Sjötíu send heim vegna smits í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2021 09:00 UMFÍ hefur starfrækt ungmennabúðir frá árinu 2005 og eru þær fyrir nemendur í níunda bekk grunnskóla um allt land. Aðsend/UMFÍ Senda þurfti sjötíu nemendur í níunda bekk grunnskóla heim úr Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni í gær eftir að nemandi í búðunum greindist með Covid-19. Í tilkynningu frá UMFÍ segir að nemendurnir hafi komið í búðirnar á mánudag og hefðu að öllu óbreyttu farið heim um hádegisbil í dag. Skólastjórnendur og foreldrar nemendanna hafi verið upplýstir um málið. Haft er eftir Sigurði Guðmundssyni, forstöðumanni Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni, að þeim þyki alveg ótrúlega leiðinlegt að smit hafi komið upp í búðunum. „Það var búið að vera svo gaman hjá nemendunum í vikunni og þeim liðið alveg frábærlega vel á Laugarvatni. Engum er um að kenna að svona fór. Við erum búin undir aðstæður eins og þessar og vitum að þær geta áfram komið upp í samfélaginu,‟ er haft eftir Sigurði. Sigurður Guðmundsson er forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni.UMFÍ Leiðinlegt fyrir smitað nemandann Hann segir að samstundis hafi verið gripið til varúðarráðstafana og málið unnið í nánu samráði við almannavarnir og yfirvöld. „Þegar niðurstaða úr COVID-prófum lá fyrir í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að senda alla nemendur heim. Unnið er að ítarlegri sótthreinsun húsnæðis ungmennabúðanna. Allt starfsfólk þeirra þarf í kjölfarið að fara í smitgát og PCR-próf.“ Þá segir hann að fyrst og fremst sé þetta afar leiðinlegt fyrir smitaða nemandann. „Ég vona að hann finni ekki mikið fyrir áhrifum smitsins. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að gæta að sóttvörnum okkar og hreinlæti eins og við gerum alltaf,“ segir Sigurður. UMFÍ hefur starfrækt ungmennabúðir frá árinu 2005 og eru þær fyrir nemendur í níunda bekk grunnskóla um allt land. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláskógabyggð Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Í tilkynningu frá UMFÍ segir að nemendurnir hafi komið í búðirnar á mánudag og hefðu að öllu óbreyttu farið heim um hádegisbil í dag. Skólastjórnendur og foreldrar nemendanna hafi verið upplýstir um málið. Haft er eftir Sigurði Guðmundssyni, forstöðumanni Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni, að þeim þyki alveg ótrúlega leiðinlegt að smit hafi komið upp í búðunum. „Það var búið að vera svo gaman hjá nemendunum í vikunni og þeim liðið alveg frábærlega vel á Laugarvatni. Engum er um að kenna að svona fór. Við erum búin undir aðstæður eins og þessar og vitum að þær geta áfram komið upp í samfélaginu,‟ er haft eftir Sigurði. Sigurður Guðmundsson er forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni.UMFÍ Leiðinlegt fyrir smitað nemandann Hann segir að samstundis hafi verið gripið til varúðarráðstafana og málið unnið í nánu samráði við almannavarnir og yfirvöld. „Þegar niðurstaða úr COVID-prófum lá fyrir í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að senda alla nemendur heim. Unnið er að ítarlegri sótthreinsun húsnæðis ungmennabúðanna. Allt starfsfólk þeirra þarf í kjölfarið að fara í smitgát og PCR-próf.“ Þá segir hann að fyrst og fremst sé þetta afar leiðinlegt fyrir smitaða nemandann. „Ég vona að hann finni ekki mikið fyrir áhrifum smitsins. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að gæta að sóttvörnum okkar og hreinlæti eins og við gerum alltaf,“ segir Sigurður. UMFÍ hefur starfrækt ungmennabúðir frá árinu 2005 og eru þær fyrir nemendur í níunda bekk grunnskóla um allt land.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláskógabyggð Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira