Simeone: Ég spurði Suarez hvort Messi væri til í að koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 10:00 Leo Messi og Luis Suarez í leik Barcelona og Atletico Madrid á síðasta tímabili. Getty/Urbanandsport Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, hafði áhuga á því að fá Lionel Messi til liðsins þegar Argentínumaðurinn yfirgaf Barcelona í haust. Messi hefur sagt frá því sjálfur að mörg félög hafi forvitnast um hann. Simeone er Argentínumaður eins og Messi en hann fór þá ekki beint til landa síns. Ástæðan var að einn besti vinur Messi spilaði með liðinu hans. Diego Simeone reveals he got Luis Suarez to try and lure Lionel Messi to Atletico Madrid last summer https://t.co/juLuzzdODb— MailOnline Sport (@MailSport) October 13, 2021 Simeone hefur nú viðurkennt það opinberlega að hafa spurt leikmann sinn, Luis Suarez, hvort að það væri einhver möguleiki á því að fá Messi til Atletico Madrid. Messi ætlaði að semja aftur við Barcelona en fjárhagsvandræði Katalóníufélagsins komu í veg fyrir það og argentínski snillingurinn samdi á endanum við franska stórliðið Paris Saint Germain. „Þegar allt þetta gerðist hjá Barcelona, þá hringdum við í Luis,“ sagði Diego Simeone í viðtali við argentínska blaðið Diario Ole. „Ég hringdi ekki í Leo en ég hringdi í Luis til að kanna stöðuna á honum. Ég spurði hann út í hvernig Messi væri og hvort hann hefði áhuga. Er einhver smá möguleiki á því að hann gæti komið til Atletico Madrid,“ sagðist Simeone hafa spurt úrúgvæska framherjann sinn. Diego Simeone on when Lionel Messi left FC Barcelona: "I called Suarez to ask him if there would be the slightest chance of him coming to Atletico. But that lasted three hours. Paris Saint-Germain were clearly obsessed with bringing him in." This via Ole. pic.twitter.com/bSK11MrKeT— Roy Nemer (@RoyNemer) October 12, 2021 Suarez var besti vinur Messi hjá Barcelona en hann fór til Atletico Madrid fyrir rúmu ári síðan þegar Ronald Koeman, nýr þjálfari Börsunga, vildi ekkert með hann hafa. Suarez raðaði inn mörkum hjá Atletico og varð spænskur meistari á fyrsta ári. Simeone sagði síðan að vonirnar um að semja við Messi hafi dáið fljótlega eftir að það kom í ljós að viðræðurnar við PSG gengu svona vel. Simeone grínaðist með þetta: „Þetta var eins og þegar flugvél flýgur fyrir ofan þig og þú segir: Þarna fer hún,“ sagði Simeone léttur. „Ef þú myndir spyrja mig hvar Messi ætti að spila, þá væri svarið með liði sem vill vinna. Hann ætti að spila með liði sem veit hvernig það fer að því að vinna. Það skiptir engu máli hvar. Bara að það sé lið sem vill vinna og sé tilbúið í að vinna. Ekki hafa áhyggjur af honum. Hafið áhyggjur af liðinu,“ sagði Simeone. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira
Simeone er Argentínumaður eins og Messi en hann fór þá ekki beint til landa síns. Ástæðan var að einn besti vinur Messi spilaði með liðinu hans. Diego Simeone reveals he got Luis Suarez to try and lure Lionel Messi to Atletico Madrid last summer https://t.co/juLuzzdODb— MailOnline Sport (@MailSport) October 13, 2021 Simeone hefur nú viðurkennt það opinberlega að hafa spurt leikmann sinn, Luis Suarez, hvort að það væri einhver möguleiki á því að fá Messi til Atletico Madrid. Messi ætlaði að semja aftur við Barcelona en fjárhagsvandræði Katalóníufélagsins komu í veg fyrir það og argentínski snillingurinn samdi á endanum við franska stórliðið Paris Saint Germain. „Þegar allt þetta gerðist hjá Barcelona, þá hringdum við í Luis,“ sagði Diego Simeone í viðtali við argentínska blaðið Diario Ole. „Ég hringdi ekki í Leo en ég hringdi í Luis til að kanna stöðuna á honum. Ég spurði hann út í hvernig Messi væri og hvort hann hefði áhuga. Er einhver smá möguleiki á því að hann gæti komið til Atletico Madrid,“ sagðist Simeone hafa spurt úrúgvæska framherjann sinn. Diego Simeone on when Lionel Messi left FC Barcelona: "I called Suarez to ask him if there would be the slightest chance of him coming to Atletico. But that lasted three hours. Paris Saint-Germain were clearly obsessed with bringing him in." This via Ole. pic.twitter.com/bSK11MrKeT— Roy Nemer (@RoyNemer) October 12, 2021 Suarez var besti vinur Messi hjá Barcelona en hann fór til Atletico Madrid fyrir rúmu ári síðan þegar Ronald Koeman, nýr þjálfari Börsunga, vildi ekkert með hann hafa. Suarez raðaði inn mörkum hjá Atletico og varð spænskur meistari á fyrsta ári. Simeone sagði síðan að vonirnar um að semja við Messi hafi dáið fljótlega eftir að það kom í ljós að viðræðurnar við PSG gengu svona vel. Simeone grínaðist með þetta: „Þetta var eins og þegar flugvél flýgur fyrir ofan þig og þú segir: Þarna fer hún,“ sagði Simeone léttur. „Ef þú myndir spyrja mig hvar Messi ætti að spila, þá væri svarið með liði sem vill vinna. Hann ætti að spila með liði sem veit hvernig það fer að því að vinna. Það skiptir engu máli hvar. Bara að það sé lið sem vill vinna og sé tilbúið í að vinna. Ekki hafa áhyggjur af honum. Hafið áhyggjur af liðinu,“ sagði Simeone.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira