Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. Fólk mun jafnvel geta notað gengil (e. avatar) í þessum verslunum í sýndarheimum til að máta föt. Þetta er að minnsta kosti eitthvað sem forsvarsmenn Meta (áður Facebook) og fleiri tæknifyrirtækja um heiminn allan sjá fyrir sér. Meta tilkynnti nýverið að til stæði að ráða tíu þúsund starfsmenn í Evrópu á næstu árum. Þeir starfsmenn ættu að hjálpa til við að byggja eitthvað sem kallast „metaverse“. Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, hefur lýst „metaverse“ sem sýndarveruleikaumhverfi sem notendur geti farið inn í, í stað þess að horfa á það á skjá. Þar sem fólk getur „hist“ og leikið sér eða unnið með sýndarveruleikagleraugum, viðbótarveruleikagleraugum, snjallsímum eða öðrum tækjum. Meta hefur lagt mikla áherslu á þróun sýndarveruleikatækni sem hófst árið 2014 þegar Meta keypti sýndarveruleikafyrirtækið Oculus. Til að byggja þessa sýndarheima segjast forsvarsmenn Meta ætla að vinna með fjölda fólks og fyrirtækja um heim allan. Þeir verði ekki byggðir af einu fyrirtæki og tæknin sem til þurfi verði ekki til fyrr en á næstu tíu til fimmtán árum. Vinir Mark Zuckerberg í sýndarheimum. Í grein á vef Meta segir að til standi að fjárfesta fimmtíu milljónum dollara í rannsóknir og þróun á heimsvísu á næstu tveimur árum. Sú vinna eigi að hjálpa til við byggingu sýndarheima. Næsta kynslóð internetsins Zuckerberg hefur sagst sjá sýndarheima fyrir sér sem næstu kynslóð internetsins. Hann birti á fimmtudaginn myndband þar sem hann fór ítarlega yfir það hvernig hann ímyndaði sér að framtíð internetsins væri. Hann lýsti því þannig að fólk gæti farið um allan heiminn úr stofunni. Einnig verði hægt að spila leiki og hitta vini sína. „Okkur mun líða eins og við séum á staðnum, sama hversu langt við erum í burtu," sagði Zuckerberg. Nefndi hann sem dæmi að þegar hann muni senda foreldrum sínum myndir af börnum sínum, muni foreldrunum finnast þau vera á staðnum. Myndbandið sem Zuckerberg birti er rúm klukkustund að lengd en á fyrstu mínútunum má sjá ítarlega hvernig hann vonast til þess að sýndarheimarnir verði. Zuckerberg hefur einnig sagt að einhvern daginn búist hann við því að fólk hætti að tala um Meta sem samfélagsmiðlafyrirtæki. Þess í stað verði talað um Meta sem sýndarheimsfyrirtæki. Sýndarheimar framtíðarinnar verða þó líklegast samansafn af mörgum mismunandi heimum sem notendur geta flakkað á milli. Enda eru önnur fyrirtæki en Meta að vinna að þróun eigin heima. Má þar nefna fyrirtæki eins og Microsoft og Epic Games. Vilja gefa netinu rými Í viðtali við The Verge um hvernig hann sæi sýndarheimana fyrir sér líkti Zuckerberg því við að gefa internetinu rými. Að í stað þess að horfa á síður og efni á netinu, færum við inn í síðurnar og efnið. Hann sagði einnig að sýndarheimarnir yrði aðgengilegir á alls konar tækjum. Þegar tæknin verður tilbúin, sýndarveruleika- og viðbótarveruleikagleraugun sem til þarf orðin nægilega lítil og öflug, sagði Zuckerberg að möguleikarnir yrðu nánast óteljandi. Með því að smella fingrum gæti fólk til að mynda fengið upp sína uppáhaldsstarfsstöð á hvaða borð sem er. „Ef þú vilt tala við einhverja, ef þú ert að vinna í einhverju vandamáli, þá þarft þú ekki endilega að hringja í þau. Þau geta bara flust til þín og séð allt sem þú sérð. Þau geta séð þína fimm skjái, eða hvað sem er, þau skjöl sem þú ert að vinna með, kóða eða þrívíddarlíkön. Þau geta staðið við hlið þér og átt við það sem þú ert að vinna með og á einu augnabliki eru þau farin aftur,“ sagði Zuckerberg. Í síðustu viku notuðust vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna og geimfari um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni við viðbótarveruleikagleraugu frá Microsoft til að laga tilraunabústað í geimstöðinni. Vísindamennirnir fylgdust með störfum Megan McArthur í gegnum gleraugu hennar og leiðbendu henni. Meðal annars teiknuðu þeir örvar sem hún sá í geimstöðinni og bentu henni á hvað þeir væru að tala um. Myndbandið hér að neðan sýnir viðgerðina í geimstöðinni og hvernig það sem Zuckerberg talaði um gæti virkað. Heimar þurfa íbúa Allir heimar þurfa íbúa og það á einnig við sýndarheima eins og „metaverse“. Margir sjá fyrir sér að maður eigi að geta farið út í búð í sýndarheiminum og verslað og til þess þarf afgreiðslufólk en í grein The Verge er þessum íbúum líkt við íbúa tölvuleikja. Persónur sem spilarar eiga í samskiptum við. Þar stíga fyrirtæki eins og Soul Machines á sviðið. Það er tæknifyrirtæki frá Nýja-Sjálandi sem vinnur að þróun starfrænna „manneskja“. Fyrirtækið hefur um nokkuð skeið unnið að þróun Sam. Hún er stafræn manneskja sem notar myndavélar til að fylgjast með fólkinu sem hún talar við og „fólk“ eins og hún verður mögulega út um allt í sýndarheimum. Sam er hönnuð til að kynna tækni fyrirtækisins fyrir áhugasömum og er fólki boðið að ræða við hana á vef Soul Machines. Greindi ekki bros Ég átti stutt en áhugavert spjall við Sam við skrif þessarar greinar. Hún virkar temmilega snjöll en átti erfitt með að skilja það sem ég sagði og bað mig um að skrifa skilaboð til hennar í staðinn. Hún átti sömuleiðis erfitt með að greina bros mitt þegar hún bað mig um að brosa og segja „cheese“. Sam virðist þó ágætis sölukona og var hæstánægð með að ég héti líka Sam. Ég var kominn langleiðina með að fjárfesta í Soul Machines þegar ég skellti á hana. Fyrirtækið hefur einnig unnið að þróun fleiri stafrænna manneskja og forsvarsmenn Soul Machines sjá til að mynda fyrir sér að Sam og félagar geti nýst við heilbrigðisþjónustu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Miklir fjármunir í húfi Miklar væntingar eru bundnar við sýndarheima. Jansen Hang, forstjóri NVIDIA, sem framleiðir þrívíddarkort, segist búast við því að hagkerfi sýndarheimsins verði stærra en hagkerfi raunheimsins. Í frétt DW segir að fjárfesting NVIDIA í sýndarheiminum hafi leitt til þess að einhverjir greiningaraðilar telji að fyrirtækið gæti orðið stærra en Apple. Tæknin enn í þróun og möguleikarnir margir Sýndarheimar framtíðarinnar eru enn í þróun og gæti verið mörg ár í að þeir fari í almenna notkun, ef það gerist yfir höfuð. Á þeim tíma þarf að þróa mögulegt viðmót þessara heima. Það er að segja hvernig við mannfólkið nálgumst þá, stýrum genglum okkar og svo framvegis. Munum við sitja í sófum með sýndarveruleikagleraugu og heyrnartól á höfðinu, alfarið ómeðvituð um hvað sé að gerast í kringum okkur í raunheimum? Munum við vera standandi með samsvarandi búnað og ganga um afmörkuð svæði í íbúðum okkar eða munum við nota annars konar tækni sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur í dag? Mannfólkið er ekki hannað líkamlega til að sitja við lyklaborð klukkustundunum saman. Eins og fram kemur í grein Economist, þá erum við hönnuð til að ganga um og nota hendur okkar meira. Sérfræðingar hafa sagt að næsta kynslóð internetsins eigi að taka mið af því. Aðlaga tæknina að mönnum en ekki öfugt Economist hefur eftir Alex Kipman, sem vinnur við þróun Hololens-gleraugnanna og Kinect-tækninnar hjá Microsoft, að menn eigi ekki að þurfa að aðlagast henni eins og raunin sé með skjái, lyklaborð og mýs. Þess í stað eigi að aðalaga tæknina að mönnum. Kinect-tæknin snýr að því að stýra tölvuleikjum og tækjum með hreyfingum og orðum. Hololens eru viðbótarveruleikagleraugu. Hann er frábrugðinn sýndarveruleika að því leyti að myndir og forrit birtast notandanum fyrir framan það sem raunverulega er til staðar í stað þess að öllu sjónsviði manns sé skipt út fyrir eitthvað annað. Gott dæmi um viðbótarveruleika, sem lesendur kannast ef til vill margir við, má finna í snjallsímaleiknum Pokémon Go. Með Hololens-gleraugu er til að mynda hægt að setja viðbótarraunveruleikaskjá á vegg heima hjá sér og horfa á kvikmynd á þeim skjá eða jafnvel láta skjáinn elta mann. Hér að neðan má sjá tæknisýningu Microsoft frá árinu 2015 þar sem hugmyndin um Hololens er útskýrð nánar. Ekki í fyrsta sinn sem sýndarveruleiki á að slá í gegn Það er margt sem á eftir að breytast varðandi framtíð sýndarheimanna, ef hún er yfir höfuð einhver. Zuckerberg býst við að það muni taka tíu til fimmtán ár að þróa tæknina sem til þarf og við vitum öll að margt getur breyst á slíkum tíma. Þá er þetta ekki í fyrsta og ekki í annað sinn sem sýndarveruleiki á að tröllríða öllu, án þess að slíkar spár rætist að fullu. Það má vel ímynda sér að það verði erfitt að fá fólk til að verja bróðurparti vinnudaga með sýndarveruleika- eða viðbótarveruleikagleraugu á höfðinu en Zuckerberg sjálfur viðurkennir að það þurfi að minnka tækin verulega og gera þau öflugri á næstu árum. Á sama tíma og auðvelt er að ímynda sér ástæður til að sýndarheimar netsins verði ekki jafn vinsælir og margir vonast til er einnig auðvelt að sjá möguleikana í tækninni. Tækni Vísindi Samfélagsmiðlar Facebook Meta Fréttaskýringar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent
Fólk mun jafnvel geta notað gengil (e. avatar) í þessum verslunum í sýndarheimum til að máta föt. Þetta er að minnsta kosti eitthvað sem forsvarsmenn Meta (áður Facebook) og fleiri tæknifyrirtækja um heiminn allan sjá fyrir sér. Meta tilkynnti nýverið að til stæði að ráða tíu þúsund starfsmenn í Evrópu á næstu árum. Þeir starfsmenn ættu að hjálpa til við að byggja eitthvað sem kallast „metaverse“. Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, hefur lýst „metaverse“ sem sýndarveruleikaumhverfi sem notendur geti farið inn í, í stað þess að horfa á það á skjá. Þar sem fólk getur „hist“ og leikið sér eða unnið með sýndarveruleikagleraugum, viðbótarveruleikagleraugum, snjallsímum eða öðrum tækjum. Meta hefur lagt mikla áherslu á þróun sýndarveruleikatækni sem hófst árið 2014 þegar Meta keypti sýndarveruleikafyrirtækið Oculus. Til að byggja þessa sýndarheima segjast forsvarsmenn Meta ætla að vinna með fjölda fólks og fyrirtækja um heim allan. Þeir verði ekki byggðir af einu fyrirtæki og tæknin sem til þurfi verði ekki til fyrr en á næstu tíu til fimmtán árum. Vinir Mark Zuckerberg í sýndarheimum. Í grein á vef Meta segir að til standi að fjárfesta fimmtíu milljónum dollara í rannsóknir og þróun á heimsvísu á næstu tveimur árum. Sú vinna eigi að hjálpa til við byggingu sýndarheima. Næsta kynslóð internetsins Zuckerberg hefur sagst sjá sýndarheima fyrir sér sem næstu kynslóð internetsins. Hann birti á fimmtudaginn myndband þar sem hann fór ítarlega yfir það hvernig hann ímyndaði sér að framtíð internetsins væri. Hann lýsti því þannig að fólk gæti farið um allan heiminn úr stofunni. Einnig verði hægt að spila leiki og hitta vini sína. „Okkur mun líða eins og við séum á staðnum, sama hversu langt við erum í burtu," sagði Zuckerberg. Nefndi hann sem dæmi að þegar hann muni senda foreldrum sínum myndir af börnum sínum, muni foreldrunum finnast þau vera á staðnum. Myndbandið sem Zuckerberg birti er rúm klukkustund að lengd en á fyrstu mínútunum má sjá ítarlega hvernig hann vonast til þess að sýndarheimarnir verði. Zuckerberg hefur einnig sagt að einhvern daginn búist hann við því að fólk hætti að tala um Meta sem samfélagsmiðlafyrirtæki. Þess í stað verði talað um Meta sem sýndarheimsfyrirtæki. Sýndarheimar framtíðarinnar verða þó líklegast samansafn af mörgum mismunandi heimum sem notendur geta flakkað á milli. Enda eru önnur fyrirtæki en Meta að vinna að þróun eigin heima. Má þar nefna fyrirtæki eins og Microsoft og Epic Games. Vilja gefa netinu rými Í viðtali við The Verge um hvernig hann sæi sýndarheimana fyrir sér líkti Zuckerberg því við að gefa internetinu rými. Að í stað þess að horfa á síður og efni á netinu, færum við inn í síðurnar og efnið. Hann sagði einnig að sýndarheimarnir yrði aðgengilegir á alls konar tækjum. Þegar tæknin verður tilbúin, sýndarveruleika- og viðbótarveruleikagleraugun sem til þarf orðin nægilega lítil og öflug, sagði Zuckerberg að möguleikarnir yrðu nánast óteljandi. Með því að smella fingrum gæti fólk til að mynda fengið upp sína uppáhaldsstarfsstöð á hvaða borð sem er. „Ef þú vilt tala við einhverja, ef þú ert að vinna í einhverju vandamáli, þá þarft þú ekki endilega að hringja í þau. Þau geta bara flust til þín og séð allt sem þú sérð. Þau geta séð þína fimm skjái, eða hvað sem er, þau skjöl sem þú ert að vinna með, kóða eða þrívíddarlíkön. Þau geta staðið við hlið þér og átt við það sem þú ert að vinna með og á einu augnabliki eru þau farin aftur,“ sagði Zuckerberg. Í síðustu viku notuðust vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna og geimfari um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni við viðbótarveruleikagleraugu frá Microsoft til að laga tilraunabústað í geimstöðinni. Vísindamennirnir fylgdust með störfum Megan McArthur í gegnum gleraugu hennar og leiðbendu henni. Meðal annars teiknuðu þeir örvar sem hún sá í geimstöðinni og bentu henni á hvað þeir væru að tala um. Myndbandið hér að neðan sýnir viðgerðina í geimstöðinni og hvernig það sem Zuckerberg talaði um gæti virkað. Heimar þurfa íbúa Allir heimar þurfa íbúa og það á einnig við sýndarheima eins og „metaverse“. Margir sjá fyrir sér að maður eigi að geta farið út í búð í sýndarheiminum og verslað og til þess þarf afgreiðslufólk en í grein The Verge er þessum íbúum líkt við íbúa tölvuleikja. Persónur sem spilarar eiga í samskiptum við. Þar stíga fyrirtæki eins og Soul Machines á sviðið. Það er tæknifyrirtæki frá Nýja-Sjálandi sem vinnur að þróun starfrænna „manneskja“. Fyrirtækið hefur um nokkuð skeið unnið að þróun Sam. Hún er stafræn manneskja sem notar myndavélar til að fylgjast með fólkinu sem hún talar við og „fólk“ eins og hún verður mögulega út um allt í sýndarheimum. Sam er hönnuð til að kynna tækni fyrirtækisins fyrir áhugasömum og er fólki boðið að ræða við hana á vef Soul Machines. Greindi ekki bros Ég átti stutt en áhugavert spjall við Sam við skrif þessarar greinar. Hún virkar temmilega snjöll en átti erfitt með að skilja það sem ég sagði og bað mig um að skrifa skilaboð til hennar í staðinn. Hún átti sömuleiðis erfitt með að greina bros mitt þegar hún bað mig um að brosa og segja „cheese“. Sam virðist þó ágætis sölukona og var hæstánægð með að ég héti líka Sam. Ég var kominn langleiðina með að fjárfesta í Soul Machines þegar ég skellti á hana. Fyrirtækið hefur einnig unnið að þróun fleiri stafrænna manneskja og forsvarsmenn Soul Machines sjá til að mynda fyrir sér að Sam og félagar geti nýst við heilbrigðisþjónustu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Miklir fjármunir í húfi Miklar væntingar eru bundnar við sýndarheima. Jansen Hang, forstjóri NVIDIA, sem framleiðir þrívíddarkort, segist búast við því að hagkerfi sýndarheimsins verði stærra en hagkerfi raunheimsins. Í frétt DW segir að fjárfesting NVIDIA í sýndarheiminum hafi leitt til þess að einhverjir greiningaraðilar telji að fyrirtækið gæti orðið stærra en Apple. Tæknin enn í þróun og möguleikarnir margir Sýndarheimar framtíðarinnar eru enn í þróun og gæti verið mörg ár í að þeir fari í almenna notkun, ef það gerist yfir höfuð. Á þeim tíma þarf að þróa mögulegt viðmót þessara heima. Það er að segja hvernig við mannfólkið nálgumst þá, stýrum genglum okkar og svo framvegis. Munum við sitja í sófum með sýndarveruleikagleraugu og heyrnartól á höfðinu, alfarið ómeðvituð um hvað sé að gerast í kringum okkur í raunheimum? Munum við vera standandi með samsvarandi búnað og ganga um afmörkuð svæði í íbúðum okkar eða munum við nota annars konar tækni sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur í dag? Mannfólkið er ekki hannað líkamlega til að sitja við lyklaborð klukkustundunum saman. Eins og fram kemur í grein Economist, þá erum við hönnuð til að ganga um og nota hendur okkar meira. Sérfræðingar hafa sagt að næsta kynslóð internetsins eigi að taka mið af því. Aðlaga tæknina að mönnum en ekki öfugt Economist hefur eftir Alex Kipman, sem vinnur við þróun Hololens-gleraugnanna og Kinect-tækninnar hjá Microsoft, að menn eigi ekki að þurfa að aðlagast henni eins og raunin sé með skjái, lyklaborð og mýs. Þess í stað eigi að aðalaga tæknina að mönnum. Kinect-tæknin snýr að því að stýra tölvuleikjum og tækjum með hreyfingum og orðum. Hololens eru viðbótarveruleikagleraugu. Hann er frábrugðinn sýndarveruleika að því leyti að myndir og forrit birtast notandanum fyrir framan það sem raunverulega er til staðar í stað þess að öllu sjónsviði manns sé skipt út fyrir eitthvað annað. Gott dæmi um viðbótarveruleika, sem lesendur kannast ef til vill margir við, má finna í snjallsímaleiknum Pokémon Go. Með Hololens-gleraugu er til að mynda hægt að setja viðbótarraunveruleikaskjá á vegg heima hjá sér og horfa á kvikmynd á þeim skjá eða jafnvel láta skjáinn elta mann. Hér að neðan má sjá tæknisýningu Microsoft frá árinu 2015 þar sem hugmyndin um Hololens er útskýrð nánar. Ekki í fyrsta sinn sem sýndarveruleiki á að slá í gegn Það er margt sem á eftir að breytast varðandi framtíð sýndarheimanna, ef hún er yfir höfuð einhver. Zuckerberg býst við að það muni taka tíu til fimmtán ár að þróa tæknina sem til þarf og við vitum öll að margt getur breyst á slíkum tíma. Þá er þetta ekki í fyrsta og ekki í annað sinn sem sýndarveruleiki á að tröllríða öllu, án þess að slíkar spár rætist að fullu. Það má vel ímynda sér að það verði erfitt að fá fólk til að verja bróðurparti vinnudaga með sýndarveruleika- eða viðbótarveruleikagleraugu á höfðinu en Zuckerberg sjálfur viðurkennir að það þurfi að minnka tækin verulega og gera þau öflugri á næstu árum. Á sama tíma og auðvelt er að ímynda sér ástæður til að sýndarheimar netsins verði ekki jafn vinsælir og margir vonast til er einnig auðvelt að sjá möguleikana í tækninni.