Að minnsta kosti 116 látnir í fangaóeirðum í Ekvador Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2021 08:34 Lögregla hefur náð tökum á fangelsinu á ný. AP/Angel DeJesus Að minnsta kosti 116 eru látnir eftir bardaga glæpagengja í Litoral-fangelsinu í borginni Guayaquil í Ekvador. Að minnsta kosti fimm fangar voru afhöfðaðir en aðrir skotnir. Talið er að gengin hafi tengsl við mexíkósk glæpasamtök. Litoral-fangelsið er sagt eitt það hættulegasta í landinu. Að sögn lögreglustjórans Fausto Buenano tók um 400 lögreglumenn til að koma aftur á friði en fangarnir höfðu einhvern veginn komist yfir bæði skotvopn og handsprengjur. Fjölmiðlar í borginni segja óeirðirnar hafa brotist út í kjölfar skipana frá mexíkóskum glæpasamtökum, sem hafa skotið rótum sínum í Ekvador og sýsla með fíkniefni. Að sögn fangelsismálastjóra landsins var ástandið skelfilegt og lík eru enn að finnast í fangelsisbyggingunni. Svo virðist sem gengjunum hafi lent saman þegar fangar í einnu álmu skriðu í gegnum göng til að komast í aðra álmu, þar sem þeir réðust á fjendur sína. Fleiri en 80 fangar særðust í átökunum en lögreglu tókst að bjarga sex kokkum sem höfðu orðið inniloka í álmunni þar sem bardaginn braust út. Forsetinn Guillermo Lasso hefur lýst yfir neyðarástandi í fangelsum landsins en í febrúar síðastliðnum létust 79 fangar í svipuðum átökum. Fangelsin eru sögð hýsa 30 prósent fleiri fanga en pláss er fyrir. Þau eru öðrum þræði sögð snúast um baráttu mexíkósku glæpasamtakanna Sinaloa og Jalisco New Generation um yfirráð flutnings fíkniefna um Ekvador. Ekvador Tengdar fréttir 24 dánir og 48 særðir í óeirðum í fangelsi í Ekvador Minnst 24 fangar eru látnir og minnst 48 særðir eftir miklar óeirðir í fangelsi í Ekvador í gær. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem óeirðir sem þessar eiga sér stað í landinu vegna baráttu glæpagengja í landinu. 29. september 2021 10:29 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Litoral-fangelsið er sagt eitt það hættulegasta í landinu. Að sögn lögreglustjórans Fausto Buenano tók um 400 lögreglumenn til að koma aftur á friði en fangarnir höfðu einhvern veginn komist yfir bæði skotvopn og handsprengjur. Fjölmiðlar í borginni segja óeirðirnar hafa brotist út í kjölfar skipana frá mexíkóskum glæpasamtökum, sem hafa skotið rótum sínum í Ekvador og sýsla með fíkniefni. Að sögn fangelsismálastjóra landsins var ástandið skelfilegt og lík eru enn að finnast í fangelsisbyggingunni. Svo virðist sem gengjunum hafi lent saman þegar fangar í einnu álmu skriðu í gegnum göng til að komast í aðra álmu, þar sem þeir réðust á fjendur sína. Fleiri en 80 fangar særðust í átökunum en lögreglu tókst að bjarga sex kokkum sem höfðu orðið inniloka í álmunni þar sem bardaginn braust út. Forsetinn Guillermo Lasso hefur lýst yfir neyðarástandi í fangelsum landsins en í febrúar síðastliðnum létust 79 fangar í svipuðum átökum. Fangelsin eru sögð hýsa 30 prósent fleiri fanga en pláss er fyrir. Þau eru öðrum þræði sögð snúast um baráttu mexíkósku glæpasamtakanna Sinaloa og Jalisco New Generation um yfirráð flutnings fíkniefna um Ekvador.
Ekvador Tengdar fréttir 24 dánir og 48 særðir í óeirðum í fangelsi í Ekvador Minnst 24 fangar eru látnir og minnst 48 særðir eftir miklar óeirðir í fangelsi í Ekvador í gær. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem óeirðir sem þessar eiga sér stað í landinu vegna baráttu glæpagengja í landinu. 29. september 2021 10:29 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
24 dánir og 48 særðir í óeirðum í fangelsi í Ekvador Minnst 24 fangar eru látnir og minnst 48 særðir eftir miklar óeirðir í fangelsi í Ekvador í gær. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem óeirðir sem þessar eiga sér stað í landinu vegna baráttu glæpagengja í landinu. 29. september 2021 10:29