Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2021 13:36 Aron Einar Gunnarsson lék síðast með landsliðinu í júní. Getty Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er ekki í hópnum þrátt fyrir að hafa náð sér að fullu eftir kórónuveirusmit og spilað síðustu leiki með Al Arabi. Arnar sagði ástæður þess koma í ljós síðar. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag.“ Fjarveran útskýrð síðar Spurður nánar hvort þjóðin ætti ekki skilið skýrari svör vegna fjarveru fyrirliðans sagði Arnar: „Þær munu að sjálfsögðu koma. Þegar ég tala um utanaðkomandi ástæður er það í samráði við Aron. Þetta er landsliðsfyrirliðinn okkar og við erum að vinna okkur saman í gegnum þessar utanaðkomandi ástæður. Þegar tíminn er tilbúinn munum við að sjálfsögðu útskýra það.“ Fráfarandi stjórn KSÍ kom í veg fyrir að Kolbeinn Sigþórsson yrði í síðasta landsliðshópi, eftir ásakanir um kynferðisbrot, en Arnar sagði stjórnina ekki hafa haft neitt að segja um valið núna. „Nei. Í síðasta glugga var Kolbeinn tekinn út úr hópnum af fráfarandi stjórn sem tók þá ákvörðun. Fyrir þennan glugga höfum við ekki fengið nein bönn. Þjálfarar þurfa að taka ákvörðun um hvað er best fyrir hópinn hverju sinni, og hvernig hópurinn getur fúnkerað best fyrir þessa leiki,“ sagði Arnar. Segir Rúnar lítið hafa spilað Aðspurður hvort Kolbeinn hefði verið valinn nú ef hann hefði ekki farið í aðgerð fyrr í mánuðinum sagði Arnar: „Kolbeinn er meiddur.“ En ef hann væri ekki meiddur, hefði hann verið valinn? „Ég er ekki að fara að svara því hér í dag.“ Arnar ítrekaði að allir hefðu gefið kost á sér í landsliðshópnum: „Aron gaf kost á sér. Það var mín ákvörðun að velja hann ekki. Hann er ekki hættur.“ Sömuleiðis hafi Rúnar Már Sigurjónsson komið til greina en ekki verið valinn: „Rúnar Már er ekki valinn, eins og margir aðrir. Rúnar hefur ekki spilað nánast neitt síðan í ágúst, til dæmis.“ HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Halldór: Dómur af himnum ofan Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er ekki í hópnum þrátt fyrir að hafa náð sér að fullu eftir kórónuveirusmit og spilað síðustu leiki með Al Arabi. Arnar sagði ástæður þess koma í ljós síðar. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag.“ Fjarveran útskýrð síðar Spurður nánar hvort þjóðin ætti ekki skilið skýrari svör vegna fjarveru fyrirliðans sagði Arnar: „Þær munu að sjálfsögðu koma. Þegar ég tala um utanaðkomandi ástæður er það í samráði við Aron. Þetta er landsliðsfyrirliðinn okkar og við erum að vinna okkur saman í gegnum þessar utanaðkomandi ástæður. Þegar tíminn er tilbúinn munum við að sjálfsögðu útskýra það.“ Fráfarandi stjórn KSÍ kom í veg fyrir að Kolbeinn Sigþórsson yrði í síðasta landsliðshópi, eftir ásakanir um kynferðisbrot, en Arnar sagði stjórnina ekki hafa haft neitt að segja um valið núna. „Nei. Í síðasta glugga var Kolbeinn tekinn út úr hópnum af fráfarandi stjórn sem tók þá ákvörðun. Fyrir þennan glugga höfum við ekki fengið nein bönn. Þjálfarar þurfa að taka ákvörðun um hvað er best fyrir hópinn hverju sinni, og hvernig hópurinn getur fúnkerað best fyrir þessa leiki,“ sagði Arnar. Segir Rúnar lítið hafa spilað Aðspurður hvort Kolbeinn hefði verið valinn nú ef hann hefði ekki farið í aðgerð fyrr í mánuðinum sagði Arnar: „Kolbeinn er meiddur.“ En ef hann væri ekki meiddur, hefði hann verið valinn? „Ég er ekki að fara að svara því hér í dag.“ Arnar ítrekaði að allir hefðu gefið kost á sér í landsliðshópnum: „Aron gaf kost á sér. Það var mín ákvörðun að velja hann ekki. Hann er ekki hættur.“ Sömuleiðis hafi Rúnar Már Sigurjónsson komið til greina en ekki verið valinn: „Rúnar Már er ekki valinn, eins og margir aðrir. Rúnar hefur ekki spilað nánast neitt síðan í ágúst, til dæmis.“
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Halldór: Dómur af himnum ofan Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn