Myndasyrpa: Barnsgrátur og brunasár á flugslysaæfingu í Keflavík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. október 2021 17:32 Fyrsta flugslysæfingin var haldin á Íslandi í fimm ár. Þar var öllu tjaldað til, kveikt í ýmsu braki, sem átti að vera úr flugvél og 150 leikurum, sem léku slaða flugfarþega, komið fyrir víða á stóru svæði við Keflavíkurflugvöll. Á fimmta hundrað manns tóku þátt í æfingunni í dag. Þar af um 150 leikarar en hinir voru björgunaraðilar; lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og heilbrigðisstarfsfólk. Fréttastofa fékk að fylgjast með æfingunni í dag með myndavélina á lofti: Slökkviliðsmenn mættu fyrstir á vettvang til að slökkva í brennandi brakinu.Vísir/óttarKveikt var í bílhræjum víða á svæðinu, sem áttu að líkja eftir braki úr flugvél sem hafði hrapað.Vísir/óttarHelstu aðgerðirnar í dag fóru fram við rör þar sem fólk átti að vera fast inni.vísir/óttarFljótlega var fjöldi viðbragðsaðila mættur til að bjarga fólki út úr brennandi rörinu.vísir/óttarBjörguaraðgerðir gengu velvísir/óttarFagaðilar og sjálfboðaliðar koma saman til að bjarga fólki.vísir/óttarNokkuð stór hópur fékk að fylgjast með æfingunni í dag og var leiddur um vettvanginn af vöskum mönnum.vísir/óttarDómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með í dag.Vísir/óttarRáðherrann tekur mynd af leiknu fórnarlambi flugslyssins. Vísir/óttarLeikmunum hafði verið komið fyrir víða um svæðið, til dæmis þessum ónýtu flugsætum.vísir/óttarBrúður sem voru inni í braki.vísir/óttarVel farðaður leikari, sem á að vera með mjög alvarlegt brunasár á bakinu.vísir/óttarHonum var hjálpað á fætur áður en ákveðið var að leggja hann aftur niður og bíða eftir sjúkrabörum.Vísir/óttarFarþegatöskur lágu víða um svæðið. Vísir/óttarEldur logaði víða við Keflavík í dag.vísir Erfitt að vinna við þessar aðstæður Það var hálfóhuggulegt að standa í miðjunni á björgunaraðgerðunum, sérstaklega þar sem fólk þóttist vera fast inni í brennandi röri en þaðan mátti heyra barnsgrátur og öskur. Er ekki erfitt fyrir björgunarfólk að vinna í slíkum aðstæðum? „Jú, auðvitað. Það er vissulega erfitt. Og það er auðvitað tilgangurinn með þessu, það reynir svolítið á mannskapinn," segir Otti Rafn Sigmarsson, meðlimur í björgunarsveitinni Þorbirni. Otti Rafn Sigmarsson, í björgunarsveitinni Þorbirni.Foto: Flugslys æfing/adelina Allt gekk vel Og æfingin gekk vel fyrir sig að sögn æfingastjórans. „Þetta er búið að ganga ljómandi vel. Við erum með hátt í 500 þátttakendur á þessari æfingu og þar af eru 150 manns sem eru þolendur í þessu slysi," segir Elva Tryggvadóttir æfingastjóri. „Óhugnanleg upplifun" Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var mætt til að fylgjast með æfingunni.vísir/Adelina Dómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með æfingunni í dag. „Þetta er auðvitað talsvert óhugnanleg upplifun en gríðarlega mikilvæg reynsla og gaman að sjá hvað samhæfing og samstarf allra aðila gengur vel þegar á það er reynt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Við gripum tækifærið og reyndum að fiska eftir því hvort hún teldi líklegt að hún héldi áfram í sínu ráðuneyti á næsta kjörtímabili. Þessar æfingar eru haldnar á þriggja til fjögurra ára fresti, heldurðu að þú verðir viðstödd hérna á næstu æfingu? „Það er aldrei að vita. Maður er auðvitað mjög stoltur af almannavarnakerfinu okkar og hvernig allir þessir viðbragðsaðilar vinna saman og það hefur auðvitað reynt mikið á það síðustu tvö ár. En ekki með svona stóru slysi og mikilvægt að æfa það. En það verður svo að koma í ljós." Þannig þú telur líklegt að þú haldir áfram sem dómsmálaráðherra? „Það er ekkert hægt að segja til um það. Ég veit ekkert meira um það en þú einmitt núna," segir hún. Almannavarnir Lögreglan Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Slökkvilið Samgönguslys Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Á fimmta hundrað manns tóku þátt í æfingunni í dag. Þar af um 150 leikarar en hinir voru björgunaraðilar; lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og heilbrigðisstarfsfólk. Fréttastofa fékk að fylgjast með æfingunni í dag með myndavélina á lofti: Slökkviliðsmenn mættu fyrstir á vettvang til að slökkva í brennandi brakinu.Vísir/óttarKveikt var í bílhræjum víða á svæðinu, sem áttu að líkja eftir braki úr flugvél sem hafði hrapað.Vísir/óttarHelstu aðgerðirnar í dag fóru fram við rör þar sem fólk átti að vera fast inni.vísir/óttarFljótlega var fjöldi viðbragðsaðila mættur til að bjarga fólki út úr brennandi rörinu.vísir/óttarBjörguaraðgerðir gengu velvísir/óttarFagaðilar og sjálfboðaliðar koma saman til að bjarga fólki.vísir/óttarNokkuð stór hópur fékk að fylgjast með æfingunni í dag og var leiddur um vettvanginn af vöskum mönnum.vísir/óttarDómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með í dag.Vísir/óttarRáðherrann tekur mynd af leiknu fórnarlambi flugslyssins. Vísir/óttarLeikmunum hafði verið komið fyrir víða um svæðið, til dæmis þessum ónýtu flugsætum.vísir/óttarBrúður sem voru inni í braki.vísir/óttarVel farðaður leikari, sem á að vera með mjög alvarlegt brunasár á bakinu.vísir/óttarHonum var hjálpað á fætur áður en ákveðið var að leggja hann aftur niður og bíða eftir sjúkrabörum.Vísir/óttarFarþegatöskur lágu víða um svæðið. Vísir/óttarEldur logaði víða við Keflavík í dag.vísir Erfitt að vinna við þessar aðstæður Það var hálfóhuggulegt að standa í miðjunni á björgunaraðgerðunum, sérstaklega þar sem fólk þóttist vera fast inni í brennandi röri en þaðan mátti heyra barnsgrátur og öskur. Er ekki erfitt fyrir björgunarfólk að vinna í slíkum aðstæðum? „Jú, auðvitað. Það er vissulega erfitt. Og það er auðvitað tilgangurinn með þessu, það reynir svolítið á mannskapinn," segir Otti Rafn Sigmarsson, meðlimur í björgunarsveitinni Þorbirni. Otti Rafn Sigmarsson, í björgunarsveitinni Þorbirni.Foto: Flugslys æfing/adelina Allt gekk vel Og æfingin gekk vel fyrir sig að sögn æfingastjórans. „Þetta er búið að ganga ljómandi vel. Við erum með hátt í 500 þátttakendur á þessari æfingu og þar af eru 150 manns sem eru þolendur í þessu slysi," segir Elva Tryggvadóttir æfingastjóri. „Óhugnanleg upplifun" Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var mætt til að fylgjast með æfingunni.vísir/Adelina Dómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með æfingunni í dag. „Þetta er auðvitað talsvert óhugnanleg upplifun en gríðarlega mikilvæg reynsla og gaman að sjá hvað samhæfing og samstarf allra aðila gengur vel þegar á það er reynt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Við gripum tækifærið og reyndum að fiska eftir því hvort hún teldi líklegt að hún héldi áfram í sínu ráðuneyti á næsta kjörtímabili. Þessar æfingar eru haldnar á þriggja til fjögurra ára fresti, heldurðu að þú verðir viðstödd hérna á næstu æfingu? „Það er aldrei að vita. Maður er auðvitað mjög stoltur af almannavarnakerfinu okkar og hvernig allir þessir viðbragðsaðilar vinna saman og það hefur auðvitað reynt mikið á það síðustu tvö ár. En ekki með svona stóru slysi og mikilvægt að æfa það. En það verður svo að koma í ljós." Þannig þú telur líklegt að þú haldir áfram sem dómsmálaráðherra? „Það er ekkert hægt að segja til um það. Ég veit ekkert meira um það en þú einmitt núna," segir hún.
Almannavarnir Lögreglan Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Slökkvilið Samgönguslys Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum