Fundu fyrir að þau væru litli kallinn innan um þau stóru dagana fyrir kjördag Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2021 12:59 Gunnar Smári Egilsson og félagar hans í Sósíalistaflokknum náðu ekki inn fólki á þing. Vísir/Vilhelm Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að flokknum hafi reynst erfitt að keppa við „vellauðuga flokka“ í kosningabaráttunni. Sérstaklega hafi flokksmenn fundið fyrir því að þeir væru „litli kallinn“ innan um þau stóru síðustu dagana fyrir kjördag. Sósíalistar komu engum manni inn á þing þrátt að þeir hafi í flestum skoðanakönnunum mælst með nægt fylgi til þess. Þegar síðasta atkvæðið hafðið verið talið í morgun hafði flokkurinn fengið 4,1% atkvæða. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári það svekkjandi að hafa ekki fengið neinn þingmann út á það fylgi vegna ákvæðis kosningalaga um flokkur þurfi að ná 5% til að eiga rétt á jöfnunarþingsætum. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndunum hefði flokkurinn komist inn með þessa kosningu. Þá segir hann erfitt fyrir grasrótarsamtök að keppa við „vellauðuga flokka sem hafa sótt sér fé í ríkissjóð“. Framan af kosningabaráttunni hafi sósíalistum gegnið vel að koma sjónarmiðum sínum og stefnumálum á framfæri en síðan hafi verið eins og upplýsingaflæði í samfélaginu hafi fengið „kransæðastíflu af þessu auglýsingaflóði“. „Þótt að við séum með sterka hugsjóð og stór markmið fundum við fyrir að við vorum litli kallinn innan um þau stóru þarna í lokin,“ segir Gunnar Smári. Ýtt til hliðar í umræðunni Fyrir utan þessar ytri aðstæður segir Gunnar Smári að sósíalistar þurfi að melta hvort að þeir hafi gert eitthvað sem skýri niðurstöðu þeirra í kosningunum. Hann segir að sósíalistar hafi mætt til leiks með skýr markmið og mikla róttækni og það geti tekið tíma að koma slíkri rödd inn í pólitísku hringekjuna. Hann furðar sig á móttökunum sem sósíalistar fengu. Þeim hafi oft verið ýtt til hliðar sem jaðarflokki í umræðunni. „Sem okkar fannst undarlegt vegna þess að við vorum að bera fram kröfur mikils meirihluta þjóðarinnar. Eiginlega öll okkar stóra kosningastefna var í raun og veru byggð á kröfum sem við vitum að njóta meirihlutafylgis. Þær voru bara óritskoðaðar. Það tilheyrir oft elítustjórnmálunum að þegar flokkarnir bera þær fram er búið að þynna út kröfur almennings,“ segir Gunnar Smári. Sósíalista segir hann ekki af baki dottna. Þingkosningar séu aðeins hluti af starfsemi flokksins. Klassískur vettvangur sósíalískrar sósíalita sé verkalýðshreyfinging. Þing- og sveitarstjórnarflokkar séu hluti af baráttunni sem gott sé að hafa „en við getum alveg háð okkar sósíalísku baráttu þó að við séum ekki á þingi“. Framsóknarflokkurinn hljóti að íhuga að líta til vinstri Um úrslit kosninganna almennt segir Gunnar Smári að svo virki sem að bandalag Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi tögl og hagldir. „Það eru ekki góð tíðindi vegna þess að það er raunverulega bara framhald af þeirri ríkisstjórn sem hefur verið hér meira eða minna frá 1995,“ segir hann og vísar ríkisstjóranna flokkanna tveggja sem sátu frá 1995 til 2007 og aftur frá 2013 til 2016. Heldur Gunnar Smári því fram að einhverjir innan Framsóknarflokksins hljóti að velta fyrir sér hvort að nú sé tækifæri til þess að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum, Samfylkingu og Flokki fólksins um nýja samfélagsuppbyggingu á Íslandi. „Að sveigja frá þessari nýfrjálshyggjustefnu sem hér hefur verið rekin í óþökk þjóðarinnar og byggja upp betra samfélag,“ segir hann. Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Sósíalistar komu engum manni inn á þing þrátt að þeir hafi í flestum skoðanakönnunum mælst með nægt fylgi til þess. Þegar síðasta atkvæðið hafðið verið talið í morgun hafði flokkurinn fengið 4,1% atkvæða. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári það svekkjandi að hafa ekki fengið neinn þingmann út á það fylgi vegna ákvæðis kosningalaga um flokkur þurfi að ná 5% til að eiga rétt á jöfnunarþingsætum. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndunum hefði flokkurinn komist inn með þessa kosningu. Þá segir hann erfitt fyrir grasrótarsamtök að keppa við „vellauðuga flokka sem hafa sótt sér fé í ríkissjóð“. Framan af kosningabaráttunni hafi sósíalistum gegnið vel að koma sjónarmiðum sínum og stefnumálum á framfæri en síðan hafi verið eins og upplýsingaflæði í samfélaginu hafi fengið „kransæðastíflu af þessu auglýsingaflóði“. „Þótt að við séum með sterka hugsjóð og stór markmið fundum við fyrir að við vorum litli kallinn innan um þau stóru þarna í lokin,“ segir Gunnar Smári. Ýtt til hliðar í umræðunni Fyrir utan þessar ytri aðstæður segir Gunnar Smári að sósíalistar þurfi að melta hvort að þeir hafi gert eitthvað sem skýri niðurstöðu þeirra í kosningunum. Hann segir að sósíalistar hafi mætt til leiks með skýr markmið og mikla róttækni og það geti tekið tíma að koma slíkri rödd inn í pólitísku hringekjuna. Hann furðar sig á móttökunum sem sósíalistar fengu. Þeim hafi oft verið ýtt til hliðar sem jaðarflokki í umræðunni. „Sem okkar fannst undarlegt vegna þess að við vorum að bera fram kröfur mikils meirihluta þjóðarinnar. Eiginlega öll okkar stóra kosningastefna var í raun og veru byggð á kröfum sem við vitum að njóta meirihlutafylgis. Þær voru bara óritskoðaðar. Það tilheyrir oft elítustjórnmálunum að þegar flokkarnir bera þær fram er búið að þynna út kröfur almennings,“ segir Gunnar Smári. Sósíalista segir hann ekki af baki dottna. Þingkosningar séu aðeins hluti af starfsemi flokksins. Klassískur vettvangur sósíalískrar sósíalita sé verkalýðshreyfinging. Þing- og sveitarstjórnarflokkar séu hluti af baráttunni sem gott sé að hafa „en við getum alveg háð okkar sósíalísku baráttu þó að við séum ekki á þingi“. Framsóknarflokkurinn hljóti að íhuga að líta til vinstri Um úrslit kosninganna almennt segir Gunnar Smári að svo virki sem að bandalag Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi tögl og hagldir. „Það eru ekki góð tíðindi vegna þess að það er raunverulega bara framhald af þeirri ríkisstjórn sem hefur verið hér meira eða minna frá 1995,“ segir hann og vísar ríkisstjóranna flokkanna tveggja sem sátu frá 1995 til 2007 og aftur frá 2013 til 2016. Heldur Gunnar Smári því fram að einhverjir innan Framsóknarflokksins hljóti að velta fyrir sér hvort að nú sé tækifæri til þess að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum, Samfylkingu og Flokki fólksins um nýja samfélagsuppbyggingu á Íslandi. „Að sveigja frá þessari nýfrjálshyggjustefnu sem hér hefur verið rekin í óþökk þjóðarinnar og byggja upp betra samfélag,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira