Fresta þurfti tónleikunum vegna heimsfaraldursins en þeir áttu upprunalega að fara fram í ágúst á síðasta ári.
„Miðað við núverandi sóttvarnarreglur þá verður salnum skipt upp í þrjú svæði og skapar það engin vandamál því við vorum undir það búin alla tíman. Þetta þýðir að tónleikagestir þurfa ekki að fara í skyndipróf eða gera neinar aðrar sérstakar ráðstafanir. Og þar sem mjög auðvelt er að skipta Eldborg upp í þrjú svæði skapar það engin óþægindi fyrir tónleikagesti.“

Sena lofar að allt verði vel merkt og útskýrt á staðnum. Fyrstu tónleikarnir eru uppseldir og örfáir miðar eru eftir á hina þrjá. Tónleikunum verður einnig streymt um allan heim og er miðasala hafin á streymin.