„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 13:01 Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna. Vísir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. „Nú hafa sumir haldið því fram að það skipti engu máli hvað gerðist þarna í Norðvesturkjördæmi af því að flokkarnir haldi sínum hlutföllum en það er kolröng túlkun. Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing því manneskjur geta gert þetta eins og Birgir gerir í dag, sagt sig úr flokki og farið eitthvert annað,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Katrín lagði í gær fram kæru vegna Alþingiskosninganna til dómsmálaráðuneytisins. Hún segir kosningamálið í Norðvesturkjördæmi ekki bara formsatriði, það hafi haft mikil áhrif á niðurstöður kosninganna, þó að flokkarnir hafi haldið sínum hlutföllum. „Það að fimm manneskjur hafi dottið út og aðrar fimm manneskjur komið inn hefur afgerandi áhrif á úrslit kosninganna að mínu mati.“ Hún sé þeirrar skoðunar að kalla þurfi aftur til kosninga á landinu öllu til að leysa úr flækjunni sem hafi myndast. „Það er augljóslega ekki hægt að láta hvorki talningu eitt né talningu tvö í Norðvesturkjördæmi gilda því báðar eru gallaðar. Ef við færum í uppkosningu í því kjördæmi einu þá erum við með ákveðinn lýðræðishalla sem þýðir að kjósendur í því kjördæmi hafa betri upplýsingar um niðurstöðu kosninganna en allir hinir,“ segir Katrín. Hún segir bagalegt að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar þegar þessi staða er uppi. „Ég held að það sé óheppilegt að það séu stjórnarmyndunarviðræður í gangi og að fólkið sem sitji við það borð tjái sig eins og það sé ákveðið formsatriði að það sé skorið úr um það hvort kosningarnar séu lögmætar.“ „Það verður að huga miklu, miklu betur að þessu máli og alvarleika þess og ég held að annars endum við í þeirri stöðu að eftir tvö, þrjú ár verði komin niðurstaða Mannréttindadómstólsins um að Alþingi Íslendinga sitji í skjóli ólögmætra kosninga,“ sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Stjórnarskrá Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
„Nú hafa sumir haldið því fram að það skipti engu máli hvað gerðist þarna í Norðvesturkjördæmi af því að flokkarnir haldi sínum hlutföllum en það er kolröng túlkun. Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing því manneskjur geta gert þetta eins og Birgir gerir í dag, sagt sig úr flokki og farið eitthvert annað,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Katrín lagði í gær fram kæru vegna Alþingiskosninganna til dómsmálaráðuneytisins. Hún segir kosningamálið í Norðvesturkjördæmi ekki bara formsatriði, það hafi haft mikil áhrif á niðurstöður kosninganna, þó að flokkarnir hafi haldið sínum hlutföllum. „Það að fimm manneskjur hafi dottið út og aðrar fimm manneskjur komið inn hefur afgerandi áhrif á úrslit kosninganna að mínu mati.“ Hún sé þeirrar skoðunar að kalla þurfi aftur til kosninga á landinu öllu til að leysa úr flækjunni sem hafi myndast. „Það er augljóslega ekki hægt að láta hvorki talningu eitt né talningu tvö í Norðvesturkjördæmi gilda því báðar eru gallaðar. Ef við færum í uppkosningu í því kjördæmi einu þá erum við með ákveðinn lýðræðishalla sem þýðir að kjósendur í því kjördæmi hafa betri upplýsingar um niðurstöðu kosninganna en allir hinir,“ segir Katrín. Hún segir bagalegt að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar þegar þessi staða er uppi. „Ég held að það sé óheppilegt að það séu stjórnarmyndunarviðræður í gangi og að fólkið sem sitji við það borð tjái sig eins og það sé ákveðið formsatriði að það sé skorið úr um það hvort kosningarnar séu lögmætar.“ „Það verður að huga miklu, miklu betur að þessu máli og alvarleika þess og ég held að annars endum við í þeirri stöðu að eftir tvö, þrjú ár verði komin niðurstaða Mannréttindadómstólsins um að Alþingi Íslendinga sitji í skjóli ólögmætra kosninga,“ sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Stjórnarskrá Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11