Segir lágstemmdan lokafögnuð faraldrinum að kenna Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 08:31 Valskonur fengu Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu, föstudagskvöldið 10. september. vísir/hulda margrét Stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að halda ekki hefðbundið lokahóf að afloknu keppnistímabili um helgina. Óánægja er með þá ákvörðun í röðum Íslandsmeistara félagsins í kvennaflokki. Framkvæmdastjóri Vals þvertekur fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna ófullnægjandi árangurs karlaliðsins. Kvennalið Vals varð Íslandsmeistari í haust og fékk bikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu; 5-0 sigur gegn Selfossi föstudagskvöldið 10. september. Eftir leik fögnuðu leikmenn og þjálfarar saman og fengu indverskan mat og fljótandi veigar í boði Vals á Hlíðarenda. Söngvarinn Jón Jónsson mætti á svæðið og skemmti hópnum. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, segir að þar hafi verið um að ræða lokahóf fyrir kvennalið félagsins. „Lokahóf“ karlaliðsins hafi svo verið á laugardaginn þegar þeir hittust í Fjósinu, félagsaðstöðu Valsmanna, og fóru út að borða ásamt mökum eftir að hafa endað í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Ákvörðunin sögð móðgun við bæði lið „Aðstæður eru bara þannig í þjóðfélaginu að við getum ekki farið að búa til veislu fyrir 250-300 manns, með stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum og öllum. Við töldum það óráðlegt,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi og vísaði til faraldursins. Ljóst er þó að í það minnsta hluti af leikmannahópi Íslandsmeistaraliðsins telur það ekki Val sæmandi að halda ekki hefðbundið lokahóf, og móðgun við bæði karla- og kvennaliðið, eins og einn viðmælanda Vísir úr kvennaliðinu orðaði það. Almenn óánægja er með málið í liðinu samkvæmt þeim leikmönnum sem Vísir ræddi við en enginn þeirra vildi tjá sig um það opinberlega. Leikmenn karlaliðsins sem Vísir ræddi við voru fálátir varðandi málið en gáfu lítið fyrir þá skýringu að Covid hefði eitthvað haft með fyrirkomulag lokahófs að gera. Valur hefur fengið gagnrýni á samfélagsmiðlum þar sem leiddar eru að því líkur að veglegra lokahóf hefði verið haldið ef karlaliðið hefði orðið Íslandsmeistari. Bara svo að þið vitið þá var ekki haldið lokahóf hjá Val í ár því að frammistaða karlaliðsins var undir væntingum. Kvennaliðið varð FOKKING ÍSLANDSMEISTARAR! Svona vanvirðing á ekki að eiga samastað í einu stærsta félagi landsins@Fotboltinet @VisirSport @mblsport @Valurfotbolti— Halla Margrét (@hallamargret1) September 26, 2021 „Nei, það er ekkert svoleiðis,“ sagði Sigurður aðspurður hvort árangur karlaliðsins hafi ráðið því að ekki var haldið stórt, sameiginlegt lokahóf eins og venjan var fyrir kórónuveirufaraldurinn. Valsmenn héldu ekki lokahóf frekar en aðrir í fyrra, vegna faraldursins, þó að leikmenn karlaliðsins hafi reyndar komið saman þrátt fyrir samkomutakmarkanir og fræg liðsmynd af þeim sem Íslandsmeisturum verið tekin. Annars er það áralöng hefð hjá félaginu að halda stórt, sameiginlegt lokahóf knattspyrnudeildar. Sigurður segir leikmenn ekki hafa kvartað við stjórn yfir fyrirkomulaginu í ár: „Það hefur ekkert slíkt komið til mín. Ég hef bara heyrt umræðuna. Við áttum okkur ekki alveg á því ef einhver er óánægður því þetta var mjög vel heppnað þetta föstudagskvöld þegar þær [leikmenn kvennaliðsins] hittust allar úti í Fjósi. Það var bara mjög vel heppnað lokahóf,“ sagði Sigurður. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Kvennalið Vals varð Íslandsmeistari í haust og fékk bikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu; 5-0 sigur gegn Selfossi föstudagskvöldið 10. september. Eftir leik fögnuðu leikmenn og þjálfarar saman og fengu indverskan mat og fljótandi veigar í boði Vals á Hlíðarenda. Söngvarinn Jón Jónsson mætti á svæðið og skemmti hópnum. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, segir að þar hafi verið um að ræða lokahóf fyrir kvennalið félagsins. „Lokahóf“ karlaliðsins hafi svo verið á laugardaginn þegar þeir hittust í Fjósinu, félagsaðstöðu Valsmanna, og fóru út að borða ásamt mökum eftir að hafa endað í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Ákvörðunin sögð móðgun við bæði lið „Aðstæður eru bara þannig í þjóðfélaginu að við getum ekki farið að búa til veislu fyrir 250-300 manns, með stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum og öllum. Við töldum það óráðlegt,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi og vísaði til faraldursins. Ljóst er þó að í það minnsta hluti af leikmannahópi Íslandsmeistaraliðsins telur það ekki Val sæmandi að halda ekki hefðbundið lokahóf, og móðgun við bæði karla- og kvennaliðið, eins og einn viðmælanda Vísir úr kvennaliðinu orðaði það. Almenn óánægja er með málið í liðinu samkvæmt þeim leikmönnum sem Vísir ræddi við en enginn þeirra vildi tjá sig um það opinberlega. Leikmenn karlaliðsins sem Vísir ræddi við voru fálátir varðandi málið en gáfu lítið fyrir þá skýringu að Covid hefði eitthvað haft með fyrirkomulag lokahófs að gera. Valur hefur fengið gagnrýni á samfélagsmiðlum þar sem leiddar eru að því líkur að veglegra lokahóf hefði verið haldið ef karlaliðið hefði orðið Íslandsmeistari. Bara svo að þið vitið þá var ekki haldið lokahóf hjá Val í ár því að frammistaða karlaliðsins var undir væntingum. Kvennaliðið varð FOKKING ÍSLANDSMEISTARAR! Svona vanvirðing á ekki að eiga samastað í einu stærsta félagi landsins@Fotboltinet @VisirSport @mblsport @Valurfotbolti— Halla Margrét (@hallamargret1) September 26, 2021 „Nei, það er ekkert svoleiðis,“ sagði Sigurður aðspurður hvort árangur karlaliðsins hafi ráðið því að ekki var haldið stórt, sameiginlegt lokahóf eins og venjan var fyrir kórónuveirufaraldurinn. Valsmenn héldu ekki lokahóf frekar en aðrir í fyrra, vegna faraldursins, þó að leikmenn karlaliðsins hafi reyndar komið saman þrátt fyrir samkomutakmarkanir og fræg liðsmynd af þeim sem Íslandsmeisturum verið tekin. Annars er það áralöng hefð hjá félaginu að halda stórt, sameiginlegt lokahóf knattspyrnudeildar. Sigurður segir leikmenn ekki hafa kvartað við stjórn yfir fyrirkomulaginu í ár: „Það hefur ekkert slíkt komið til mín. Ég hef bara heyrt umræðuna. Við áttum okkur ekki alveg á því ef einhver er óánægður því þetta var mjög vel heppnað þetta föstudagskvöld þegar þær [leikmenn kvennaliðsins] hittust allar úti í Fjósi. Það var bara mjög vel heppnað lokahóf,“ sagði Sigurður.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira