Fórnarlömbin í Kongsberg voru myrt með eggvopnum Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2021 15:10 Þrjár konu leggja blóm og kerti til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Kongsberg. Vísir/EPA Fimm manns sem létu lífið í árás vopnaðs manns í Kongsberg í Noregi í síðustu viku voru stungnir til bana en ekki skotnir með boga og örvum eins og talið var í fyrstu. Sumir þeirra voru myrtir heima hjá sér en aðrir úti á götu. Upphaflega var talið að árásarmaðurinn hefði myrt fólk með boga og örvum á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Hann skaut lögreglumann á frívakt með ör í verslun í miðborginni áður en hann komst undan. Lögregla telur að hann hafi framið öll morðin eftir fyrstu viðskipti hans við lögreglumenn. Nú segir lögreglan að öll fórnarlömbin, fjórar konur og einn karl, hafi verið myrt með tveimur eggvopnum. Yngsta fórnarlambið var 52 ára en það elsta 78 ára. Svo virðist sem að árásarmaðurinn, sem 37 ára gamall karlmaður af dönskum ættum sem er talinn eiga við geðræn vandamál að stríða, hafi losað sig við bogann eftir átökin við lögreglu í versluninni. Hann virðist þó hafa skotið örvum að vegfarendum á flóttanum. Per Thomas Omholt, rannsóknarlögreglumaður, útskýrði ekki hvers vegna það hefði tekið lögregluna sex daga að komast að því hvernig fólkið var myrt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Telja veikindin líklegri skýringu en öfgahyggju Omholt sagði að svo virtist sem að fórmarlömbin hafi árásarmaðurinn valið af handahófi. Hann vildi ekki gefa upp hvers konar eggvopn hann hefði notað. Fyrst eftir árásina var talið að um mögulega hefði verið um hryðjuverk að ræða. Árásarmaðurinn hefði snúist til íslamstrúar og hneigst að öfgahyggju. Nú telur lögreglan veikindi hans líklegri skýringu á gjörðum hans. Ekki liggur fyrir hvort að hann verði metinn sakhæfur. Hann er nú vistaður á heilbrigðisstofnun. Öryggisstofnun Noregs (PST) hafði fengið nokkrar ábendingar um árásarmannninn undanfarin ár. Æskuvinur hans lét lögregluna vita af myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum Youtube árið 2017. Ári síðar lét stofnunin heilbrigðisyfirvöld vita af því að hann kynni að vera alvarlega geðveikur, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Greint frá nöfnum þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg Lögreglan í Noregi hefur nú greint frá nöfnum fórnarlambanna fimm sem létust í árásinni í Kongsberg á miðvikudag. Fórnarlömbin voru á aldrinum 52-78 ára. 16. október 2021 13:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira
Upphaflega var talið að árásarmaðurinn hefði myrt fólk með boga og örvum á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Hann skaut lögreglumann á frívakt með ör í verslun í miðborginni áður en hann komst undan. Lögregla telur að hann hafi framið öll morðin eftir fyrstu viðskipti hans við lögreglumenn. Nú segir lögreglan að öll fórnarlömbin, fjórar konur og einn karl, hafi verið myrt með tveimur eggvopnum. Yngsta fórnarlambið var 52 ára en það elsta 78 ára. Svo virðist sem að árásarmaðurinn, sem 37 ára gamall karlmaður af dönskum ættum sem er talinn eiga við geðræn vandamál að stríða, hafi losað sig við bogann eftir átökin við lögreglu í versluninni. Hann virðist þó hafa skotið örvum að vegfarendum á flóttanum. Per Thomas Omholt, rannsóknarlögreglumaður, útskýrði ekki hvers vegna það hefði tekið lögregluna sex daga að komast að því hvernig fólkið var myrt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Telja veikindin líklegri skýringu en öfgahyggju Omholt sagði að svo virtist sem að fórmarlömbin hafi árásarmaðurinn valið af handahófi. Hann vildi ekki gefa upp hvers konar eggvopn hann hefði notað. Fyrst eftir árásina var talið að um mögulega hefði verið um hryðjuverk að ræða. Árásarmaðurinn hefði snúist til íslamstrúar og hneigst að öfgahyggju. Nú telur lögreglan veikindi hans líklegri skýringu á gjörðum hans. Ekki liggur fyrir hvort að hann verði metinn sakhæfur. Hann er nú vistaður á heilbrigðisstofnun. Öryggisstofnun Noregs (PST) hafði fengið nokkrar ábendingar um árásarmannninn undanfarin ár. Æskuvinur hans lét lögregluna vita af myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum Youtube árið 2017. Ári síðar lét stofnunin heilbrigðisyfirvöld vita af því að hann kynni að vera alvarlega geðveikur, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK.
Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Greint frá nöfnum þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg Lögreglan í Noregi hefur nú greint frá nöfnum fórnarlambanna fimm sem létust í árásinni í Kongsberg á miðvikudag. Fórnarlömbin voru á aldrinum 52-78 ára. 16. október 2021 13:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira
Greint frá nöfnum þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg Lögreglan í Noregi hefur nú greint frá nöfnum fórnarlambanna fimm sem létust í árásinni í Kongsberg á miðvikudag. Fórnarlömbin voru á aldrinum 52-78 ára. 16. október 2021 13:48
Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36