Allur heimurinn öfundi Ísland Snorri Másson skrifar 25. október 2021 12:51 Andrea Blair er forseti Alþjóðlega jarðhitasambandsins. Stærsta jarðhitaráðstefna sögunnar stendur yfir í Hörpu í vikunni. Geothermal Institute/Vísir Ísland er helsta fyrirmynd annarra ríkja á heimsvísu í nýtingu á jarðhitaorku að sögn forseta alþjóðlega jarðhitasambandsins. Stærsta jarðhitaráðstefna sögunnar stendur yfir í Hörpu. Andrea Blair, forseti alþjóðlega jarðhitasambandsins, bauð fólk velkomið á ráðstefnuna í Hörpu í morgun og vakti þar máls á því hve miklu máli smáríki skipta þegar kemur að nýsköpun á þessu sviði. „Sjálf er ég frá Nýja-Sjálandi. Þetta eru kannski lítil lönd en við erum, í þessum bransa, stór, hvetjandi og öflug,“ segir Blair í samtali við fréttastofu. Framlag Íslands sé þannig verulegt í þessum málaflokki. „Ísland er land sem aðrir líta upp til, þar er mikil nýsköpun og sömuleiðis er bransinn frár á fæti og ávallt opinn fyrir nýjum hugmyndum. Ísland er óumdeildur leiðtogi á þessu sviði,“ segir Blair, sem sjálf rekur frumkvöðlafyrirtækið UpFlow á Nýja-Sjálandi. Blair telur að jarðhiti muni skipta sköpum á komandi tímum einkum þegar við blasir orkuskortur víða um heim. „Ekki aðeins getum við með jarðhitanum útvegað áreiðanlegt rafmagn, heldur eru tækifærin svo ótalmörg. Íslendingar eru þar í fararbroddi eins og með milliliðalausri notkun ykkar á hitanum en einnig í fyrirtækjum eins og CarbFix. Starfið sem þar er unnið í kolefnisbindingu er eitthvað sem allur heimurinn öfundar,“ segir Blair. Umhverfismál Jarðhiti Orkumál Tengdar fréttir Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. 24. október 2021 13:20 Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. 8. september 2021 20:02 Jarðhitaráðstefnunni í Hörpu frestað fram á næsta ár Ráðstefnan átti að fara fram í Hörpu dagana 27. apríl til 1. maí næstkomandi, þar sem búist var við þrjú þúsund gestum. 13. mars 2020 10:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Andrea Blair, forseti alþjóðlega jarðhitasambandsins, bauð fólk velkomið á ráðstefnuna í Hörpu í morgun og vakti þar máls á því hve miklu máli smáríki skipta þegar kemur að nýsköpun á þessu sviði. „Sjálf er ég frá Nýja-Sjálandi. Þetta eru kannski lítil lönd en við erum, í þessum bransa, stór, hvetjandi og öflug,“ segir Blair í samtali við fréttastofu. Framlag Íslands sé þannig verulegt í þessum málaflokki. „Ísland er land sem aðrir líta upp til, þar er mikil nýsköpun og sömuleiðis er bransinn frár á fæti og ávallt opinn fyrir nýjum hugmyndum. Ísland er óumdeildur leiðtogi á þessu sviði,“ segir Blair, sem sjálf rekur frumkvöðlafyrirtækið UpFlow á Nýja-Sjálandi. Blair telur að jarðhiti muni skipta sköpum á komandi tímum einkum þegar við blasir orkuskortur víða um heim. „Ekki aðeins getum við með jarðhitanum útvegað áreiðanlegt rafmagn, heldur eru tækifærin svo ótalmörg. Íslendingar eru þar í fararbroddi eins og með milliliðalausri notkun ykkar á hitanum en einnig í fyrirtækjum eins og CarbFix. Starfið sem þar er unnið í kolefnisbindingu er eitthvað sem allur heimurinn öfundar,“ segir Blair.
Umhverfismál Jarðhiti Orkumál Tengdar fréttir Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. 24. október 2021 13:20 Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. 8. september 2021 20:02 Jarðhitaráðstefnunni í Hörpu frestað fram á næsta ár Ráðstefnan átti að fara fram í Hörpu dagana 27. apríl til 1. maí næstkomandi, þar sem búist var við þrjú þúsund gestum. 13. mars 2020 10:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. 24. október 2021 13:20
Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. 8. september 2021 20:02
Jarðhitaráðstefnunni í Hörpu frestað fram á næsta ár Ráðstefnan átti að fara fram í Hörpu dagana 27. apríl til 1. maí næstkomandi, þar sem búist var við þrjú þúsund gestum. 13. mars 2020 10:11