„Kannski full truntulegur á köflum“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 16:56 Brynjar var einn af forsetum þings á nýafstöðnu kjörtímabili. Hann mun ekki setjast í þann stól á næstunni. vísir/vilhelm Gráglettinn kveðjupistill Brynjars Níelssonar fyrrverandi þingmanns er nú á miklu flugi á Facebook. „Jæja, nú er þessi rödd að þagna. Þó fyrr hefði verið segja kannski margir. Sá smá bros á milli ekkasoganna hjá vinum mínum í sósíalistaflokknum þegar ljóst var að ég var úti. Niðurstaðan var ekkert sérstök fyrr Sjálfstæðisflokkinn. Kannski má hann samt vel við una eftir að hafa verið í ríkisstjórn samfleytt í rúm átta ár.“ Svo hefst kveðjupistill Brynjars sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þegar hafa vel yfir þúsund manns sett upp þumal eða hjarta við færsluna og ástar og saknaðarkveðjur hrannast upp í athugasemdakerfinu. Þjóðin hafnaði Twitter-liðinu Brynjar notar vitaskuld tækifærið og sparkar í þá rassa sem honum þykir vert að sparka í. Að hætti hússins: „Merkilegast við þessi kosningaúrslit var að þeir stjórnarandstöðuflokkar, sem kalla sig frjálslynd umbótaöfl og tala gjarnan fyrir hönd þjóðarinnar, guldu afhroð. Við vitum núna að Tvitter liðið, sem er uppfullt af pólitískri rétthugsun og ímyndaðri góðmennsku, er ekki að tala fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Brynjar. Og hann dregur þá ályktun, út frá niðurstöðum kosninganna, að Íslendingar séu ekki að hugsa um nýja stjórnarskrá, „allra síst þessa frá stjórnlagaráði“ né vilji hún kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu eða gera alla að ríkisstarfsmönnum. Hún er að hugsa um sinn hag og velferð en ekki í sömu sýndarmennsku og téðir stjórnmálamenn. Brynjar óskar landsmönnum til hamingju með kosningarnar. Þokkalega ljúfur en það vita ekki allir Þá segist Brynjar ekki vita hvað taki við hjá sér sjálfum, og endurtók ummæli sem hann lét falla í viðtali við Vísi í morgun, en fréttastofan vakti hann með þeim tíðindum að hann væri dottinn út af þingi: Framtíð þjóðarinnar stendur ekki eða fellur með mér. Brynjar lýkur pistli sínum með því að þakka fyrir sig. „Ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég fékk til að starfa fyrir ykkur öll. Það gaf mér mikið. Auðvitað voru ekki allir ánægðir með mig frekar en aðra. En ég reyndi að vera heiðarlegur við ykkur, tjáði mínar skoðanir umbúðalaust og sagði öðrum til syndanna og tók við skömmum, eins og vera ber. Kannski full truntulegur á köflum. En ég er þokkalega ljúfur maður inn við beinið og þægilegur í samstarfi. Það vita það bara ekki allir.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
„Jæja, nú er þessi rödd að þagna. Þó fyrr hefði verið segja kannski margir. Sá smá bros á milli ekkasoganna hjá vinum mínum í sósíalistaflokknum þegar ljóst var að ég var úti. Niðurstaðan var ekkert sérstök fyrr Sjálfstæðisflokkinn. Kannski má hann samt vel við una eftir að hafa verið í ríkisstjórn samfleytt í rúm átta ár.“ Svo hefst kveðjupistill Brynjars sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þegar hafa vel yfir þúsund manns sett upp þumal eða hjarta við færsluna og ástar og saknaðarkveðjur hrannast upp í athugasemdakerfinu. Þjóðin hafnaði Twitter-liðinu Brynjar notar vitaskuld tækifærið og sparkar í þá rassa sem honum þykir vert að sparka í. Að hætti hússins: „Merkilegast við þessi kosningaúrslit var að þeir stjórnarandstöðuflokkar, sem kalla sig frjálslynd umbótaöfl og tala gjarnan fyrir hönd þjóðarinnar, guldu afhroð. Við vitum núna að Tvitter liðið, sem er uppfullt af pólitískri rétthugsun og ímyndaðri góðmennsku, er ekki að tala fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Brynjar. Og hann dregur þá ályktun, út frá niðurstöðum kosninganna, að Íslendingar séu ekki að hugsa um nýja stjórnarskrá, „allra síst þessa frá stjórnlagaráði“ né vilji hún kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu eða gera alla að ríkisstarfsmönnum. Hún er að hugsa um sinn hag og velferð en ekki í sömu sýndarmennsku og téðir stjórnmálamenn. Brynjar óskar landsmönnum til hamingju með kosningarnar. Þokkalega ljúfur en það vita ekki allir Þá segist Brynjar ekki vita hvað taki við hjá sér sjálfum, og endurtók ummæli sem hann lét falla í viðtali við Vísi í morgun, en fréttastofan vakti hann með þeim tíðindum að hann væri dottinn út af þingi: Framtíð þjóðarinnar stendur ekki eða fellur með mér. Brynjar lýkur pistli sínum með því að þakka fyrir sig. „Ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég fékk til að starfa fyrir ykkur öll. Það gaf mér mikið. Auðvitað voru ekki allir ánægðir með mig frekar en aðra. En ég reyndi að vera heiðarlegur við ykkur, tjáði mínar skoðanir umbúðalaust og sagði öðrum til syndanna og tók við skömmum, eins og vera ber. Kannski full truntulegur á köflum. En ég er þokkalega ljúfur maður inn við beinið og þægilegur í samstarfi. Það vita það bara ekki allir.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent