Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2021 13:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur skynsamlegast að stíga varfærin skref í afléttingum hér á landi. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, samkvæmt tölum af Covid.is, þar af voru sautján óbólusettir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að um helmingur nýgreindra séu á Norðurlandi en alls eru 82 þar í einangrun með virkt smit. Smitin eru að mestu bundin við skóla á Akureyri og þá fellur skólahald í Borgarhólsskóla á Húsavík niður í dag vegna smita. „Það er greinilegt að þetta er búið að hreiðra um sig í einhvern tíma, það hlýtur að vera, þetta hefur tekið einhvern tíma. [...] Þannig að þetta er svona bara hefðbundið en kannski meira af börnum núna en við höfum áður,“ segir Þórólfur. Greinilega verið að slaka á Þá skilaði Þórólfur minnisblaði um innanlandsaðgerðir í morgun en núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldamörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir til miðvikudags, 6. október. Þórólfur heldur þétt að sér spilunum um tillögur sínar. Hann segir miður að viðburðahaldarar virðist víða ekki framfylgja til að mynda grímuskyldu. „Við erum með ákveðnar reglur í gildi um grímunotkun og maður hefur séð það bara um helgina að menn eru farnir að slaka á og fara ekki alveg eftir reglum, viðburðahaldarar varðandi fjöldamörk og samgang milli hólfa og svo væntanlega grímunotkun og annað, þannig að mér þykir það bara miður ef menn gera það ekki. En ég held þetta sé eitt af því fáa sem við erum með eftir til að halda þessu í horfinu,“ segir Þórólfur. Hægt og varlega Á Norðurlöndum hefur víða verið slakað alveg á veiruaðgerðum. Þórólfur segist fylgjast vel með því hvernig gangi þar og bendir á að ekki virðist hafa orðið afturför hjá Dönum, hvar eru um þrjár vikur síðan takmörkunum var aflétt, eins og varð hér á landi þegar öllu var aflétt í sumar. Nú hafa smitin verið að haldast í þessu sama horfi, hljótum við ekki að vera að horfa til einhvers sambærilegs [hér] og í nágrannalöndum? „Ja, þetta virðist vera að þetta hafi ekki hagað sér nákvæmlega eins hjá okkur og hjá þeim. Það geta verið margar skýringar á því.“ Hann segist vona að fólk sé ekki búið að gleyma því að álagið hafi aukist mjög á Landspítalanum í þeirri bylgju. „Það er það sem málið snýst um að við förum mjög hægt og varlega í það að aflétta.“ Þannig að þetta er vísbending um það sem þú leggur til, að það verði farið hægt í sakirnar? „Ég hef sagt það undanfarið að ég telji að við þurfum að fara hægt í sakirnar og tel raunar sjálfur að við séum ekki með mjög íþyngjandi aðgerðir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þórólfur skilaði minnisblaði í morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands í morgun. Hann vill ekkert upplýsa um tillögur sínar en ítrekar það sem komið hefur fram í máli hans síðustu daga; að honum þyki skynsamlegt að fara hægt í afléttingar. 4. október 2021 11:19 25 greindust með veiruna í gær Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Af þeim sem greindust voru 22 með einkenni en þrír greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 4. október 2021 10:54 Auðvelda fólki að sannreyna skimunarvottorð með nýju appi Embætti landlæknis hefur gefið út smáforritið Skanni C-19 sem gerir viðburðahöldurum kleift að staðfesta hvort vottorð um neikvæða niðurstöðu Covid-skimunar sé gilt. 4. október 2021 10:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, samkvæmt tölum af Covid.is, þar af voru sautján óbólusettir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að um helmingur nýgreindra séu á Norðurlandi en alls eru 82 þar í einangrun með virkt smit. Smitin eru að mestu bundin við skóla á Akureyri og þá fellur skólahald í Borgarhólsskóla á Húsavík niður í dag vegna smita. „Það er greinilegt að þetta er búið að hreiðra um sig í einhvern tíma, það hlýtur að vera, þetta hefur tekið einhvern tíma. [...] Þannig að þetta er svona bara hefðbundið en kannski meira af börnum núna en við höfum áður,“ segir Þórólfur. Greinilega verið að slaka á Þá skilaði Þórólfur minnisblaði um innanlandsaðgerðir í morgun en núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldamörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir til miðvikudags, 6. október. Þórólfur heldur þétt að sér spilunum um tillögur sínar. Hann segir miður að viðburðahaldarar virðist víða ekki framfylgja til að mynda grímuskyldu. „Við erum með ákveðnar reglur í gildi um grímunotkun og maður hefur séð það bara um helgina að menn eru farnir að slaka á og fara ekki alveg eftir reglum, viðburðahaldarar varðandi fjöldamörk og samgang milli hólfa og svo væntanlega grímunotkun og annað, þannig að mér þykir það bara miður ef menn gera það ekki. En ég held þetta sé eitt af því fáa sem við erum með eftir til að halda þessu í horfinu,“ segir Þórólfur. Hægt og varlega Á Norðurlöndum hefur víða verið slakað alveg á veiruaðgerðum. Þórólfur segist fylgjast vel með því hvernig gangi þar og bendir á að ekki virðist hafa orðið afturför hjá Dönum, hvar eru um þrjár vikur síðan takmörkunum var aflétt, eins og varð hér á landi þegar öllu var aflétt í sumar. Nú hafa smitin verið að haldast í þessu sama horfi, hljótum við ekki að vera að horfa til einhvers sambærilegs [hér] og í nágrannalöndum? „Ja, þetta virðist vera að þetta hafi ekki hagað sér nákvæmlega eins hjá okkur og hjá þeim. Það geta verið margar skýringar á því.“ Hann segist vona að fólk sé ekki búið að gleyma því að álagið hafi aukist mjög á Landspítalanum í þeirri bylgju. „Það er það sem málið snýst um að við förum mjög hægt og varlega í það að aflétta.“ Þannig að þetta er vísbending um það sem þú leggur til, að það verði farið hægt í sakirnar? „Ég hef sagt það undanfarið að ég telji að við þurfum að fara hægt í sakirnar og tel raunar sjálfur að við séum ekki með mjög íþyngjandi aðgerðir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þórólfur skilaði minnisblaði í morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands í morgun. Hann vill ekkert upplýsa um tillögur sínar en ítrekar það sem komið hefur fram í máli hans síðustu daga; að honum þyki skynsamlegt að fara hægt í afléttingar. 4. október 2021 11:19 25 greindust með veiruna í gær Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Af þeim sem greindust voru 22 með einkenni en þrír greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 4. október 2021 10:54 Auðvelda fólki að sannreyna skimunarvottorð með nýju appi Embætti landlæknis hefur gefið út smáforritið Skanni C-19 sem gerir viðburðahöldurum kleift að staðfesta hvort vottorð um neikvæða niðurstöðu Covid-skimunar sé gilt. 4. október 2021 10:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Þórólfur skilaði minnisblaði í morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands í morgun. Hann vill ekkert upplýsa um tillögur sínar en ítrekar það sem komið hefur fram í máli hans síðustu daga; að honum þyki skynsamlegt að fara hægt í afléttingar. 4. október 2021 11:19
25 greindust með veiruna í gær Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Af þeim sem greindust voru 22 með einkenni en þrír greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 4. október 2021 10:54
Auðvelda fólki að sannreyna skimunarvottorð með nýju appi Embætti landlæknis hefur gefið út smáforritið Skanni C-19 sem gerir viðburðahöldurum kleift að staðfesta hvort vottorð um neikvæða niðurstöðu Covid-skimunar sé gilt. 4. október 2021 10:00