Enginn hasar á Bessastöðum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2021 11:50 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Bessastöðum í morgun. Vísir/egill Engir leiðtogar verða boðaðir á fund forseta Íslands í dag þar sem ríkisstjórnin missti ekki meirihluta sinn. Forsetinn metur það svo að með tilliti til niðurstaðna sé hægt að stimpla Framsókn og Flokk fólksins sem sigurvegara kosninganna. Ríkisstjórnin hélt velli og það eru því aldrei þessu vant rólegir dagar framundan á Bessastöðum. Hefði ríkisstjórnin misst meirihluta hefði forsætisráðherra beðist lausnar og við hefðu tekið viðræður við leiðtoga þingflokkanna. En nú er boltinn hjá sitjandi ríkisstjórn. „Nú er það í verkahring flokksformannanna að vega og meta stöðuna og sjá hvað gerist á næstu dögum og vikum en hér verður enginn hasar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þannig að það verða engir leiðtogar boðaðir á Bessastaði í dag? „Engin þörf á því.“ En hvernig, og hvenær, verður þá þín aðkoma að þessu öllu saman? „Hún verður bara einfaldlega sú að ég eins og aðrir í þessu landi fylgjumst með framvindu mála og sitji þessi ríkisstjórn til dæmis áfram, þá gerir hún það.“ Tíðindi að ríkisstjórnin hafi haldið velli Guðni segir að fyrst og fremst sé íslenska þjóðin sigurvegari kosninganna. Það séu þó líka fleiri. „Konur eru í fyrsta sinn á alþingi Íslendinga í meirihluta. Það eru tíðindi líka miðað við skoðanakannannir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír héldu sínum meirihluta og vel það.“ Það sé sanngjarnt að stimpla Framsóknarflokkinn sigurvegara kosninganna þegar litið er á niðurstöðurnar. „Þar að auki vann Flokkur fólksins sigur og það er sjálfsagt af minni hálfu að nefna það.“ Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Æsispennandi kosninganótt og 23 nýir þingmenn 23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata. 26. september 2021 11:30 Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda. 26. september 2021 10:32 Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt velli og það eru því aldrei þessu vant rólegir dagar framundan á Bessastöðum. Hefði ríkisstjórnin misst meirihluta hefði forsætisráðherra beðist lausnar og við hefðu tekið viðræður við leiðtoga þingflokkanna. En nú er boltinn hjá sitjandi ríkisstjórn. „Nú er það í verkahring flokksformannanna að vega og meta stöðuna og sjá hvað gerist á næstu dögum og vikum en hér verður enginn hasar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þannig að það verða engir leiðtogar boðaðir á Bessastaði í dag? „Engin þörf á því.“ En hvernig, og hvenær, verður þá þín aðkoma að þessu öllu saman? „Hún verður bara einfaldlega sú að ég eins og aðrir í þessu landi fylgjumst með framvindu mála og sitji þessi ríkisstjórn til dæmis áfram, þá gerir hún það.“ Tíðindi að ríkisstjórnin hafi haldið velli Guðni segir að fyrst og fremst sé íslenska þjóðin sigurvegari kosninganna. Það séu þó líka fleiri. „Konur eru í fyrsta sinn á alþingi Íslendinga í meirihluta. Það eru tíðindi líka miðað við skoðanakannannir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír héldu sínum meirihluta og vel það.“ Það sé sanngjarnt að stimpla Framsóknarflokkinn sigurvegara kosninganna þegar litið er á niðurstöðurnar. „Þar að auki vann Flokkur fólksins sigur og það er sjálfsagt af minni hálfu að nefna það.“
Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Æsispennandi kosninganótt og 23 nýir þingmenn 23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata. 26. september 2021 11:30 Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda. 26. september 2021 10:32 Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Æsispennandi kosninganótt og 23 nýir þingmenn 23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata. 26. september 2021 11:30
Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda. 26. september 2021 10:32
Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19