Þorsteinn: Við viljum fara á HM og því ætlum við að vinna í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 12:01 Íslensku stelpurna fagna hér marki á móti Írlandi á Laugardalsvellinum í sumar. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar í kvöld gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni HM þegar Tékkar mæta á Laugardalsvöllinn. Þetta er leikur sem má ekki tapast og verður helst að vinnast ætli stelpurnar okkar að komast á HM í fyrsta skiptið. Þorsteinn Halldórsson stýrir íslenska liðinu þarna í annað skiptið í keppnisleik en fyrsti leikurinn tapaðist á móti Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hann segir ástandið á liðinu gott og nú snúist þetta mikið um hugrekki. „Þetta hefur bara gengið vel og rúllað ágætlega. Ég held að þetta hafi verið góður undirbúningur og að við komust í góðan leik á morgun (í kvöld),“ sagði Þorsteinn Halldórsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. „Það eru allar stelpurnar í fínu standi og allar klárar í þetta. Ég hef ekkert að óttast varðandi hópinn eða liðið sem er að fara að spila,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið tapaði 2-0 á móti Hollandi og þarf væntanlega að spila betur í leiknum í kvöld. „Auðvitað er maður alltaf að leita að hinum fullkomna fótboltaleik og það er alveg sama hvernig gengur því maður leitar alltaf að einhverju hlutum sem hægt er að laga. Maður fer líka yfir það sem vel er gert. Það verður að vera jafnvægi og að fara í gegnum báða þætti, hvort sem það var vel gert eða hvort að það þurfi að laga eitthvað,“ sagði Þorsteinn en verður liðið ekki að vinna í kvöld? Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson fyrir Tékkaleik „Ef við setjum þetta í samhengi þá viljum við fara á HM og þá ætlum við að vinna á morgun (í kvöld). Það er okkar markmið og það verður alltaf þannig að við ætlum að vinna leiki sem við förum í. Svo þurfum við bara að taka því sem kemur út úr þessu. Í grunninn þá erum við að undirbúa okkur það vel og spila það vel að við munum vinna,“ sagði Þorsteinn. „Við ætlum að mæta til leiks í góðri stemmningu, spila þétt og agað og með hugrekki og krafti. Við þurfum að þora að vera við sjálf inn á vellinum og þora að vera betra liðið á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Tékkneska liðið er þegar búið að taka stig af Evrópumeisturum Hollands í riðlinum. „Miðað við leikinn á móti Hollandi þá voru þær mjög þéttar til baka. Þær spiluðu agaðan og skipulagðan varnarleik og beittu skyndisóknum. Þær gerðu það vel. Þær skoruðu eitt mark og annað mark var dæmt af þeim sem var vafasamt,“ sagði Þorsteinn „Þær sýndu að þær eru lið sem eru tilbúið að þurfa verjast mikið en í öðrum leikjum hafa þær líka verið tilbúnar að vera með boltann og sækja á mörgum mönnum líka. Við þurfum að vera undirbúin fyrir alla þessa þætti og tilbúnar að bregðast við sem kemur upp inn á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson stýrir íslenska liðinu þarna í annað skiptið í keppnisleik en fyrsti leikurinn tapaðist á móti Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hann segir ástandið á liðinu gott og nú snúist þetta mikið um hugrekki. „Þetta hefur bara gengið vel og rúllað ágætlega. Ég held að þetta hafi verið góður undirbúningur og að við komust í góðan leik á morgun (í kvöld),“ sagði Þorsteinn Halldórsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. „Það eru allar stelpurnar í fínu standi og allar klárar í þetta. Ég hef ekkert að óttast varðandi hópinn eða liðið sem er að fara að spila,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið tapaði 2-0 á móti Hollandi og þarf væntanlega að spila betur í leiknum í kvöld. „Auðvitað er maður alltaf að leita að hinum fullkomna fótboltaleik og það er alveg sama hvernig gengur því maður leitar alltaf að einhverju hlutum sem hægt er að laga. Maður fer líka yfir það sem vel er gert. Það verður að vera jafnvægi og að fara í gegnum báða þætti, hvort sem það var vel gert eða hvort að það þurfi að laga eitthvað,“ sagði Þorsteinn en verður liðið ekki að vinna í kvöld? Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson fyrir Tékkaleik „Ef við setjum þetta í samhengi þá viljum við fara á HM og þá ætlum við að vinna á morgun (í kvöld). Það er okkar markmið og það verður alltaf þannig að við ætlum að vinna leiki sem við förum í. Svo þurfum við bara að taka því sem kemur út úr þessu. Í grunninn þá erum við að undirbúa okkur það vel og spila það vel að við munum vinna,“ sagði Þorsteinn. „Við ætlum að mæta til leiks í góðri stemmningu, spila þétt og agað og með hugrekki og krafti. Við þurfum að þora að vera við sjálf inn á vellinum og þora að vera betra liðið á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Tékkneska liðið er þegar búið að taka stig af Evrópumeisturum Hollands í riðlinum. „Miðað við leikinn á móti Hollandi þá voru þær mjög þéttar til baka. Þær spiluðu agaðan og skipulagðan varnarleik og beittu skyndisóknum. Þær gerðu það vel. Þær skoruðu eitt mark og annað mark var dæmt af þeim sem var vafasamt,“ sagði Þorsteinn „Þær sýndu að þær eru lið sem eru tilbúið að þurfa verjast mikið en í öðrum leikjum hafa þær líka verið tilbúnar að vera með boltann og sækja á mörgum mönnum líka. Við þurfum að vera undirbúin fyrir alla þessa þætti og tilbúnar að bregðast við sem kemur upp inn á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira