Íslenskar fornbókmenntir eru dásamleg og vanmetin listaverk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. október 2021 16:34 Sænski fornsagnafræðingurinn Lars Lönnroth er tvímælalaust einhver reyndasti og jafnframt virtasti fræðimaður á sviði íslenskra miðaldabókmennta sem er uppi í dag. Hann fagnar því að fræðin séu laus við þjóðernishyggjuna sem einkenndi þau á síðustu öld og segir bókmenntirnar dásamleg listaverk sem eigi erindi við heiminn allan, ekki bara Íslendinga. Lars, sem er 86 ára gamall, kom til Íslands í lok september til að taka við heiðursdoktorsgráðu við Háskóla Íslands. Fréttastofa settist niður með Lars við tilefnið til að fara yfir glæstan ferilinn, fræðasamfélagið og hið umdeilda handritamál en Lars sér eftir að hafa stutt ranga hlið þess á sínum tíma. Lars er prófessor emeritus við Gautaborgarháskóla, hefur starfað sem dósent við Berkeley-háskóla í Kaliforníu og sem prófessor við Álaborgarháskóla. Lars fagnar því að fræðin skuli loksins vera laus við þjóðernishyggjuna sem einkenndi þau á síðustu öld.vísir/vilhelm Var ungur og ýkti mögulega En hvað þýðir þessi nýja og íslenska nafnbót fyrir mann með slíka reynslu? „Hún er mér mikils virði. Vegna þess að ég vildi alltaf að það yrði litið á mig sem íslenskufræðing. Og þegar ég hóf rannsóknir mínar voru nokkuð margir mjög gagnrýnir á störf mín. Vegna þess að ég lagði áherslu á evrópsk áhrif á íslenskar fornbókmenntir,“ segir Lars og viðurkennir að hann hafi mögulega gengið aðeins of langt í þeim efnum á sínum tíma. „Ég var ungur maður og ýkti mögulega dálítið þá.“ Hann segist hafa verið nokkuð uppreisnargjarn á sínum yngri árum og að það hafi jafnvel bitnað á rannsóknum sínum. Persona non grata vegna handritamálsins En það var ekki bara ofuráhersla hans á evrópsk áhrif í íslenskum miðaldatextum, sem gerði Lars óvinsælan meðal fræðimanna á miðri síðustu öld. „Mér varð á að styðja rangan málstað í handritamálinu í byrjun sjöunda áratugarins,“ segir Lars. Hann hafði verið í Kaupmannahöfn og kynnst Jóni Helgasyni og hans störfum í kring um handritin sem hann heillaðist af. „Á þeim tíma taldi ég því eðlilegast að Kaupmannahöfn yrði miðstöð forníslenskra og norrænna fræða. Sú skoðun mín varð auðvitað til þess að ég varð persona non grata meðal ansi margra á Íslandi.“ Lars er ánægður með að íslenska fræðasamfélagið hafi tekið sig í sátt. Og hér situr hann við hlið Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, og Torfa H. Tuliniusar, prófessors í íslenskum miðaldafræðum.vísir/arnar Hann segist þó sannarlega hafa skipt um skoðun eftir öll þessi ár. „Það var auðvitað réttast að skila handritunum aftur til Íslands og núna er Reykjavík auðvitað miðpunktur norrænna fræða og hér hefur verið unnið gríðarlega gott starf. Á meðan hefur miðaldafræðum í Kaupmannahöfn hrakað ansi mikið upp á síðkastið.“ Hann segist því eðlilega sáttur með heiðursgráðuna: „Sem ég lít á sem merki um það að nú sé allt fallið í ljúfa löð og að sættir hafi nú náðst milli íslenskra fræðimanna og mín." Vill öll handritin til Íslands Við spyrjum Lars í kjölfarið út í nýja handritamálið en mennta- og menningarmálaráðherra hefur lýst því yfir að hún vilji fá þau norrænu miðaldahandrit sem enn eru á hinum Norðurlöndunum aftur til Íslands. Og Lars er sammála: „Ég held að það væri eðlilegast að öllum handritunum yrði skilað til Íslands. Af þeirri einföldu ástæðu að það er hér sem þessi mikla þekking býr og þið eigið svo marga sérfræðinga í forníslenskri og norrænni menningu. Ekki aðeins bókmenntafólk heldur einnig sagnfræðinga, þjóðsagnafræðinga og svo framvegis.“ Ekkert sambærilegt sé að finna í neinum hinna Norðurlandanna. Umbylti sýn fræðimanna Lars er álitinn frumkvöðull á sviði íslenskra fræða og átti stóran þátt í að umbylta sýn fræðimanna á íslenskar fornbókmenntir með hugmyndum sínum. „Ég held að ég sé sérstaklega stoltur af því sem ég skrifaði um samblöndun evrópskrar og íslenskrar miðaldamenningar,“ segir Lars. Við settumst niður með Lars á Hótel Óðinsvé þar sem hann dvaldist ásamt eiginkonu sinni við heimsóknina til landsins.vísir/vilhelm Fyrir það hafi flestir talið að á Íslandi væru tveir menningarheimar og lítið sem ekkert samspil þeirra á milli. „Ég reyndi að sýna fram á að það væri ekki rétt. Þú getur til dæmis séð á skrift ýmissa handrita að sumar Íslendingasagnanna höfðu verið ritaðar af sama einstaklingi og ritaði niður þýðingar á dýrlingasögum og riddarasögum." Synd að hið gamla sé látið víkja Við spyrjum Lars um hvernig hann horfi á íslensk fræði í dag, hvort þau standi sterk og hvernig hann sjái framtíðina fyrir sér. „Framtíðin er að vissu leyti björt vegna þess að það er ansi mikið um unga og bráðsnjalla fræðimenn að störfum í dag. Á hinn boginn er framtíðin óræð því að menn líta ekki lengur á norræn fræði sem eitthvað sem skiptir gríðarlegu máli,“ segir hann. Margir háskólar hafi fellt niður stöður prófessora á þessu sviði til að skapa rými fyrir nýjum námsgreinum á borð við kynjafræði og kynþáttafræði. „Og mikið af öðrum fræðigreinum sem eru mikilvægar og nýjar og eiga að sjálfsögðu að vera kenndar en það er mikil synd að það sem gerist þá er að fræðigreinar um hið gamla eru látnar víkja,“ segir Lars. „Ekki bara norræn fræði heldur líka latína og gríska og fleira í þeim dúr.“ Úrelt þjóðernishyggja Og hvað segirðu við fólk sem er þeirrar skoðunar að þessi gömlu fræði skipti engu máli lengur? „Tja, ég get bara sagt að ég er mjög ósammála þeim. Og að þetta séu mikilvægar greinar, meðal annars vegna bókmenntalegs gildis textanna. Ég myndi ekki vilja leggja eins mikla áherslu á þjóðernislegt gildi þeirra og var gert í gamla daga,“ segir hann. Eitt sinn ungur og uppreisnargjarn en hefur nú tekið sér annað og virðulegra hlutverk að eigin sögn, sem aldraður prófessor. Hann gat þó ekki gert upp við sig hvort hlutverkið eigi betur við sig.vísir/vilhelm „Þessi þjóðernissinnaða hugsun er úrelt og það er ekki það sem ætti að vera undirrót fræðanna heldur á það að vera bókmenntalegt- og menningarlegt gildi þeirra. Við getum lært svo mikið um siði og hugmyndir forfeðra okkar með því að rannsaka sögurnar,“ heldur Lars áfram. „En fyrst of fremst eru þessir textar bara svo dásamleg listaverk.“ Bændur þekktu sögurnar eins og handarbakið á sér Áhugi fólks á þessum fornu listaverkum virðist hafa dvínað síðustu áratugina. En Lars rifjar upp viðhorf Íslendinga til fornsagnanna þegar hann var ungur maður og heimsótti landið í fyrsta skipti fyrir einum 60 árum síðan. „Á þeim tíma voru þessar sögur enn þá mjög vinsælar, jafnvel á venjulegum sveitabæjum. Ég kom til bæja á Norðurlandi þar sem bóndinn átti alltaf allar Íslendingasögurnar í vinsælum útgáfum og ef ég spurðir hann hvort það væri einhver í grenndinni sem gæti vísað mér á þekkta staði úr sögunum myndi bóndinn segja: „Ja, ég held að ég sé nú bestur til þess fallinn hér á svæðinu.“ Það er því miður eitthvað sem myndi aldrei gerast í dag,“ segir Lars. Hann nefnir aftur þjóðernishyggjuna sem ríkti á þeim tíma og fagnar því að hún sé varla lengur til staðar meðal fræðimanna sem rannsaka bókmenntirnar. „Því hún var að mörgu leyti skaðleg og takmarkaði mjög alla túlkunarmöguleika á sögunum. Því að verk eins og Njáls saga og Laxdæla saga eru ekki bara bókmenntir fyrir Íslendinga heldur fyrir heiminn allan.“ Háskólar Handritasafn Árna Magnússonar Svíþjóð Bókmenntir Íslandsvinir Íslensk fræði Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Freistandi að skila Dönum ekki lánuðum handritum aftur Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar þegar tvö merkustu handrit Íslendinga sem varðveitt eru í Kaupmannahöfn komu til landsins í dag í fyrsta skipti frá því á sautjándu öld. 5. júlí 2018 19:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Lars, sem er 86 ára gamall, kom til Íslands í lok september til að taka við heiðursdoktorsgráðu við Háskóla Íslands. Fréttastofa settist niður með Lars við tilefnið til að fara yfir glæstan ferilinn, fræðasamfélagið og hið umdeilda handritamál en Lars sér eftir að hafa stutt ranga hlið þess á sínum tíma. Lars er prófessor emeritus við Gautaborgarháskóla, hefur starfað sem dósent við Berkeley-háskóla í Kaliforníu og sem prófessor við Álaborgarháskóla. Lars fagnar því að fræðin skuli loksins vera laus við þjóðernishyggjuna sem einkenndi þau á síðustu öld.vísir/vilhelm Var ungur og ýkti mögulega En hvað þýðir þessi nýja og íslenska nafnbót fyrir mann með slíka reynslu? „Hún er mér mikils virði. Vegna þess að ég vildi alltaf að það yrði litið á mig sem íslenskufræðing. Og þegar ég hóf rannsóknir mínar voru nokkuð margir mjög gagnrýnir á störf mín. Vegna þess að ég lagði áherslu á evrópsk áhrif á íslenskar fornbókmenntir,“ segir Lars og viðurkennir að hann hafi mögulega gengið aðeins of langt í þeim efnum á sínum tíma. „Ég var ungur maður og ýkti mögulega dálítið þá.“ Hann segist hafa verið nokkuð uppreisnargjarn á sínum yngri árum og að það hafi jafnvel bitnað á rannsóknum sínum. Persona non grata vegna handritamálsins En það var ekki bara ofuráhersla hans á evrópsk áhrif í íslenskum miðaldatextum, sem gerði Lars óvinsælan meðal fræðimanna á miðri síðustu öld. „Mér varð á að styðja rangan málstað í handritamálinu í byrjun sjöunda áratugarins,“ segir Lars. Hann hafði verið í Kaupmannahöfn og kynnst Jóni Helgasyni og hans störfum í kring um handritin sem hann heillaðist af. „Á þeim tíma taldi ég því eðlilegast að Kaupmannahöfn yrði miðstöð forníslenskra og norrænna fræða. Sú skoðun mín varð auðvitað til þess að ég varð persona non grata meðal ansi margra á Íslandi.“ Lars er ánægður með að íslenska fræðasamfélagið hafi tekið sig í sátt. Og hér situr hann við hlið Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, og Torfa H. Tuliniusar, prófessors í íslenskum miðaldafræðum.vísir/arnar Hann segist þó sannarlega hafa skipt um skoðun eftir öll þessi ár. „Það var auðvitað réttast að skila handritunum aftur til Íslands og núna er Reykjavík auðvitað miðpunktur norrænna fræða og hér hefur verið unnið gríðarlega gott starf. Á meðan hefur miðaldafræðum í Kaupmannahöfn hrakað ansi mikið upp á síðkastið.“ Hann segist því eðlilega sáttur með heiðursgráðuna: „Sem ég lít á sem merki um það að nú sé allt fallið í ljúfa löð og að sættir hafi nú náðst milli íslenskra fræðimanna og mín." Vill öll handritin til Íslands Við spyrjum Lars í kjölfarið út í nýja handritamálið en mennta- og menningarmálaráðherra hefur lýst því yfir að hún vilji fá þau norrænu miðaldahandrit sem enn eru á hinum Norðurlöndunum aftur til Íslands. Og Lars er sammála: „Ég held að það væri eðlilegast að öllum handritunum yrði skilað til Íslands. Af þeirri einföldu ástæðu að það er hér sem þessi mikla þekking býr og þið eigið svo marga sérfræðinga í forníslenskri og norrænni menningu. Ekki aðeins bókmenntafólk heldur einnig sagnfræðinga, þjóðsagnafræðinga og svo framvegis.“ Ekkert sambærilegt sé að finna í neinum hinna Norðurlandanna. Umbylti sýn fræðimanna Lars er álitinn frumkvöðull á sviði íslenskra fræða og átti stóran þátt í að umbylta sýn fræðimanna á íslenskar fornbókmenntir með hugmyndum sínum. „Ég held að ég sé sérstaklega stoltur af því sem ég skrifaði um samblöndun evrópskrar og íslenskrar miðaldamenningar,“ segir Lars. Við settumst niður með Lars á Hótel Óðinsvé þar sem hann dvaldist ásamt eiginkonu sinni við heimsóknina til landsins.vísir/vilhelm Fyrir það hafi flestir talið að á Íslandi væru tveir menningarheimar og lítið sem ekkert samspil þeirra á milli. „Ég reyndi að sýna fram á að það væri ekki rétt. Þú getur til dæmis séð á skrift ýmissa handrita að sumar Íslendingasagnanna höfðu verið ritaðar af sama einstaklingi og ritaði niður þýðingar á dýrlingasögum og riddarasögum." Synd að hið gamla sé látið víkja Við spyrjum Lars um hvernig hann horfi á íslensk fræði í dag, hvort þau standi sterk og hvernig hann sjái framtíðina fyrir sér. „Framtíðin er að vissu leyti björt vegna þess að það er ansi mikið um unga og bráðsnjalla fræðimenn að störfum í dag. Á hinn boginn er framtíðin óræð því að menn líta ekki lengur á norræn fræði sem eitthvað sem skiptir gríðarlegu máli,“ segir hann. Margir háskólar hafi fellt niður stöður prófessora á þessu sviði til að skapa rými fyrir nýjum námsgreinum á borð við kynjafræði og kynþáttafræði. „Og mikið af öðrum fræðigreinum sem eru mikilvægar og nýjar og eiga að sjálfsögðu að vera kenndar en það er mikil synd að það sem gerist þá er að fræðigreinar um hið gamla eru látnar víkja,“ segir Lars. „Ekki bara norræn fræði heldur líka latína og gríska og fleira í þeim dúr.“ Úrelt þjóðernishyggja Og hvað segirðu við fólk sem er þeirrar skoðunar að þessi gömlu fræði skipti engu máli lengur? „Tja, ég get bara sagt að ég er mjög ósammála þeim. Og að þetta séu mikilvægar greinar, meðal annars vegna bókmenntalegs gildis textanna. Ég myndi ekki vilja leggja eins mikla áherslu á þjóðernislegt gildi þeirra og var gert í gamla daga,“ segir hann. Eitt sinn ungur og uppreisnargjarn en hefur nú tekið sér annað og virðulegra hlutverk að eigin sögn, sem aldraður prófessor. Hann gat þó ekki gert upp við sig hvort hlutverkið eigi betur við sig.vísir/vilhelm „Þessi þjóðernissinnaða hugsun er úrelt og það er ekki það sem ætti að vera undirrót fræðanna heldur á það að vera bókmenntalegt- og menningarlegt gildi þeirra. Við getum lært svo mikið um siði og hugmyndir forfeðra okkar með því að rannsaka sögurnar,“ heldur Lars áfram. „En fyrst of fremst eru þessir textar bara svo dásamleg listaverk.“ Bændur þekktu sögurnar eins og handarbakið á sér Áhugi fólks á þessum fornu listaverkum virðist hafa dvínað síðustu áratugina. En Lars rifjar upp viðhorf Íslendinga til fornsagnanna þegar hann var ungur maður og heimsótti landið í fyrsta skipti fyrir einum 60 árum síðan. „Á þeim tíma voru þessar sögur enn þá mjög vinsælar, jafnvel á venjulegum sveitabæjum. Ég kom til bæja á Norðurlandi þar sem bóndinn átti alltaf allar Íslendingasögurnar í vinsælum útgáfum og ef ég spurðir hann hvort það væri einhver í grenndinni sem gæti vísað mér á þekkta staði úr sögunum myndi bóndinn segja: „Ja, ég held að ég sé nú bestur til þess fallinn hér á svæðinu.“ Það er því miður eitthvað sem myndi aldrei gerast í dag,“ segir Lars. Hann nefnir aftur þjóðernishyggjuna sem ríkti á þeim tíma og fagnar því að hún sé varla lengur til staðar meðal fræðimanna sem rannsaka bókmenntirnar. „Því hún var að mörgu leyti skaðleg og takmarkaði mjög alla túlkunarmöguleika á sögunum. Því að verk eins og Njáls saga og Laxdæla saga eru ekki bara bókmenntir fyrir Íslendinga heldur fyrir heiminn allan.“
Háskólar Handritasafn Árna Magnússonar Svíþjóð Bókmenntir Íslandsvinir Íslensk fræði Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Freistandi að skila Dönum ekki lánuðum handritum aftur Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar þegar tvö merkustu handrit Íslendinga sem varðveitt eru í Kaupmannahöfn komu til landsins í dag í fyrsta skipti frá því á sautjándu öld. 5. júlí 2018 19:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58
Freistandi að skila Dönum ekki lánuðum handritum aftur Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar þegar tvö merkustu handrit Íslendinga sem varðveitt eru í Kaupmannahöfn komu til landsins í dag í fyrsta skipti frá því á sautjándu öld. 5. júlí 2018 19:30