Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 1. október 2021 11:08 Aron Einar Gunnarsson þvertekur fyrir að hafa gerst sekur um ofbeldi og segist vilja gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Vísir/Vilhelm „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. Ég er alltaf á varðbergi. Þennan dag var eitthvað tekið frá mér sem ég mun aldrei fá aftur en ég ætla að halda áfram að vinna í mér og skila skömminni, loksins! FOKKIÐ YKKUR!!“ Þannig hljóma lokaorð færslu sem kona birti á Instagram í maí og hefur farið víða. Í henni tjáir konan sig um nauðgun sem hún segist hafa orðið fyrir í útlöndum árið 2010. Meintir gerendur voru tveir en heimildir fréttastofu herma að annar þeirra sé Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði, sem sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir að hafa ekki verið valinn í karlalandsliðið í knattspyrnu fyrir næstu leiki. Málið á ný á borði lögreglu Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, staðfestir í samtali við Vísi að lögregla hafi á ný hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli frá 2010. Ekki fengust upplýsingar um það hvenær málið var kært eða hvort skýrslutökur hefðu farið fram í málinu. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir kynferðisbrotamál frá 2010 á ný komið á borð lögreglu.Vísir/ArnarH Þótt málið sé ellefu ára gamalt er það ekki fyrnt. Sök í kynferðisbrotamálum sem eiga við 194. grein almennra hegningarlaga fyrnist á fimmtán árum. Aron sagði í yfirlýsingu sinni í gær að lögregla hefði aldrei hafa haft samband við sig vegna málsins. Hann hefði ekki fengið tækifæri til að ræða formlega við KSÍ eða verið gefinn kostur á að standa á rétti sínum gagnvart ávirðingum. Honum sárni því fyrirvaralaus ákvörðun að vera settur út úr landsliðinu. „...skiptust á að nauðga mér þar sem ég lá í rúminu ber að neðan“ „Ég ligg andvaka,“ segir í upphafi færslunnar, „get ekki hætt að hugsa um alla sem hafa þurft að upplifa það sama og ég. Upplifa skömm, reiði, sorg, uppgjöf, vantrú á sínar eigin tilfinningar og upplifanir.“ Konan greinir síðan frá því hvernig hún var úti að skemmta sér og hafði fengið sér áfengi þegar hún heldur heim á hótel gerendanna í leigubíl. Hún segist gruna að eitthvað hafi verið sett í glasið hennar en bæði í leigubílnum og á hótelinu kastaði hún upp. Gerendurnir hafi hins vegar ekki látið það stoppa sig „og skiptust á að nauðga mér þar sem ég lá í rúminu ber að neðan með ælu í hárinu, andlitinu og fötunum“. Konan segir að þrátt fyrir að langur tími sé liðinn, líði ekki sá dagur sem atvikið komi ekki upp í huga hennar. „Þetta rændi mig svo mörgu. Sjálfstraustinu, gleðinni, tækifærum og upplifunum,“ segir hún. Fleiri en 2.000 manns hafa „like“-að færslu konunnar á Instagram. Á einverjum tímapunkti fékk konan sér lögfræðing og fór í skýrslutöku hjá lögreglu en alls staðar hafi hún fengið að heyra að málið væri erfitt; brotið hefði átt sér stað í öðru landi og gerendurnir tveir gegn henni. „Eftir margra ára bið ákvað ég svo að leggja málið niður, var ekki nógu sterk, gat ekki lagt meira á mig andlega. Þessir menn voru þekktir, annar þeirra er þjóðþekktur í dag. Mér var ítrekað bent á að ef ég myndi kæra myndi það hafa áhrif á þeirra feril, þetta færi í blöðin og það myndu allir vita af þessu.“ Konan segir það sitja fastast að hafa verið spurð að því hvort hún væri viss og hvort hún hefði ekki viljað þetta en séð svo eftir því. Enn þann dag í dag segist hún stundum hugsa að það trúi henni enginn. „Það er ógeðslega fokking erfitt að þurfa að segja #metoo og ég óska engum þess!“ Konan hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið að frátalinni opinni færslu hennar á Instagram. Pistill Hönnu Bjargar vakti athygli á málinu Vísir hefur greint frá því að umrætt atvik hafi átt sér stað eftir landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn í september 2010. Ekki liggur fyrir hvenær Knattspyrnusamband Íslands fékk fyrst veður af málinu en á þessum tíma var Geir Þorsteinsson formaður KSÍ. Guðni Bergsson, sem sagði af sér í ágúst síðastliðnum, tók ekki við af Geir fyrr en 2017. Leikmenn ganga inn á Parken í Kaupmannahöfn í september 2010, þar sem Danir lögðu Íslendinga 1-0 með marki í viðbótartíma.Getty / Lars Ronbog Leiða má líkur að því að færsla konunnar sé sú sama og vísað er til í margumræddum pistli Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, sem birtist á Vísi 13. ágúst síðastliðinn. Fyrirsögn pistilsins er „Um KSÍ og kvenfyrirlitningu“ og umfjöllunarefnið þögn og aðgerðaleysi KSÍ á sama tíma og frásagnir grassera af meintum heimilis- og kynferðisofbeldisbrotum liðsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur, skrifaði tvo harðorða pistla þar sem hún sendi KSÍ kaldar kveðjur fyrir hönd þolenda. Í pistlinum sagði Hanna meðal annars: „Fyrir nokkru steig ung kona fram og sagði frá hópnauðgun sem hún varð fyrir árið 2010. Lýsingin á ofbeldinu er hroðaleg og glæpurinn varðar við margra ára fangelsi. Það hafði þó ekki meiri áhrif á gerendurna (landsliðsmennina) en svo að þeir gerðu grín að nauðguninni daginn eftir. Forherðingin algjör. Í frásögninni kemur fram hvaða afleiðingar þessi unga kona hefur þurft að burðast með. Lýsingin er þyngri en tárum taki. Þolandanum var eindregið ráðlagt að kæra ekki, við ofurefli væri að etja. Fleiri frásagnir eru um landsliðsmenn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Þetta virðist ekki hafa haft nein áhrif á velgengni þessara manna. Þeim er hampað og njóta mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Þöggunin er alger, og KSÍ ber vitaskuld ábyrgð á henni.“ Kannaðist ekki við kynferðisbrotamál í Kastljósi Pistill Hönnu og fregnir af handtöku Gylfa Sigurðssonar vegna meintra kynferðisbrota ýttu umræðunni um hegðun íslenskra knattspyrnumanna, „strákana okkar“, fram í dagsljósið. Umræða sem hafði hingað til aðeins átt sér stað á samfélagsmiðlum varð allt í einu umfjöllunarefni fjölmiðla. Fjölmiðlar höfðu löngum fylgst með orðrómum og ásökunum en erfitt reyndist að fá nokkuð staðfest. Guðni Bergsson steig til hliðar sem formaður KSÍ eftir háværa kröfu þess efnis, meðal annars frá Hönnu Björgu og aktívistahópnum Öfgum.Vísir/Daníel Þór Það endurspeglaðist vel í Kastljósviðtali við Guðna Bergsson við hvað var að etja en í viðtalinu fullyrti Guðni að engin kynferðisbrotamál hefðu komið inn á borð KSÍ. Var Guðni harðlega gagnrýndur fyrir þau svör sín. Þá kom í ljós í kjölfarið að forsvarsmönnum sambandsins var einnig kunnugt um þær sögusagnir sem fóru manna á milli. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti til að mynda að sambandinu hefði borist ábending um ofangreint mál í júní síðastliðnum og skriflegt erindi í lok ágúst. Málið hefði endað inni á borði hjá Guðna, sem sagðist hins vegar ekki kannast við það að hafa fengið umrædd gögn. Sagði Guðni misræmið í sinni frásögn og frásögn Ómars snúast um „túlkunaratriði“. Ekki valinn í landsliðið Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari kynnti í gær landsliðshóp sinn fyrir næstu tvo leik í undankeppni HM gegn Armeníu og Liechtenstein. Þar vakti athygli að Aron var ekki í hópnum. DV fullyrti í frétt í aðdraganda fundarins að tekið hefði verið fyrir hendur landsliðsþjálfarans og honum meinað að velja Aron í hópinn. Blaðamannafundur KSÍ vegna fyrirhugaðra landsleikja. Vísir/Vilhelm „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag,“ sagði Arnar Þór á fundinum í gær. Enginn hefði bannað honum að velja nokkurn leikmann. „Fyrir þennan glugga höfum við ekki fengið nein bönn. Þjálfarar þurfa að taka ákvörðun um hvað er best fyrir hópinn hverju sinni, og hvernig hópurinn getur fúnkerað best fyrir þessa leiki,“ sagði Arnar. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnaði því sömuleiðis alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Segist vilja gefa skýrslu Aron Einar sagði í yfirlýsingunni til fjölmiðla í gær að honum sárnaði að vera settur út úr liðinu. Hann fordæmdi þá ákvörðun og sagðist telja að KSÍ hefði sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“. Þvertók hann fyrir að hafa beitt ofbeldi. Aron Einar á Laugardalsvelli í einum af 97 landsleikjum sínum.Vísir/Bára Dröfn Í yfirlýsingunni staðhæfði Aron að útilokunarmenning viðgengist innan KSÍ sem ætti ekki að líða. Hann hefði ekki fengið tækifæri til að ræða formlega um atburð sem ætti að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Þá sagðist Aron Einar ætla að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi MeToo Fótbolti Lögreglumál Tengdar fréttir Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Ég er alltaf á varðbergi. Þennan dag var eitthvað tekið frá mér sem ég mun aldrei fá aftur en ég ætla að halda áfram að vinna í mér og skila skömminni, loksins! FOKKIÐ YKKUR!!“ Þannig hljóma lokaorð færslu sem kona birti á Instagram í maí og hefur farið víða. Í henni tjáir konan sig um nauðgun sem hún segist hafa orðið fyrir í útlöndum árið 2010. Meintir gerendur voru tveir en heimildir fréttastofu herma að annar þeirra sé Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði, sem sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir að hafa ekki verið valinn í karlalandsliðið í knattspyrnu fyrir næstu leiki. Málið á ný á borði lögreglu Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, staðfestir í samtali við Vísi að lögregla hafi á ný hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli frá 2010. Ekki fengust upplýsingar um það hvenær málið var kært eða hvort skýrslutökur hefðu farið fram í málinu. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir kynferðisbrotamál frá 2010 á ný komið á borð lögreglu.Vísir/ArnarH Þótt málið sé ellefu ára gamalt er það ekki fyrnt. Sök í kynferðisbrotamálum sem eiga við 194. grein almennra hegningarlaga fyrnist á fimmtán árum. Aron sagði í yfirlýsingu sinni í gær að lögregla hefði aldrei hafa haft samband við sig vegna málsins. Hann hefði ekki fengið tækifæri til að ræða formlega við KSÍ eða verið gefinn kostur á að standa á rétti sínum gagnvart ávirðingum. Honum sárni því fyrirvaralaus ákvörðun að vera settur út úr landsliðinu. „...skiptust á að nauðga mér þar sem ég lá í rúminu ber að neðan“ „Ég ligg andvaka,“ segir í upphafi færslunnar, „get ekki hætt að hugsa um alla sem hafa þurft að upplifa það sama og ég. Upplifa skömm, reiði, sorg, uppgjöf, vantrú á sínar eigin tilfinningar og upplifanir.“ Konan greinir síðan frá því hvernig hún var úti að skemmta sér og hafði fengið sér áfengi þegar hún heldur heim á hótel gerendanna í leigubíl. Hún segist gruna að eitthvað hafi verið sett í glasið hennar en bæði í leigubílnum og á hótelinu kastaði hún upp. Gerendurnir hafi hins vegar ekki látið það stoppa sig „og skiptust á að nauðga mér þar sem ég lá í rúminu ber að neðan með ælu í hárinu, andlitinu og fötunum“. Konan segir að þrátt fyrir að langur tími sé liðinn, líði ekki sá dagur sem atvikið komi ekki upp í huga hennar. „Þetta rændi mig svo mörgu. Sjálfstraustinu, gleðinni, tækifærum og upplifunum,“ segir hún. Fleiri en 2.000 manns hafa „like“-að færslu konunnar á Instagram. Á einverjum tímapunkti fékk konan sér lögfræðing og fór í skýrslutöku hjá lögreglu en alls staðar hafi hún fengið að heyra að málið væri erfitt; brotið hefði átt sér stað í öðru landi og gerendurnir tveir gegn henni. „Eftir margra ára bið ákvað ég svo að leggja málið niður, var ekki nógu sterk, gat ekki lagt meira á mig andlega. Þessir menn voru þekktir, annar þeirra er þjóðþekktur í dag. Mér var ítrekað bent á að ef ég myndi kæra myndi það hafa áhrif á þeirra feril, þetta færi í blöðin og það myndu allir vita af þessu.“ Konan segir það sitja fastast að hafa verið spurð að því hvort hún væri viss og hvort hún hefði ekki viljað þetta en séð svo eftir því. Enn þann dag í dag segist hún stundum hugsa að það trúi henni enginn. „Það er ógeðslega fokking erfitt að þurfa að segja #metoo og ég óska engum þess!“ Konan hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið að frátalinni opinni færslu hennar á Instagram. Pistill Hönnu Bjargar vakti athygli á málinu Vísir hefur greint frá því að umrætt atvik hafi átt sér stað eftir landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn í september 2010. Ekki liggur fyrir hvenær Knattspyrnusamband Íslands fékk fyrst veður af málinu en á þessum tíma var Geir Þorsteinsson formaður KSÍ. Guðni Bergsson, sem sagði af sér í ágúst síðastliðnum, tók ekki við af Geir fyrr en 2017. Leikmenn ganga inn á Parken í Kaupmannahöfn í september 2010, þar sem Danir lögðu Íslendinga 1-0 með marki í viðbótartíma.Getty / Lars Ronbog Leiða má líkur að því að færsla konunnar sé sú sama og vísað er til í margumræddum pistli Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, sem birtist á Vísi 13. ágúst síðastliðinn. Fyrirsögn pistilsins er „Um KSÍ og kvenfyrirlitningu“ og umfjöllunarefnið þögn og aðgerðaleysi KSÍ á sama tíma og frásagnir grassera af meintum heimilis- og kynferðisofbeldisbrotum liðsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur, skrifaði tvo harðorða pistla þar sem hún sendi KSÍ kaldar kveðjur fyrir hönd þolenda. Í pistlinum sagði Hanna meðal annars: „Fyrir nokkru steig ung kona fram og sagði frá hópnauðgun sem hún varð fyrir árið 2010. Lýsingin á ofbeldinu er hroðaleg og glæpurinn varðar við margra ára fangelsi. Það hafði þó ekki meiri áhrif á gerendurna (landsliðsmennina) en svo að þeir gerðu grín að nauðguninni daginn eftir. Forherðingin algjör. Í frásögninni kemur fram hvaða afleiðingar þessi unga kona hefur þurft að burðast með. Lýsingin er þyngri en tárum taki. Þolandanum var eindregið ráðlagt að kæra ekki, við ofurefli væri að etja. Fleiri frásagnir eru um landsliðsmenn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Þetta virðist ekki hafa haft nein áhrif á velgengni þessara manna. Þeim er hampað og njóta mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Þöggunin er alger, og KSÍ ber vitaskuld ábyrgð á henni.“ Kannaðist ekki við kynferðisbrotamál í Kastljósi Pistill Hönnu og fregnir af handtöku Gylfa Sigurðssonar vegna meintra kynferðisbrota ýttu umræðunni um hegðun íslenskra knattspyrnumanna, „strákana okkar“, fram í dagsljósið. Umræða sem hafði hingað til aðeins átt sér stað á samfélagsmiðlum varð allt í einu umfjöllunarefni fjölmiðla. Fjölmiðlar höfðu löngum fylgst með orðrómum og ásökunum en erfitt reyndist að fá nokkuð staðfest. Guðni Bergsson steig til hliðar sem formaður KSÍ eftir háværa kröfu þess efnis, meðal annars frá Hönnu Björgu og aktívistahópnum Öfgum.Vísir/Daníel Þór Það endurspeglaðist vel í Kastljósviðtali við Guðna Bergsson við hvað var að etja en í viðtalinu fullyrti Guðni að engin kynferðisbrotamál hefðu komið inn á borð KSÍ. Var Guðni harðlega gagnrýndur fyrir þau svör sín. Þá kom í ljós í kjölfarið að forsvarsmönnum sambandsins var einnig kunnugt um þær sögusagnir sem fóru manna á milli. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti til að mynda að sambandinu hefði borist ábending um ofangreint mál í júní síðastliðnum og skriflegt erindi í lok ágúst. Málið hefði endað inni á borði hjá Guðna, sem sagðist hins vegar ekki kannast við það að hafa fengið umrædd gögn. Sagði Guðni misræmið í sinni frásögn og frásögn Ómars snúast um „túlkunaratriði“. Ekki valinn í landsliðið Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari kynnti í gær landsliðshóp sinn fyrir næstu tvo leik í undankeppni HM gegn Armeníu og Liechtenstein. Þar vakti athygli að Aron var ekki í hópnum. DV fullyrti í frétt í aðdraganda fundarins að tekið hefði verið fyrir hendur landsliðsþjálfarans og honum meinað að velja Aron í hópinn. Blaðamannafundur KSÍ vegna fyrirhugaðra landsleikja. Vísir/Vilhelm „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag,“ sagði Arnar Þór á fundinum í gær. Enginn hefði bannað honum að velja nokkurn leikmann. „Fyrir þennan glugga höfum við ekki fengið nein bönn. Þjálfarar þurfa að taka ákvörðun um hvað er best fyrir hópinn hverju sinni, og hvernig hópurinn getur fúnkerað best fyrir þessa leiki,“ sagði Arnar. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnaði því sömuleiðis alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Segist vilja gefa skýrslu Aron Einar sagði í yfirlýsingunni til fjölmiðla í gær að honum sárnaði að vera settur út úr liðinu. Hann fordæmdi þá ákvörðun og sagðist telja að KSÍ hefði sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“. Þvertók hann fyrir að hafa beitt ofbeldi. Aron Einar á Laugardalsvelli í einum af 97 landsleikjum sínum.Vísir/Bára Dröfn Í yfirlýsingunni staðhæfði Aron að útilokunarmenning viðgengist innan KSÍ sem ætti ekki að líða. Hann hefði ekki fengið tækifæri til að ræða formlega um atburð sem ætti að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Þá sagðist Aron Einar ætla að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi MeToo Fótbolti Lögreglumál Tengdar fréttir Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52