Skýrist á næstu dögum hvort stjórnarsamstarfið verði endurnýjað Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2021 19:19 Miklar líkur verða að teljast á því að formenn stjórnarflokkanna ákveði að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Þá mun taka einhverja daga eða vikur að semja nýjan stjórnarsáttmála og semja um skiptingu ráðuneyta. Vísir/Vilhelm Það kemur í ljós á næstu dögum hvort stjórnarflokkarnir endurnýja samstarf sitt eftir gott gengi í kosningunum í gær sem mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins skilaði stjórninni.Flokkur fólksins vann góðan sigur en aðrir stjórnarandstöðuflokkar ýmist töpuðu fylgi eða bættu litlu við sig. Ríkisstjórnin hélt velli og vel rúmlega það eftir kosningarnar í gær en endanleg úrslit lágu fyrir um klukkan níu í morgun. Fyrir kosningar höfðu stjórnarflokkarnir þrjátíu og þrjá þingmenn eftir að tveir þingmenn Vinstri grænna höfðu yfirgefið þingflokkinn á miðju kjörtímabili. Nú eru stjórnarflokkarnir sameiginlega með þrjátíu og sjö þingmenn, tveimur fleiri en þegar stjórnarsamstarfið hófst. Úrslitin urðu annars þessi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sextán þingmenn eins og eftir síðustu kosningar, Vinstri græn misstu þrjá og eru nú með átta. En það er Framsóknarflokkurinn sem kom sá og sigraði, bætti við sig fimm þingmönnum og er nú með þrettán þingmenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tryggt sig í sessi sem ótvíræðan leiðtoga framsóknarmanna eftir raunir flokksins á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er það ein af niðurstöðum kosninganna að Framsóknarflokkurinn er enn á ný orðinn leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Með sterka stöðu í öllum kjördæmdum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eftir að sigur flokksins var ljós í nótt. Þetta hafi verið draumur hans frá því hann tók við formennsku í flokknum árið 2016 en þetta eru bestu úrslit Framsóknarflokksins síðan 2013. Vinstri græn munu að öllum líkindum leggja mikla áherslu á að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra komi til endurnýjunar stjórnarsamstarfsins.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna telur ríkisstjórnina geta vel við unað. „Það er auðvitað sérstakt afrek að þessi ríkisstjórn sem ég hef leitt í fjögur ár heldur í kosningum. Fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin sem klárar kjörtímabil og heldur líka. En það er hins vegar alveg ljóst að það er mismunandi hvernig flokkarnir fara út úr þessu,“ sagði Katrín á kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki hist formlega í dag til að fara yfir stöðuna. Nýr þingflokkur Vinstri grænna kom hins vegar saman í dag til að ráða ráðum sínum og reiknað er með að Framsóknarmenn geri það á morgun. Annar sigurvegari kosninganna er Flokkur fólksins með sex þingmenn. Þingmönnum hans fjölgar um tvo frá síðustu kosningum. Sigurganga flokksins varð ljós strax í fyrstu tölum þegar Inga Sæland formaður flokksins mætti í sjónvarpssal hjá Stöð 2. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var að vonum ánægð með stöðu mála þegar hún mætti á kosningavöku Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um miðnætti.Vísir/Vilhelm Ég finn það á þér að þú ert svo spennt. Má ég finna höndina á þér, ertu köld? „Ég er sjóðandi heit. Alveg funheit, alltaf,“ sagði Inga sem ekki gat leynt gleði sinni. „Þá er ég komin í þá stöðu að ég get virkilega farið að beita mér. Virkilega farið að stíga fram og gera það sem ég hef verið að boða og Flokkur fólksins hefur staðið fyrir,“ sagði Inga. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar riðu ekki feitum hesti frá kosningunum. Samfylkingin tapaði einum og fékk sex, eins og Píratar sem einnig fengu sex þingmenn. Viðreisn bætti hins vegar við sig einum þingmanni og fékk fimm kjörna. Af flokkum sem þegar voru á þingi tapar Miðflokkurinn mestu. Hafði sjö þingmenn en fékk þrjá kjörna nú. Sósíalistaflokknum tókst síðan ekki að ná mönnum á þing þrátt fyrir ágætt gengi í skoðanakönnunum en flokkurinn fékk að lokum 4,1 prósenta fylgi. Staðan var rædd í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt velli og vel rúmlega það eftir kosningarnar í gær en endanleg úrslit lágu fyrir um klukkan níu í morgun. Fyrir kosningar höfðu stjórnarflokkarnir þrjátíu og þrjá þingmenn eftir að tveir þingmenn Vinstri grænna höfðu yfirgefið þingflokkinn á miðju kjörtímabili. Nú eru stjórnarflokkarnir sameiginlega með þrjátíu og sjö þingmenn, tveimur fleiri en þegar stjórnarsamstarfið hófst. Úrslitin urðu annars þessi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sextán þingmenn eins og eftir síðustu kosningar, Vinstri græn misstu þrjá og eru nú með átta. En það er Framsóknarflokkurinn sem kom sá og sigraði, bætti við sig fimm þingmönnum og er nú með þrettán þingmenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tryggt sig í sessi sem ótvíræðan leiðtoga framsóknarmanna eftir raunir flokksins á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er það ein af niðurstöðum kosninganna að Framsóknarflokkurinn er enn á ný orðinn leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Með sterka stöðu í öllum kjördæmdum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eftir að sigur flokksins var ljós í nótt. Þetta hafi verið draumur hans frá því hann tók við formennsku í flokknum árið 2016 en þetta eru bestu úrslit Framsóknarflokksins síðan 2013. Vinstri græn munu að öllum líkindum leggja mikla áherslu á að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra komi til endurnýjunar stjórnarsamstarfsins.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna telur ríkisstjórnina geta vel við unað. „Það er auðvitað sérstakt afrek að þessi ríkisstjórn sem ég hef leitt í fjögur ár heldur í kosningum. Fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin sem klárar kjörtímabil og heldur líka. En það er hins vegar alveg ljóst að það er mismunandi hvernig flokkarnir fara út úr þessu,“ sagði Katrín á kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki hist formlega í dag til að fara yfir stöðuna. Nýr þingflokkur Vinstri grænna kom hins vegar saman í dag til að ráða ráðum sínum og reiknað er með að Framsóknarmenn geri það á morgun. Annar sigurvegari kosninganna er Flokkur fólksins með sex þingmenn. Þingmönnum hans fjölgar um tvo frá síðustu kosningum. Sigurganga flokksins varð ljós strax í fyrstu tölum þegar Inga Sæland formaður flokksins mætti í sjónvarpssal hjá Stöð 2. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var að vonum ánægð með stöðu mála þegar hún mætti á kosningavöku Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um miðnætti.Vísir/Vilhelm Ég finn það á þér að þú ert svo spennt. Má ég finna höndina á þér, ertu köld? „Ég er sjóðandi heit. Alveg funheit, alltaf,“ sagði Inga sem ekki gat leynt gleði sinni. „Þá er ég komin í þá stöðu að ég get virkilega farið að beita mér. Virkilega farið að stíga fram og gera það sem ég hef verið að boða og Flokkur fólksins hefur staðið fyrir,“ sagði Inga. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar riðu ekki feitum hesti frá kosningunum. Samfylkingin tapaði einum og fékk sex, eins og Píratar sem einnig fengu sex þingmenn. Viðreisn bætti hins vegar við sig einum þingmanni og fékk fimm kjörna. Af flokkum sem þegar voru á þingi tapar Miðflokkurinn mestu. Hafði sjö þingmenn en fékk þrjá kjörna nú. Sósíalistaflokknum tókst síðan ekki að ná mönnum á þing þrátt fyrir ágætt gengi í skoðanakönnunum en flokkurinn fékk að lokum 4,1 prósenta fylgi. Staðan var rædd í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent