„Maður kyngir þessu á æfingu og er svo glaður í hádegismat“ Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2021 13:01 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagna eftir að hafa búið til fyrsta mark Íslands í 4-0 sigrinum gegn Tékklandi á föstudaginn. vísir/hulda margrét „Við erum alltaf glaðar þegar við erum komnar inn í herbergi,“ segir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta. Hún á í harðri samkeppni um stöðu í byrjunarliði Íslands, meðal annars við herbergisfélaga sinn, Alexöndru Jóhannsdóttur. Ísland mætir Kýpur í undankeppni HM í kvöld klukkan 18:45 en byrjunarliðið verður gert opinbert um það bil 90 mínútum fyrir leik. Þó að Karólína og Alexandra séu ólíkir leikmenn eru þær báðar miðjumenn. Alexandra var í byrjunarliðinu í 2-0 tapinu gegn Hollandi í síðasta mánuði en Karólína kom inn í hennar stað í 4-0 sigrinum gegn Tékklandi á föstudag. Dagný Brynjarsdóttir lék þá aftast á miðjunni í stað Alexöndru en Karólína var framar. Sumar með meira keppnisskap en aðrar „Ég held að Steini [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] geti alla vega ekki kvartað,“ sagði Karólína um samkeppnina í íslenska landsliðinu. „Ég fékk að finna fyrir samkeppninni fyrir síðasta leik og svo Alexandra núna. Þetta er bara skemmtilegt og þá þarf maður bar að leggja meira á sig. Auðvitað eru sumar með meira keppnisskap en aðrar en það eru allar í þessu saman og að vinna að sama verkefni. Þetta er bara fyrir Steina [að ákveða byrjunarliðið],“ sagði Karólína létt á blaðamannafundi í gær. Klippa: Karólína um samkeppnina í landsliðinu En hafa þá einhverjir leikmenn tekið því mjög illa að vera ekki í byrjunarliðinu? „Nei, nei, nei. Það eru allir hressir. Maður kyngir þessu á æfingu og er svo glaður í hádegismat,“ sagði Karólína. „Djókum og svo erum við orðnar sáttar“ Aðspurð hvort það ylli einhverri togstreitu að þær Alexandra, herbergisfélagarnir, hefðu verið til víxl í byrjunarliðinu sagði Karólína svo ekki vera: „Við erum alltaf glaðar. Það er alltaf gaman að koma inn í herbergi. Við djókum og svo erum við orðnar sáttar. Það er aldrei neitt vesen,“ sagði Karólína brosandi. En gerir hún sér ekki vonir um sæti í byrjunarliðinu í kvöld? Klippa: Karólína í samkeppni við herbergisfélagann „Ég reyni alltaf að gera mitt besta á æfingum en svo er það undir Steina komið að velja besta liðið. Mér finnst ég koma með ró inn á miðjuna [gegn Tékklandi] og svo fæ ég smáfrelsi frá Steina til að koma með einhver „skemmtilegheit“. Ég er kannski meira sóknarsinnuð en hinar. Svo sér maður bara til hvort maður hafi gert nógu vel til að fá að spila [í dag].“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Svava í franskri frystikistu: „Hann vildi strax ekkert með mig hafa“ „Ég veit ekki hvað ég hef gert til að verðskulda þetta. Ég er gjörsamlega í frystikistunni og tel mjög ólíklegt að ég fái eitthvað að spila,“ segir landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttur um leiðindastöðu sína hjá franska knattspyrnufélaginu Bordeaux. 26. október 2021 08:31 Mótherjar Íslands tapað 8-0 tvisvar í röð en „spila agaðan varnarleik“ Ísland mætir Kýpur annað kvöld á Laugardalsvelli. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Tékklandi á föstudag og vann frábæran 4-0 sigur. 25. október 2021 15:01 „Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. 25. október 2021 13:00 Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Ísland mætir Kýpur í undankeppni HM í kvöld klukkan 18:45 en byrjunarliðið verður gert opinbert um það bil 90 mínútum fyrir leik. Þó að Karólína og Alexandra séu ólíkir leikmenn eru þær báðar miðjumenn. Alexandra var í byrjunarliðinu í 2-0 tapinu gegn Hollandi í síðasta mánuði en Karólína kom inn í hennar stað í 4-0 sigrinum gegn Tékklandi á föstudag. Dagný Brynjarsdóttir lék þá aftast á miðjunni í stað Alexöndru en Karólína var framar. Sumar með meira keppnisskap en aðrar „Ég held að Steini [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] geti alla vega ekki kvartað,“ sagði Karólína um samkeppnina í íslenska landsliðinu. „Ég fékk að finna fyrir samkeppninni fyrir síðasta leik og svo Alexandra núna. Þetta er bara skemmtilegt og þá þarf maður bar að leggja meira á sig. Auðvitað eru sumar með meira keppnisskap en aðrar en það eru allar í þessu saman og að vinna að sama verkefni. Þetta er bara fyrir Steina [að ákveða byrjunarliðið],“ sagði Karólína létt á blaðamannafundi í gær. Klippa: Karólína um samkeppnina í landsliðinu En hafa þá einhverjir leikmenn tekið því mjög illa að vera ekki í byrjunarliðinu? „Nei, nei, nei. Það eru allir hressir. Maður kyngir þessu á æfingu og er svo glaður í hádegismat,“ sagði Karólína. „Djókum og svo erum við orðnar sáttar“ Aðspurð hvort það ylli einhverri togstreitu að þær Alexandra, herbergisfélagarnir, hefðu verið til víxl í byrjunarliðinu sagði Karólína svo ekki vera: „Við erum alltaf glaðar. Það er alltaf gaman að koma inn í herbergi. Við djókum og svo erum við orðnar sáttar. Það er aldrei neitt vesen,“ sagði Karólína brosandi. En gerir hún sér ekki vonir um sæti í byrjunarliðinu í kvöld? Klippa: Karólína í samkeppni við herbergisfélagann „Ég reyni alltaf að gera mitt besta á æfingum en svo er það undir Steina komið að velja besta liðið. Mér finnst ég koma með ró inn á miðjuna [gegn Tékklandi] og svo fæ ég smáfrelsi frá Steina til að koma með einhver „skemmtilegheit“. Ég er kannski meira sóknarsinnuð en hinar. Svo sér maður bara til hvort maður hafi gert nógu vel til að fá að spila [í dag].“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Svava í franskri frystikistu: „Hann vildi strax ekkert með mig hafa“ „Ég veit ekki hvað ég hef gert til að verðskulda þetta. Ég er gjörsamlega í frystikistunni og tel mjög ólíklegt að ég fái eitthvað að spila,“ segir landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttur um leiðindastöðu sína hjá franska knattspyrnufélaginu Bordeaux. 26. október 2021 08:31 Mótherjar Íslands tapað 8-0 tvisvar í röð en „spila agaðan varnarleik“ Ísland mætir Kýpur annað kvöld á Laugardalsvelli. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Tékklandi á föstudag og vann frábæran 4-0 sigur. 25. október 2021 15:01 „Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. 25. október 2021 13:00 Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Svava í franskri frystikistu: „Hann vildi strax ekkert með mig hafa“ „Ég veit ekki hvað ég hef gert til að verðskulda þetta. Ég er gjörsamlega í frystikistunni og tel mjög ólíklegt að ég fái eitthvað að spila,“ segir landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttur um leiðindastöðu sína hjá franska knattspyrnufélaginu Bordeaux. 26. október 2021 08:31
Mótherjar Íslands tapað 8-0 tvisvar í röð en „spila agaðan varnarleik“ Ísland mætir Kýpur annað kvöld á Laugardalsvelli. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Tékklandi á föstudag og vann frábæran 4-0 sigur. 25. október 2021 15:01
„Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. 25. október 2021 13:00
Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50