Alvarlegt að gallar hjá Skipulagsstofnun hafi litað málið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. október 2021 20:31 Guðmundur Ingi Ásmundsson, formaður Landsnets. vísir/egill Talsverðir gallar eru á áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmd Suðurnesjalínu 2 að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landsnet telur mjög slæmt að gallað álit hafi haft áhrif á allan feril málsins. Nefndin birti úrskurði sína í fjórum kærumálum vegna framkvæmdarinnar í morgun. Leyfisveitingar Grindavíkur og Reykjanesbæjar voru ekki felldar úr gildi en því var beint til Hafnarfjarðar að bæta rökstuðning sinn fyrir leyfinu. Loks ógilti nefndin ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfi og þarf sveitarfélagið nú að taka málið aftur fyrir. Það hefur eitt viljað leggja jarðstreng en verður nú að endurskoða þá afstöðu sína. Nokkrir gallar á álitinu Í úrskurðum nefndarinnar kemur þá fram að álit Skipulagsstofnunar, sem sveitarfélögin tóku mið af í ákvörðunartöku sinni, sé gallað. „Auðvitað er það mjög slæmt þegar ágallar eru á opinberu áliti eins og í þessu tilviki. Og sérstaklega ef þetta álit hefur áhrif á áframhaldið í verkefninu eins og ég held að það hafi gert í þessu tilviki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Nefndin telur upp nokkra galla við mat Skipulagsstofnunar og telur hana meðal annars hafa farið út fyrir sitt verksmið með því að taka kostnað mismunandi leiða með í reikninginn. Þá horfi stofnunin um of til umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. „Þau benda líka á það að Landsnet hefur miklar skyldur og flutningskerfið gegnir mikilvægu öryggishlutverki, til dæmis í samfélaginu og stofnunin þurfi að horfa svona á heildarhagsmunina líka,“ segir Guðmundur Ingi. Landsnet hefur að sögn Guðmundar mjög ríkar skyldur til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjunum.vísir/egill Sagan endalausa Framkvæmdir á annarri tengingu til Suðurnesja hafa verið í bígerð síðan snemma á áratugnum og farið fram og aftur í kerfinu síðan. Eru menn ekki orðnir þreyttir á þessari hringavitleysu? „Ég get nú ekki sagt að ég sé orðinn þreyttur á þessu máli, þetta er vinnan mín,“ segir Guðmundur og glottir við. „En það er rétt sem þú segir að þetta mál á sér langan og flókinn aðdraganda og ýmis sjónarmið komið fram í gegn um tíðina. Ég vona bara að við förum að sjá fyrir endann á þessu og klára þetta svo að allir gangi svona sæmilega sáttir frá borði.“ Aðalvalkostur Landsnets er að leggja loftlínu eftir þessari leið.Vísir/Helgi Hreinn Suðurnesjalína 2 Orkumál Vogar Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Nefndin birti úrskurði sína í fjórum kærumálum vegna framkvæmdarinnar í morgun. Leyfisveitingar Grindavíkur og Reykjanesbæjar voru ekki felldar úr gildi en því var beint til Hafnarfjarðar að bæta rökstuðning sinn fyrir leyfinu. Loks ógilti nefndin ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfi og þarf sveitarfélagið nú að taka málið aftur fyrir. Það hefur eitt viljað leggja jarðstreng en verður nú að endurskoða þá afstöðu sína. Nokkrir gallar á álitinu Í úrskurðum nefndarinnar kemur þá fram að álit Skipulagsstofnunar, sem sveitarfélögin tóku mið af í ákvörðunartöku sinni, sé gallað. „Auðvitað er það mjög slæmt þegar ágallar eru á opinberu áliti eins og í þessu tilviki. Og sérstaklega ef þetta álit hefur áhrif á áframhaldið í verkefninu eins og ég held að það hafi gert í þessu tilviki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Nefndin telur upp nokkra galla við mat Skipulagsstofnunar og telur hana meðal annars hafa farið út fyrir sitt verksmið með því að taka kostnað mismunandi leiða með í reikninginn. Þá horfi stofnunin um of til umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. „Þau benda líka á það að Landsnet hefur miklar skyldur og flutningskerfið gegnir mikilvægu öryggishlutverki, til dæmis í samfélaginu og stofnunin þurfi að horfa svona á heildarhagsmunina líka,“ segir Guðmundur Ingi. Landsnet hefur að sögn Guðmundar mjög ríkar skyldur til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjunum.vísir/egill Sagan endalausa Framkvæmdir á annarri tengingu til Suðurnesja hafa verið í bígerð síðan snemma á áratugnum og farið fram og aftur í kerfinu síðan. Eru menn ekki orðnir þreyttir á þessari hringavitleysu? „Ég get nú ekki sagt að ég sé orðinn þreyttur á þessu máli, þetta er vinnan mín,“ segir Guðmundur og glottir við. „En það er rétt sem þú segir að þetta mál á sér langan og flókinn aðdraganda og ýmis sjónarmið komið fram í gegn um tíðina. Ég vona bara að við förum að sjá fyrir endann á þessu og klára þetta svo að allir gangi svona sæmilega sáttir frá borði.“ Aðalvalkostur Landsnets er að leggja loftlínu eftir þessari leið.Vísir/Helgi Hreinn
Suðurnesjalína 2 Orkumál Vogar Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11
Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16