Óvissa um framtíð Hannesar og Valsmenn svara ekki Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 11:31 Hannes Þór Halldórsson átti gott tímabil með Val en liðið olli vonbrigðum. mynd/Hafliði Breiðfjörð Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson gæti verið á förum frá Val þrátt fyrir að eiga enn eftir eitt ár af samningi sínum við félagið. Fótbolti.net greindi frá því á sunnudag að hollenski markvörðurinn Guy Smit væri á förum til Vals eftir frábæra frammistöðu með Leikni á sinni fyrstu leiktíð í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Koma Smits á Hlíðarenda vekur upp spurningar um framtíð Hannesar sem í haust lagði landsliðshanskana á hilluna. Hann verður orðinn 38 ára gamall þegar næsta leiktíð hefst í Pepsi Max-deildinni. Hannes vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, sagði leikmannamál á könnu formannsins Barkar Edvardssonar en Börkur hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 12.45: Vísir náði tali af Berki eftir að greinin birtist en hann sagði aðeins að Hannes væri með samning til eins árs í viðbót hjá Val og vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Í stuttu samtali við Fótbolta.net svaraði Hannes, aðspurður hvort einhverjar viðræður væru í gangi: „Nei, það eru engar og næst ekki í neinn niðri á Hlíðarenda." Hannes þótti leika vel í sumar en lið Vals olli miklum vonbrigðum og endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar auk þess að falla úr leik gegn Lengjudeildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Smit er 25 ára gamall og hefur varið mark Leiknis síðustu tvö tímabil. Þeir Hannes voru á sama tíma hjá hollenska félaginu NEC Nijmegen tímabilið 2015-16. Kristinn rætt við önnur félög Kristinn Freyr Sigurðsson er á förum frá Val en hann hefur átt í viðræðum við Breiðablik og fleiri félög hafa sýnt honum áhuga. Hann er samningslaus en hans mál ættu að skýrast í vikunni. Kristinn, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur verið í burðarhlutverki hjá Val um langt árabil. Hann hefur leikið með Val frá árinu 2012, ef undan er skilin ein leiktíð með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni 2017. Kristinn, sem verður þrítugur á jóladag, var í byrjunarliði Vals í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar og kom við sögu í öllum leikjum nema einum. Hann skoraði eitt mark. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Fótbolti.net greindi frá því á sunnudag að hollenski markvörðurinn Guy Smit væri á förum til Vals eftir frábæra frammistöðu með Leikni á sinni fyrstu leiktíð í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Koma Smits á Hlíðarenda vekur upp spurningar um framtíð Hannesar sem í haust lagði landsliðshanskana á hilluna. Hann verður orðinn 38 ára gamall þegar næsta leiktíð hefst í Pepsi Max-deildinni. Hannes vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, sagði leikmannamál á könnu formannsins Barkar Edvardssonar en Börkur hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 12.45: Vísir náði tali af Berki eftir að greinin birtist en hann sagði aðeins að Hannes væri með samning til eins árs í viðbót hjá Val og vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Í stuttu samtali við Fótbolta.net svaraði Hannes, aðspurður hvort einhverjar viðræður væru í gangi: „Nei, það eru engar og næst ekki í neinn niðri á Hlíðarenda." Hannes þótti leika vel í sumar en lið Vals olli miklum vonbrigðum og endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar auk þess að falla úr leik gegn Lengjudeildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Smit er 25 ára gamall og hefur varið mark Leiknis síðustu tvö tímabil. Þeir Hannes voru á sama tíma hjá hollenska félaginu NEC Nijmegen tímabilið 2015-16. Kristinn rætt við önnur félög Kristinn Freyr Sigurðsson er á förum frá Val en hann hefur átt í viðræðum við Breiðablik og fleiri félög hafa sýnt honum áhuga. Hann er samningslaus en hans mál ættu að skýrast í vikunni. Kristinn, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur verið í burðarhlutverki hjá Val um langt árabil. Hann hefur leikið með Val frá árinu 2012, ef undan er skilin ein leiktíð með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni 2017. Kristinn, sem verður þrítugur á jóladag, var í byrjunarliði Vals í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar og kom við sögu í öllum leikjum nema einum. Hann skoraði eitt mark.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira