Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 12:11 Formenn ríkisstjórnarflokkana þriggja funda um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. „Mér finnst allavega að við þurfum ekki að rökstyðja hvers vegna við eigum að hafa frelsi á Íslandi. Við erum með sóttvarnalög til að takmarka þau ef það er og það þurfum við að rökstyðja, en ekki hið eðlilega, venjulega ástand,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun þar sem stjórnarmyndunarviðræður fara fram í dag. Hann segist styðja afléttingar sóttvarnatakmarkana, jafnvel allsherjar afléttingar. Ríkisstjórnin hafi verið að fylgjast með þróun takmarkana annars staðar á undanförnum vikum og í huga Sigurðar Inga sé alveg ljóst að við séum á mjög góðum stað hvað varðar faraldurinn. „Við höfum auðvitað verið að fylgjast með því sem verið er að gera annars staðar. Í mínum huga er engin spurning um að við erum á mjög góðum stað. Ef við horfum á það sem er að gerast í faraldirnum í sambærilegum löndum, þá er ég fyrst og fremst að horfa til Norðurlandanna, þá eru þau komin lengra en við og við eigum að fara þangað,“ segir Sigurður. Hann segir stjórnarmyndunarviðræður ganga ágætlega. Fyrst og fremst nýti þau tímann til að teikna upp þá mynd sem flokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn, ætli að fylgja næstu fjögur árin. „Sem er ólík þeirri sem var síðustu fjögur ár. Nýjar áskoranir eftir heimsfaraldur, takandi á þessari loftslagsvá og efla hér störf innanlands. Það eru nýjar áskoranir sem voru ekki endilega fyrir fjórum árum,“ segir Sigurður. Hann segir ríkisstjórnina á sömu línu þegar að loftslagsmálum kemur. „Já, ég held að ef þú hlustar á ræðu forsætisráðherra á Arctic Circle í gær þá var hún svar um þða hvernig við eigum að komast út úr þessum vanda.“ Fréttir um stofnun nýs innviðaráðuneytis, sem er talsvert viðameira en áður hefur verið, hafa borist undanfarið og segir Sigurður til skoðunar að stofna slíkt ráðuneyti. „Það er eitt af því sem við erum að skoða. Einmitt nokkrar breytingar á stjórnkerfinu til að undirstrika þessa nýju stöðu. Eitt af því er auðvitað að fjórða stoðin í atvinnulífinu okkar er þekkingargeirinn. Hann hefur vaxið gríðarlega mikið meðal annars vegna fjárfestingarátaks núverandi ríkisstjórnar í gegn um heimsfaraldurinn. Kannski þurfum við að endurspegla stjórnkerfið betur hvað það varðar.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51 Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08 Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
„Mér finnst allavega að við þurfum ekki að rökstyðja hvers vegna við eigum að hafa frelsi á Íslandi. Við erum með sóttvarnalög til að takmarka þau ef það er og það þurfum við að rökstyðja, en ekki hið eðlilega, venjulega ástand,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun þar sem stjórnarmyndunarviðræður fara fram í dag. Hann segist styðja afléttingar sóttvarnatakmarkana, jafnvel allsherjar afléttingar. Ríkisstjórnin hafi verið að fylgjast með þróun takmarkana annars staðar á undanförnum vikum og í huga Sigurðar Inga sé alveg ljóst að við séum á mjög góðum stað hvað varðar faraldurinn. „Við höfum auðvitað verið að fylgjast með því sem verið er að gera annars staðar. Í mínum huga er engin spurning um að við erum á mjög góðum stað. Ef við horfum á það sem er að gerast í faraldirnum í sambærilegum löndum, þá er ég fyrst og fremst að horfa til Norðurlandanna, þá eru þau komin lengra en við og við eigum að fara þangað,“ segir Sigurður. Hann segir stjórnarmyndunarviðræður ganga ágætlega. Fyrst og fremst nýti þau tímann til að teikna upp þá mynd sem flokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn, ætli að fylgja næstu fjögur árin. „Sem er ólík þeirri sem var síðustu fjögur ár. Nýjar áskoranir eftir heimsfaraldur, takandi á þessari loftslagsvá og efla hér störf innanlands. Það eru nýjar áskoranir sem voru ekki endilega fyrir fjórum árum,“ segir Sigurður. Hann segir ríkisstjórnina á sömu línu þegar að loftslagsmálum kemur. „Já, ég held að ef þú hlustar á ræðu forsætisráðherra á Arctic Circle í gær þá var hún svar um þða hvernig við eigum að komast út úr þessum vanda.“ Fréttir um stofnun nýs innviðaráðuneytis, sem er talsvert viðameira en áður hefur verið, hafa borist undanfarið og segir Sigurður til skoðunar að stofna slíkt ráðuneyti. „Það er eitt af því sem við erum að skoða. Einmitt nokkrar breytingar á stjórnkerfinu til að undirstrika þessa nýju stöðu. Eitt af því er auðvitað að fjórða stoðin í atvinnulífinu okkar er þekkingargeirinn. Hann hefur vaxið gríðarlega mikið meðal annars vegna fjárfestingarátaks núverandi ríkisstjórnar í gegn um heimsfaraldurinn. Kannski þurfum við að endurspegla stjórnkerfið betur hvað það varðar.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51 Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08 Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51
Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08
Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52