Tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 07:25 Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í gærkvöld og í nótt. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og mikið um tilkynningar sem snerust að ölvunarlátum í miðbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Lögregla var kölluð til að American Bar á Austursetræti á níunda tímanum í gærkvöldi þar sem einn var handtekinn grunaður um líkamsárásar. Var viðkomandi handtekinn og vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Tilkynnt var um aðra líkamsárás á ellefta tímanum í gærkvöldi en engar frekari upplýsingar um það mál er að fá að svo stöddu. Þá var tilkynnt um tvenn hópslagsmál í miðbænum, annað á tólfta tímanum í gærkvöldi og hitt á öðrum tímanum í nótt en þá hafði hópurinn sundrast þegar lögregla kom á staðinn og enginn brotaþoli gaf sig á tal við lögreglu. Tilkynnt var svo um þriðju hópslagsmálin á þriðja tímanum í Hafnarfirði en sá hópur hafði einnig sundrast þegar lögregla kom á staðinn. Talsvert var um ölvunarlæti í nótt og voru tíu ökumenn til að mynda stöðvaðir af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis- og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um tvö rafskútuslys í nótt. Unglingar beindu lazer að ökumönnum Þá var tilkynnt um umferðarslys í miðbænum í gærkvöldi og var tjónvaldurinn handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Tilkynnt var um annað slys á öðrum tímanum í nótt og var sá einnig handtekinn og vistaður vegna gruns um ölvun. Einn var handtekinn eftir að tilkynnt var að hann væri í annarlegu ástandi og ógnandi í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá hrækti, lamdi og sparkaði í lögreglubifreiðina og var loks handtekinn og vistaður þar til ástand hans batnar. Þá var lögregla kölluð til í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna unglingahóps sem var að beina lazer að ökumönnum. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við unglingahópinn sem sagðist ekkert kannast við þennan verknað og var þá útskýrt fyrir krökkunum hve hættulegt þetta athæfi væri. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Lögregla var kölluð til að American Bar á Austursetræti á níunda tímanum í gærkvöldi þar sem einn var handtekinn grunaður um líkamsárásar. Var viðkomandi handtekinn og vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Tilkynnt var um aðra líkamsárás á ellefta tímanum í gærkvöldi en engar frekari upplýsingar um það mál er að fá að svo stöddu. Þá var tilkynnt um tvenn hópslagsmál í miðbænum, annað á tólfta tímanum í gærkvöldi og hitt á öðrum tímanum í nótt en þá hafði hópurinn sundrast þegar lögregla kom á staðinn og enginn brotaþoli gaf sig á tal við lögreglu. Tilkynnt var svo um þriðju hópslagsmálin á þriðja tímanum í Hafnarfirði en sá hópur hafði einnig sundrast þegar lögregla kom á staðinn. Talsvert var um ölvunarlæti í nótt og voru tíu ökumenn til að mynda stöðvaðir af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis- og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um tvö rafskútuslys í nótt. Unglingar beindu lazer að ökumönnum Þá var tilkynnt um umferðarslys í miðbænum í gærkvöldi og var tjónvaldurinn handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Tilkynnt var um annað slys á öðrum tímanum í nótt og var sá einnig handtekinn og vistaður vegna gruns um ölvun. Einn var handtekinn eftir að tilkynnt var að hann væri í annarlegu ástandi og ógnandi í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá hrækti, lamdi og sparkaði í lögreglubifreiðina og var loks handtekinn og vistaður þar til ástand hans batnar. Þá var lögregla kölluð til í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna unglingahóps sem var að beina lazer að ökumönnum. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við unglingahópinn sem sagðist ekkert kannast við þennan verknað og var þá útskýrt fyrir krökkunum hve hættulegt þetta athæfi væri.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira