Svona var Miss Universe Iceland 2021 valin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2021 12:41 Elísa Gróa Steinþórsdóttir vann Miss Universe Iceland keppnina í sinni fjórðu tilraun. Stöð 2 Vísir Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í gær krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar Stöð 2 Vísi. Elísa Gróa mun fara út fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppnina sem fram fer í Ísrael í ár. Í öðru sæti var Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún hlaut titilinn Miss Supranational Iceland og mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Hér fyrir neðan má horfa á myndbönd af stærstu atriðunum í keppninni sem fram fór í Gamla bíói. Áhugasamir geta líka horft á keppnina í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Keppnin byrjaði á dansatriði þar sem keppendur komu allar saman fram í bleikum kjólum. Þær stigu svo fram ein í einu og kynntu sig. Tuttugu stúlkur kepptust um Miss Universe Iceland titilinn í ár. Eva Ruza var kynnir keppninnar sjötta árið í röð og hún dansaði inn á sviðið í bleikum pallíettukjöl og með glimmermöppu í höndunum. „Vá, þið eruð strax eins og leir í höndunum á mér,“ byrjaði Eva á að segja við áhorfendur, sem hlógu að öllu sem hún sagði. Hópurinn kom svo fram á sundfötum. Stelpurnar skiptu svo yfir í síðkjólana sína. Á meðan þær skiptu um föt komu þær Elísabet Hulda Snorradóttir Miss Universe Iceland 2020 og Dísa Dungal Miss Supranational Iceland fram á svið og ræddu um sína upplifun af keppninni. Stelpurnar tuttugu náðu að ljóma á sviðinu í kvöld klæddar í fallega síðkjóla. Dómnefndina í ár skipuðu þær Laylah Loiczly, Elizabeth Safrit Bull, Kendra Champagne, Kirsten Regalado og Caroline Frolic Absalom. Eftir hlé var tilkynnt hvaða þrettán stúlkur komust áfram í næstu umferð. Tólf stúlkur komust áfram í næstu umhverð í keppninni út frá stigum frá dómnefnd og að auki komst ein áfram á netkosningunni, People’s Choice. Allar fengu þær að kynna sig aðeins á ensku fyrir dómnefndinni og það málefni sem þær standa fyrir. Ræddu þær málefni eins og einhverfu, heimilisofbeldi, alkahólisma, loftlagsmál og fleira. Í topp fimm hópinn komust þær Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Elin Stelludóttir, Hulda Vigdísardóttir og Elísa Gróa Steinþórsdóttir. Þær þurftu svo að svara spurningu uppi á sviði á ensku. Allir keppendur komu þá aftur á sviðið ásamt stjórnendum keppninnar, Jorge Esteban og Manúelu Ósk Harðardóttir. Miss Reebok fitness 2021 titilinn hlaut Miss Kirkjufell, Elva Björk Jónsdóttir. Miss Norom Iceland 2021 titilinn hlaut Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Miss LabelM 2021 titilinn hlaut einnig Íris Freyja. Miss Fitness sport 2021 titilinn hlaut Miss Eldey, Hulda Vigdísardóttir. Miss Max Factor 2021 titilinn hlaut Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Directors award, valin af Manúelu Ósk og Jorge, hlaut Miss Eastern Iceland, Alexandra Mujiatin Fikradóttir. Keppendur völdu svo sjálfar vinsælustu stúlkuna og var það Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Eftir þetta voru úrslitin tilkynnt. Myndband af krýningunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Í fimmta sæti í ár var Elin Stelludóttir Miss Breidholt. Í fjórða sæti var Elva Björk Jónsdóttir Miss Kirkjufell. Í þriðja sæti var Hulda Vigdísardóttir, Miss Eldey. Miss Supranational 2021 og í öðru sæti keppninnar er Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Miss Universe Iceland árið 2021 er Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Undir lok kvölds krýndi Elísabet Hulda Snorradóttir, Miss Universe Iceland á síðasta ári, arftaka sinn. Elísabet Hulda krýnir hér Elísu Gróu.Stöð 2 Vísir Elísa er reynslumikil í fegurðarsamkeppnum og hefur tekið þátt nokkrum sinnum síðustu ár. Elísa Gróa keppti fyrst í Ungfrú Ísland árið 2015 og þetta er í fjórða skipti sem hún keppir í Miss Universe Iceland. Elísa Gróa var í fyrsta sæti í ár og hlaut titilinn Miss Universe Iceland og kórónuna í þetta skiptið og mun keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Universe í Ísrael. Hér fyrir neðan má horfa á keppnina Miss Universe Iceland 2021 í heild sinni. Miss Universe Iceland Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Elísa Gróa mun fara út fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppnina sem fram fer í Ísrael í ár. Í öðru sæti var Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún hlaut titilinn Miss Supranational Iceland og mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Hér fyrir neðan má horfa á myndbönd af stærstu atriðunum í keppninni sem fram fór í Gamla bíói. Áhugasamir geta líka horft á keppnina í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Keppnin byrjaði á dansatriði þar sem keppendur komu allar saman fram í bleikum kjólum. Þær stigu svo fram ein í einu og kynntu sig. Tuttugu stúlkur kepptust um Miss Universe Iceland titilinn í ár. Eva Ruza var kynnir keppninnar sjötta árið í röð og hún dansaði inn á sviðið í bleikum pallíettukjöl og með glimmermöppu í höndunum. „Vá, þið eruð strax eins og leir í höndunum á mér,“ byrjaði Eva á að segja við áhorfendur, sem hlógu að öllu sem hún sagði. Hópurinn kom svo fram á sundfötum. Stelpurnar skiptu svo yfir í síðkjólana sína. Á meðan þær skiptu um föt komu þær Elísabet Hulda Snorradóttir Miss Universe Iceland 2020 og Dísa Dungal Miss Supranational Iceland fram á svið og ræddu um sína upplifun af keppninni. Stelpurnar tuttugu náðu að ljóma á sviðinu í kvöld klæddar í fallega síðkjóla. Dómnefndina í ár skipuðu þær Laylah Loiczly, Elizabeth Safrit Bull, Kendra Champagne, Kirsten Regalado og Caroline Frolic Absalom. Eftir hlé var tilkynnt hvaða þrettán stúlkur komust áfram í næstu umferð. Tólf stúlkur komust áfram í næstu umhverð í keppninni út frá stigum frá dómnefnd og að auki komst ein áfram á netkosningunni, People’s Choice. Allar fengu þær að kynna sig aðeins á ensku fyrir dómnefndinni og það málefni sem þær standa fyrir. Ræddu þær málefni eins og einhverfu, heimilisofbeldi, alkahólisma, loftlagsmál og fleira. Í topp fimm hópinn komust þær Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Elin Stelludóttir, Hulda Vigdísardóttir og Elísa Gróa Steinþórsdóttir. Þær þurftu svo að svara spurningu uppi á sviði á ensku. Allir keppendur komu þá aftur á sviðið ásamt stjórnendum keppninnar, Jorge Esteban og Manúelu Ósk Harðardóttir. Miss Reebok fitness 2021 titilinn hlaut Miss Kirkjufell, Elva Björk Jónsdóttir. Miss Norom Iceland 2021 titilinn hlaut Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Miss LabelM 2021 titilinn hlaut einnig Íris Freyja. Miss Fitness sport 2021 titilinn hlaut Miss Eldey, Hulda Vigdísardóttir. Miss Max Factor 2021 titilinn hlaut Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Directors award, valin af Manúelu Ósk og Jorge, hlaut Miss Eastern Iceland, Alexandra Mujiatin Fikradóttir. Keppendur völdu svo sjálfar vinsælustu stúlkuna og var það Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Eftir þetta voru úrslitin tilkynnt. Myndband af krýningunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Í fimmta sæti í ár var Elin Stelludóttir Miss Breidholt. Í fjórða sæti var Elva Björk Jónsdóttir Miss Kirkjufell. Í þriðja sæti var Hulda Vigdísardóttir, Miss Eldey. Miss Supranational 2021 og í öðru sæti keppninnar er Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Miss Universe Iceland árið 2021 er Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Undir lok kvölds krýndi Elísabet Hulda Snorradóttir, Miss Universe Iceland á síðasta ári, arftaka sinn. Elísabet Hulda krýnir hér Elísu Gróu.Stöð 2 Vísir Elísa er reynslumikil í fegurðarsamkeppnum og hefur tekið þátt nokkrum sinnum síðustu ár. Elísa Gróa keppti fyrst í Ungfrú Ísland árið 2015 og þetta er í fjórða skipti sem hún keppir í Miss Universe Iceland. Elísa Gróa var í fyrsta sæti í ár og hlaut titilinn Miss Universe Iceland og kórónuna í þetta skiptið og mun keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Universe í Ísrael. Hér fyrir neðan má horfa á keppnina Miss Universe Iceland 2021 í heild sinni.
Miss Universe Iceland Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira