Útvarpsmaðurinn Guðni Már Henningsson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2021 13:29 Guðni Már Henningsson fluttist til spænsku eyjarinnar Tenerife árið 2018 eftir að hann hætti á RÚV. Anton Brink Guðni Már Henningsson útvarpsmaður er látinn, 69 ára að aldri. Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2 og samstarfsmaður Guðna Más til margra ára, greindi frá láti hans í Popplandi á Rás 2 í hádeginu. Ólafur Páll rifjaði upp Guðni Már hafi verið fyrsti samstarfsmaður Ólafs Páls í Popplandi á Rás 2, en Guðni Már hóf fyrst störf á Rás 2 árið 1994. „Við vorum miklir vinir og unnum lengi og vel saman hérna í Popplandi. Hann var lengi liðsmaður Popplands. Hann var líka á næturvaktinni og einn elskaðasti og dáðasti útvarpsmaður þjóðarinnar.“ Ólafur Páll sagði fáa útvarpsmenn hafa öðlast vinsældir eins og Guðni. „Hann var Reykvíkingur, hann var Víkingur, hélt mikið með Víkingi. Hann var búinn að búa á Spáni, á Tenerife, í nokkur ár eftir að hann hætti að vinna hjá okkur hérna á Rás 2. Hann var ótrúlega skemmtilegur, hann var óskaplegur músíkmaður. Það eru fáir sem ég þekki sem hlustuðu eins mikið á músík og hann eftir að hafa verið hérna í vinnunni í útvarpinu allan daginn þá fór hann heim og setti plötu á fóninn,“ sagði Ólafur Páll. Ólafur Páll segir Guðna Pál hafa haft sinn einstaka smekk á tónlist. Hann hafði áhrif á mig og minn smekk. Til marks um það hvernig hann var og bjargaði sér þegar hann hætti að vinna hér hjá okkur þá fór hann að mála myndir, selja þær og hafði ágætt upp úr því. […] Honum var margt til lista lagt. Hann skrifaði ljóð, í félagi við aðra bjó hann til músík. Hann skrifaði og gaf út bækur.“ „Hann var skemmtilegur og mér þótti mjög vænt um hann Guðna minn. Og ég segi bara góða ferð, kæri vinur,“ sagði Ólafur Páll í Popplandi í hádeginu. Andlát Fjölmiðlar Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Michael Madsen er látinn Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Ólafur Páll rifjaði upp Guðni Már hafi verið fyrsti samstarfsmaður Ólafs Páls í Popplandi á Rás 2, en Guðni Már hóf fyrst störf á Rás 2 árið 1994. „Við vorum miklir vinir og unnum lengi og vel saman hérna í Popplandi. Hann var lengi liðsmaður Popplands. Hann var líka á næturvaktinni og einn elskaðasti og dáðasti útvarpsmaður þjóðarinnar.“ Ólafur Páll sagði fáa útvarpsmenn hafa öðlast vinsældir eins og Guðni. „Hann var Reykvíkingur, hann var Víkingur, hélt mikið með Víkingi. Hann var búinn að búa á Spáni, á Tenerife, í nokkur ár eftir að hann hætti að vinna hjá okkur hérna á Rás 2. Hann var ótrúlega skemmtilegur, hann var óskaplegur músíkmaður. Það eru fáir sem ég þekki sem hlustuðu eins mikið á músík og hann eftir að hafa verið hérna í vinnunni í útvarpinu allan daginn þá fór hann heim og setti plötu á fóninn,“ sagði Ólafur Páll. Ólafur Páll segir Guðna Pál hafa haft sinn einstaka smekk á tónlist. Hann hafði áhrif á mig og minn smekk. Til marks um það hvernig hann var og bjargaði sér þegar hann hætti að vinna hér hjá okkur þá fór hann að mála myndir, selja þær og hafði ágætt upp úr því. […] Honum var margt til lista lagt. Hann skrifaði ljóð, í félagi við aðra bjó hann til músík. Hann skrifaði og gaf út bækur.“ „Hann var skemmtilegur og mér þótti mjög vænt um hann Guðna minn. Og ég segi bara góða ferð, kæri vinur,“ sagði Ólafur Páll í Popplandi í hádeginu.
Andlát Fjölmiðlar Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Michael Madsen er látinn Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“