Klopp segir að Brentford séu bestu nýliðar deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2021 19:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði Brentford eftir að liðin skildu jöfn í dag. EPA-EFE/PETER POWEL Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega svekktur með 3-3 jafntefli sinna manna gegn nýliðum Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segir að sínir menn hafi getað skorað allt að sex mörk í í dag, og að Brentford sé sterkasta liðið af þeim þrem sem kom upp úr B-deildinni fyrir tímabilið. „Við gerðum okkar. Við spiluðum mjög góðan fótbolta og sköpuðum frábær færi,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Við skoruðum þrjú, en hefðum getað skorað fjögur, fimm eða sex. En þeir áttu skilið sín þrjú mörk og hefðu getað skorað fjögur. Þeir gerðu mjög vel og þess vegna áttu þeir þessi úrslit skilin.“ „Andrúmsloftið var magnað og þeir börðust eins og ljón. Við börðumst líka, en við verðum að vera tilbúnir í alvöru baráttu. Við vorum það, en við töpuðum of mörgum skallabaráttum og það hægði á okkar leik.“ Klopp hrósaði síðan sínum mönnum og sagði að liðsheildin og spilamennska liðsins hafi verið mjög góð. „Að sjá hvernig strákarnir spiluðu saman í dag, mér líkaði það. Við spiluðum góðan leik og strákunum finnst ekki eins og við þurfum að hafa yfirburði í öllum stöðum. Við börðumst vel og við þurftum að gera það. Þegar við vorum með boltann var ég mjög ánægður með frammistöðuna. Þegar boltinn var í loftinu, ekki jafn mikið.“ Klopp var síðan spurður að því hvort honum þætti Brentford bestu nýliðar deildarinnar. „Já, og af nokkrum mismunandi ástæðum. Þeir eru virkilega góðir. Markvörðurinn hefði getað spilað í treyju númer tíu. Hann átti nokkrar frábærar sendingar, en það var það rétta í stöðunni á móti okkur,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Nýliðarnir tóku stig gegn Liverpool í sex marka leik Brentford tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik sem bauð upp á sex mörk. Lokatölur 3-3, og nýliðarnir hafa því enn aðeins tapað einum leik í deildinni. 25. september 2021 18:27 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
„Við gerðum okkar. Við spiluðum mjög góðan fótbolta og sköpuðum frábær færi,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Við skoruðum þrjú, en hefðum getað skorað fjögur, fimm eða sex. En þeir áttu skilið sín þrjú mörk og hefðu getað skorað fjögur. Þeir gerðu mjög vel og þess vegna áttu þeir þessi úrslit skilin.“ „Andrúmsloftið var magnað og þeir börðust eins og ljón. Við börðumst líka, en við verðum að vera tilbúnir í alvöru baráttu. Við vorum það, en við töpuðum of mörgum skallabaráttum og það hægði á okkar leik.“ Klopp hrósaði síðan sínum mönnum og sagði að liðsheildin og spilamennska liðsins hafi verið mjög góð. „Að sjá hvernig strákarnir spiluðu saman í dag, mér líkaði það. Við spiluðum góðan leik og strákunum finnst ekki eins og við þurfum að hafa yfirburði í öllum stöðum. Við börðumst vel og við þurftum að gera það. Þegar við vorum með boltann var ég mjög ánægður með frammistöðuna. Þegar boltinn var í loftinu, ekki jafn mikið.“ Klopp var síðan spurður að því hvort honum þætti Brentford bestu nýliðar deildarinnar. „Já, og af nokkrum mismunandi ástæðum. Þeir eru virkilega góðir. Markvörðurinn hefði getað spilað í treyju númer tíu. Hann átti nokkrar frábærar sendingar, en það var það rétta í stöðunni á móti okkur,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Nýliðarnir tóku stig gegn Liverpool í sex marka leik Brentford tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik sem bauð upp á sex mörk. Lokatölur 3-3, og nýliðarnir hafa því enn aðeins tapað einum leik í deildinni. 25. september 2021 18:27 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Nýliðarnir tóku stig gegn Liverpool í sex marka leik Brentford tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik sem bauð upp á sex mörk. Lokatölur 3-3, og nýliðarnir hafa því enn aðeins tapað einum leik í deildinni. 25. september 2021 18:27