýna það sama í næst leik. „Ég vil fá þetta aftur í bikarnum. Þetta á að vera svona í öllum leikjum, ekki bara í síðustu leikjunum. Ef við spilum svona eins og við gerðum í dag þá getum við alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar. Þetta var geggjaður leikur fannst mér. Allir strákarnir voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan,“ svaraði Ísak aðspurður út í stuðningsmanna sveitina. Ísak telur að lukkudísirnar hafi verið með þeim í liði í seinni hálfleiknum. „Þeir fá ekki nema eitt hálf færi í fyrri hálfleik sem þeir skora úr. Við vorum óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik. Þetta datt með okkur í seinni hálfleik þar sem heppnin var aðeins meira með okkur.“ Næsti leikur Skagamanna er einmitt aftur á móti Keflavík, í þetta sinn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Sá leikur fer fram á Akranesi og Ísak kallar eftir eins baráttugleði frá liðsfélögum sínum svo ÍA eigi möguleika að komast í bikarúrslit. „Þeir munu koma vitlausir á móti okkur í næsta leik og vilja vinna hann. Við munum fara aftur yfir þá og hvernig þeir spiluðu þennan leik og skoðum hvað við getum bætt. Við ætlum að sýna eins mikla baráttu í næsta leik,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, að lokum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31