Lífið

Tólf manna óhefðbundin fjölskylda við Esjuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Linda Mjöll býr með fjölskyldu sinni við Esjuna. 
Linda Mjöll býr með fjölskyldu sinni við Esjuna. 

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Í síðasta þætti kynnti Ingileif sér mismunandi fjölskyldumynstur sem þekkist í samfélaginu í dag.

Ingileif hitti Lindu Mjöll á heimavelli hennar, við Esjuna. Linda bjó á Englandi í tuttugu og fimm ár áður en hún flutti til Íslands. Hún er fyrrum leikmyndahönnuður sem ákvað að breyta um takt í lífinu. Hún flutti í gamla hlöðu og byrjaði nýtt líf með nýrri tegund af fjölskyldu.

„Ég sagði sannarlega bless við gamla lífið því ég tók eftir að það vantaði svo mikið upp á,“ segir Linda.

Þróaðist með Covid

„Við erum andlega fjölskyldan, fjölskylda sem er að verða vitni að sjálfinu og vill nálgast það á einhvern máta,“ segir Linda en það var ekki upphaflega markmiðið að stofna þetta nýja fjölskyldumynstur heldur þróuðust hlutirnir smátt og smátt.

„Þetta fer að vaxa sem svona jarðtengd miðstöð. Svo kemur Covid og þá hættir allt sem heitir eðlilegur raunveruleiki. Verur og vinir sem hafa yfirleitt fært sig út um allan heim kjósa að vera hér. Vinir á Íslandi sem eru að skoða sjálfa sig hafa fundið hér stað til þess að nálgast mig og staðinn og búa hér. Áður en ég veit af erum við orðin tólf.“

Klippa: Tólf manna óhefðbundin fjölskylda við Esjuna





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.