Nikolaj Hansen og Agla María valin best í Pepsi Max deildunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. september 2021 11:15 Nikolaj Hansen fagnar einu af 16 mörkum sínum í sumar. Hann var valinn besti leikmaður Pepsi Max deildar karla í gær. Vísir/Bára Dröfn Leikmenn, þjálfarar og forráðamenn félaganna sem leika í Pepsi Max deildum karla og kvenna kusu bestu leikmenn deildanna tveggja. Verðlaunin voru afhent í Pepsi Max Stúkunni í gærkvöldi fyrir hönd KSÍ. Nikolaj Hansen, leikmaður Víkings, var valinn bestu karlameginn, en hjá konunum var það Blikakonan Agla María Albertsdóttir sem hreppti verðlaunin. Hansen var markahæsti maður deildarinnar með 16 mörk og átti stóran þátt í því að Víkingur landaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í 30 ár. Agla María var næst markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna, en hún skoraði 12 mörk fyrir Breiðablik sem endaði í öðru sæti deildarinnar. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir efnilegustu leikmenn deildanna tveggja. Kristall Máni Ingason var valinn efnilegastur í karlaflokki, og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hlaut verðlaunin í kvennaflokki. Kristall Máni er fæddur árið 2002, en hann spilaði 21 leik með Víking og skoraði þrjú mörk þegar að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Ólöf Sigríður er fædd árið 2003 og lék með Þrótti í sumar. Hún skoraði átta mörk í 15 leikjum og hjálpaði þannig liðinu að tryggja sér þriðja sæti deildarinnar. Að auki voru veitt verðlaun fyrir bestu dómara deildanna tveggja. Ívar Orri Kristjansson var valinn besti dómari Pepsi Max deildar karla og Arnar Ingi Ingvarsson var valinn besti dómari Pepsi Max deildar kvenna. Agla María Albertsdóttir var valin best í Pepsi Max deild kvenna.Vísir/Elín Björg Fjórir Blikar í liði ársins Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar tóku sig einnig til og völdu lið ársins í Pepsi Max deild karla. Breiðablik á fjóra fulltrúa í liðinu, en nýkrýndir Íslandsmeistarar eiga þrjá. Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, stendur á milli stanganna og í fjögurra manna varnarlínu fyrir framan hann eru þeir Kári Árnason úr Víking og Damir Muminovic úr Breiðablik í hjarta varnarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðablik og Kristinn Jónsson úr KR eru bakverðir liðsins. Kristinn Steindórsson, Breiðablik, Pablo Punyed, Víking, Viktor Karl Einarsson, Breiðablik, og Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA, eru þeir fjórir sem stillt er upp á miðsvæðinu. Sævar Atli Magnússon er fulltrúi Leiknis í liðinu, en hann er í fremstu víglínu ásamt Nikolaj Hansen. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Nikolaj Hansen, leikmaður Víkings, var valinn bestu karlameginn, en hjá konunum var það Blikakonan Agla María Albertsdóttir sem hreppti verðlaunin. Hansen var markahæsti maður deildarinnar með 16 mörk og átti stóran þátt í því að Víkingur landaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í 30 ár. Agla María var næst markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna, en hún skoraði 12 mörk fyrir Breiðablik sem endaði í öðru sæti deildarinnar. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir efnilegustu leikmenn deildanna tveggja. Kristall Máni Ingason var valinn efnilegastur í karlaflokki, og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hlaut verðlaunin í kvennaflokki. Kristall Máni er fæddur árið 2002, en hann spilaði 21 leik með Víking og skoraði þrjú mörk þegar að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Ólöf Sigríður er fædd árið 2003 og lék með Þrótti í sumar. Hún skoraði átta mörk í 15 leikjum og hjálpaði þannig liðinu að tryggja sér þriðja sæti deildarinnar. Að auki voru veitt verðlaun fyrir bestu dómara deildanna tveggja. Ívar Orri Kristjansson var valinn besti dómari Pepsi Max deildar karla og Arnar Ingi Ingvarsson var valinn besti dómari Pepsi Max deildar kvenna. Agla María Albertsdóttir var valin best í Pepsi Max deild kvenna.Vísir/Elín Björg Fjórir Blikar í liði ársins Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar tóku sig einnig til og völdu lið ársins í Pepsi Max deild karla. Breiðablik á fjóra fulltrúa í liðinu, en nýkrýndir Íslandsmeistarar eiga þrjá. Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, stendur á milli stanganna og í fjögurra manna varnarlínu fyrir framan hann eru þeir Kári Árnason úr Víking og Damir Muminovic úr Breiðablik í hjarta varnarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðablik og Kristinn Jónsson úr KR eru bakverðir liðsins. Kristinn Steindórsson, Breiðablik, Pablo Punyed, Víking, Viktor Karl Einarsson, Breiðablik, og Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA, eru þeir fjórir sem stillt er upp á miðsvæðinu. Sævar Atli Magnússon er fulltrúi Leiknis í liðinu, en hann er í fremstu víglínu ásamt Nikolaj Hansen.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira