Var sjálf með fordóma varðandi breytingaskeiðið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2021 21:55 Halldóra Skúladóttir, markþjálfi, er á breytingaskeiðinu og fræðir aðrar konur um þetta tímabil í gegnum síðuna Kvennaráð. Stöð 2 „Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið. „Ég áttaði mig á mínum eigin fordómum. Ég var búin að hugsa breytingaskeiðið um eitthvað kerlinga-eitthvað,“ segir Halldóra. Hún heldur úti vefsíðunni Kvennaráð og Instagram-síðu með sama nafni og fræðir þar konur um ýmislegt tengt kvenheilsu og breytingaskeiðinu. Hún var gestur í sérstökum þætti af Kviknar sem kom úr í dag, sá þriðji í umfjöllun Andreu Eyland og Hönnu Lilju Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum um breytingaskeiðið. „Við erum svo viðkvæmar á þessum tímapunkti að ef við erum ekki pirraðar að skella hurðum, þá förum við að gráta ef einhver hóstar,“ segir Halldóra meðal annars í viðtalinu. „Það er svo erfitt að fara og standa með sjálfri sér þegar þú ert jafnvel á síðustu dropunum þínum, þú ert farin að halda að þú sért að tapa þér, sért að missa það, sért crazy, en þú innst inni finnur að þetta eru hormónarnir. Svo ertu að fara að standa fyrir framan lærðan fagaðila sem segir þér eitthvað annað. Þú berð ekki í borðið.“ Halldóra er því oft að hjálpa konum að undirbúa sig fyrir læknisheimsókn til að ræða breytingaskeiðið, því ekki allir læknar eru jafn sérfróðir í breytingaskeiðinu, réttu lyfjunum, greiningum og þar fram eftir götum. „Ég hef alveg heyrt frá konum sem hafa farið til síns heimilislæknis og fengið fyrst alls konar önnur lyf. Fengið svefnlyf, fengið geðlyf, fengið mígrenilyf. Farið síðan aftur þegar við erum búnar að tala saman þá vísar læknirinn í burtu og veit ekkert um breytingaskeiðið.“ Hún segir auðvitað jákvætt að konur séu sendar áfram til kvensjúkdómalæknis, en það þurfi þá að gera fyrr. „Þá eru þær kannski búnar að fá alls konar lyfjakokteila sem að hafa ekki verið að gagnast þeim.“ Konur séu oft að fá ranga greiningu og ranga meðferð, því þurfi að fræða alla vel um breytingaskeiðið. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en fyrri umfjallanir þeirra um breytingaskeiðið má finna HÉR og HÉR á Vísi. View this post on Instagram A post shared by Kvennaráð - Halldóra Skúla (@kvennarad.is) Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Ég áttaði mig á mínum eigin fordómum. Ég var búin að hugsa breytingaskeiðið um eitthvað kerlinga-eitthvað,“ segir Halldóra. Hún heldur úti vefsíðunni Kvennaráð og Instagram-síðu með sama nafni og fræðir þar konur um ýmislegt tengt kvenheilsu og breytingaskeiðinu. Hún var gestur í sérstökum þætti af Kviknar sem kom úr í dag, sá þriðji í umfjöllun Andreu Eyland og Hönnu Lilju Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum um breytingaskeiðið. „Við erum svo viðkvæmar á þessum tímapunkti að ef við erum ekki pirraðar að skella hurðum, þá förum við að gráta ef einhver hóstar,“ segir Halldóra meðal annars í viðtalinu. „Það er svo erfitt að fara og standa með sjálfri sér þegar þú ert jafnvel á síðustu dropunum þínum, þú ert farin að halda að þú sért að tapa þér, sért að missa það, sért crazy, en þú innst inni finnur að þetta eru hormónarnir. Svo ertu að fara að standa fyrir framan lærðan fagaðila sem segir þér eitthvað annað. Þú berð ekki í borðið.“ Halldóra er því oft að hjálpa konum að undirbúa sig fyrir læknisheimsókn til að ræða breytingaskeiðið, því ekki allir læknar eru jafn sérfróðir í breytingaskeiðinu, réttu lyfjunum, greiningum og þar fram eftir götum. „Ég hef alveg heyrt frá konum sem hafa farið til síns heimilislæknis og fengið fyrst alls konar önnur lyf. Fengið svefnlyf, fengið geðlyf, fengið mígrenilyf. Farið síðan aftur þegar við erum búnar að tala saman þá vísar læknirinn í burtu og veit ekkert um breytingaskeiðið.“ Hún segir auðvitað jákvætt að konur séu sendar áfram til kvensjúkdómalæknis, en það þurfi þá að gera fyrr. „Þá eru þær kannski búnar að fá alls konar lyfjakokteila sem að hafa ekki verið að gagnast þeim.“ Konur séu oft að fá ranga greiningu og ranga meðferð, því þurfi að fræða alla vel um breytingaskeiðið. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en fyrri umfjallanir þeirra um breytingaskeiðið má finna HÉR og HÉR á Vísi. View this post on Instagram A post shared by Kvennaráð - Halldóra Skúla (@kvennarad.is)
Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00
Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01