Solskjær segir að Rashford þurfi að setja fótboltann í fyrsta sæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. október 2021 23:30 Ole Gunnar Solskjær og Marcus Rashford í leik með Manchester United á dögunum. Oli Scarff - Pool/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að framherji liðsins, Marcus Rashford, þurfi að setja fótboltann í fyrsta sæti, þrátt fyrir frábæra vinnu utan vallar. Þrátt fyrir að Rashford sé aðeins 23 ára er hann að nálgast 300 leiki fyrir Manchester United, ásamt því að vera búinn að spila 46 leiki fyrir enska landsliðið. Solskjær segir að Rashford þurfi að setja fótboltann í fyrsta sæti ætli hann sér að mæta þessari tvöföldu áskorun að leika bæði fyrir félagsliðið og landsliðið. „Hann er að komast á þennan besta aldur fyrir fótboltamann og hans bíður áskorun hér hjá United, og hans bíður einnig áskorun hjá enska landsliðinu,“ sagði Solskjær. Hins vegar segir Solskjær að Rashford þurfi að einbeita sér að dagvinnunni sinni, en bætti þó við að honum finnist vinna hans utan vallar ekki hafa haft áhrif á frammistöðu hans innan vallar. „Marcus [Rashford] er búinn að gera algjörlega magnaða og frábæra hluti, en nú þarf hann kannski að setja fótboltann í fyrsta sæti.“ Rashford fór í aðgerð á öxl á dögunum og hefur því ekki leikið með Manchester United upp á síðkastið, en Solksjær gaf það út í vikunni að hann verður í leikmannahópnum þegar liðið mætir Leicester í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir ensku þjóðina þurfa að stíga upp: Gengur ekki upp að „einbeita sér bara að fótbolta“ þaðan sem ég kem Marcus Rashford hefur látið til sín taka utan vallar í Bretlandi. Hefur hann barist ötullega fyrir réttindum barna og er hvergi nærri hættur þó margur ætlist til þess að Rashford loki þverrifunni og einbeiti sér að boltaleik. 9. september 2021 15:01 Aðgerðin heppnast vel og Rashford ætti því að snúa aftur í október Enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford lét loksins verða af því að fara í aðgerð á öxl en leikmaðurinn hefur spilað sárþjáður undanfarna mánuði. Eftir að Evrópumótinu lauk á eins svekkjandi hátt og mögulegt er ákvað Rashford að fara undir hnífinn. 11. ágúst 2021 16:01 Rashford líklega á leið í aðgerð Enski framherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United á Englandi, hyggst fara í aðgerð vegna axlarmeiðsla sem hafa plagað hann um nokkurra mánaða skeið. Líklegt er að hann yrði frá þar til október fari hann undir hnífinn. 27. júlí 2021 20:31 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Þrátt fyrir að Rashford sé aðeins 23 ára er hann að nálgast 300 leiki fyrir Manchester United, ásamt því að vera búinn að spila 46 leiki fyrir enska landsliðið. Solskjær segir að Rashford þurfi að setja fótboltann í fyrsta sæti ætli hann sér að mæta þessari tvöföldu áskorun að leika bæði fyrir félagsliðið og landsliðið. „Hann er að komast á þennan besta aldur fyrir fótboltamann og hans bíður áskorun hér hjá United, og hans bíður einnig áskorun hjá enska landsliðinu,“ sagði Solskjær. Hins vegar segir Solskjær að Rashford þurfi að einbeita sér að dagvinnunni sinni, en bætti þó við að honum finnist vinna hans utan vallar ekki hafa haft áhrif á frammistöðu hans innan vallar. „Marcus [Rashford] er búinn að gera algjörlega magnaða og frábæra hluti, en nú þarf hann kannski að setja fótboltann í fyrsta sæti.“ Rashford fór í aðgerð á öxl á dögunum og hefur því ekki leikið með Manchester United upp á síðkastið, en Solksjær gaf það út í vikunni að hann verður í leikmannahópnum þegar liðið mætir Leicester í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir ensku þjóðina þurfa að stíga upp: Gengur ekki upp að „einbeita sér bara að fótbolta“ þaðan sem ég kem Marcus Rashford hefur látið til sín taka utan vallar í Bretlandi. Hefur hann barist ötullega fyrir réttindum barna og er hvergi nærri hættur þó margur ætlist til þess að Rashford loki þverrifunni og einbeiti sér að boltaleik. 9. september 2021 15:01 Aðgerðin heppnast vel og Rashford ætti því að snúa aftur í október Enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford lét loksins verða af því að fara í aðgerð á öxl en leikmaðurinn hefur spilað sárþjáður undanfarna mánuði. Eftir að Evrópumótinu lauk á eins svekkjandi hátt og mögulegt er ákvað Rashford að fara undir hnífinn. 11. ágúst 2021 16:01 Rashford líklega á leið í aðgerð Enski framherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United á Englandi, hyggst fara í aðgerð vegna axlarmeiðsla sem hafa plagað hann um nokkurra mánaða skeið. Líklegt er að hann yrði frá þar til október fari hann undir hnífinn. 27. júlí 2021 20:31 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Segir ensku þjóðina þurfa að stíga upp: Gengur ekki upp að „einbeita sér bara að fótbolta“ þaðan sem ég kem Marcus Rashford hefur látið til sín taka utan vallar í Bretlandi. Hefur hann barist ötullega fyrir réttindum barna og er hvergi nærri hættur þó margur ætlist til þess að Rashford loki þverrifunni og einbeiti sér að boltaleik. 9. september 2021 15:01
Aðgerðin heppnast vel og Rashford ætti því að snúa aftur í október Enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford lét loksins verða af því að fara í aðgerð á öxl en leikmaðurinn hefur spilað sárþjáður undanfarna mánuði. Eftir að Evrópumótinu lauk á eins svekkjandi hátt og mögulegt er ákvað Rashford að fara undir hnífinn. 11. ágúst 2021 16:01
Rashford líklega á leið í aðgerð Enski framherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United á Englandi, hyggst fara í aðgerð vegna axlarmeiðsla sem hafa plagað hann um nokkurra mánaða skeið. Líklegt er að hann yrði frá þar til október fari hann undir hnífinn. 27. júlí 2021 20:31