Risaeðla varar þjóðir heims við útrýmingu Heimsljós 28. október 2021 14:03 Undp Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gaf út í dag myndband í tengslum við herferð í tilefni af G20 leiðtogafundinum og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Risaeðla ryðst inn í sal allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og segir ráðvilltum og hræddum diplómötum og þjóðarleiðtogum að nú sé kominn tími til að mannfólkið hætti að afsaka sig og grípi til aðgerða í loftslagsmálum. Mannkynið sé að tortíma sjálfu sér. „Við vorum allavega með loftstein,“ segir risaeðlan, „hver er ykkar afsökun?“ Svona hefst myndband sem Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gaf út í dag í tengslum við herferð í tilefni af G20 leiðtogafundinum og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í byrjun nóvember. Heimsfrægt fólk var fengið til þess að tala fyrir risaeðluna en á íslensku er það enginn annar en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson sem ljáir risaeðlunni rödd sína. Á öðrum tungumálum eru það meðal annars Jack Black (enska), Eiza González (spænska), Nikolaj Coster-Waldau (danska) og Aïssa Maïga (franska) sem tala fyrir risaeðluna. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er á meðal þeirra sem vekja athygli á myndbandinu í dag. Herferðin beinir kastljósinu meðal annars að neikvæðum áhrifum niðurgreiðslna á jarðefnaeldsneyti, en árlega eyða ríki heims um 423 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 54 þúsund milljarða króna, í að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti. Upphæðin er fjórum sinnum hærri en sú sem kallað er eftir til að styðja þróunarríki í baráttunni við loftlagsbreytingar og þrisvar sinnum hærri en sú upphæð sem þyrfti til að útrýma sárafátækt. Einnig væri hægt að nýta upphæðina til að borga fyrir COVID-19 bólusetningar fyrir allt mannkyn. „Heimsfaraldur COVID-19 hefur afhjúpað úreltar áherslur á heimsvísu, þar með talið að ríki heims eyði milljörðum dollara í niðurgreiðslu jarðefnaeldsneyta á meðan milljónir manna búa við fátækt og áhrif loftlagsbreytinga aukast. Við verðum að vera hreinskilin og spyrja okkur sjálf hvort að niðurgreiðsla jarðefnaeldsneytis sé rökrétt nýting á skattfé?“ segir Achim Steiner, framkvæmdarstjóri UNDP í fréttatilkynningu í tengslum við herferðina. Niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti gagnast ekki meirihluta mannkyns, þær eru bæði afkastalitlar og ýta undir ójöfnuð. Þvert á þróunarríki fara um helmingur opinberra útgjalda til stuðnings á neyslu jarðefnaeldsneytis en eingöngu um 20 prósent af íbúum njóta góðs af samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Hægt er að lesa meira um herferðina „Don‘t Choose Extinction“ á www.dontchooseextinction.com. Þar má nálgast upplýsingar um hvað bæði einstaklingar og ríki geta gert til að tækla loftlagsbreytingar. UNDP er leiðandi á sviði þróunarsamvinnu hjá Sameinuðu þjóðunum og loftlagsmála og er ein af samstarfsstofnunum Íslands í þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Risaeðlur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent
Risaeðla ryðst inn í sal allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og segir ráðvilltum og hræddum diplómötum og þjóðarleiðtogum að nú sé kominn tími til að mannfólkið hætti að afsaka sig og grípi til aðgerða í loftslagsmálum. Mannkynið sé að tortíma sjálfu sér. „Við vorum allavega með loftstein,“ segir risaeðlan, „hver er ykkar afsökun?“ Svona hefst myndband sem Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gaf út í dag í tengslum við herferð í tilefni af G20 leiðtogafundinum og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í byrjun nóvember. Heimsfrægt fólk var fengið til þess að tala fyrir risaeðluna en á íslensku er það enginn annar en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson sem ljáir risaeðlunni rödd sína. Á öðrum tungumálum eru það meðal annars Jack Black (enska), Eiza González (spænska), Nikolaj Coster-Waldau (danska) og Aïssa Maïga (franska) sem tala fyrir risaeðluna. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er á meðal þeirra sem vekja athygli á myndbandinu í dag. Herferðin beinir kastljósinu meðal annars að neikvæðum áhrifum niðurgreiðslna á jarðefnaeldsneyti, en árlega eyða ríki heims um 423 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 54 þúsund milljarða króna, í að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti. Upphæðin er fjórum sinnum hærri en sú sem kallað er eftir til að styðja þróunarríki í baráttunni við loftlagsbreytingar og þrisvar sinnum hærri en sú upphæð sem þyrfti til að útrýma sárafátækt. Einnig væri hægt að nýta upphæðina til að borga fyrir COVID-19 bólusetningar fyrir allt mannkyn. „Heimsfaraldur COVID-19 hefur afhjúpað úreltar áherslur á heimsvísu, þar með talið að ríki heims eyði milljörðum dollara í niðurgreiðslu jarðefnaeldsneyta á meðan milljónir manna búa við fátækt og áhrif loftlagsbreytinga aukast. Við verðum að vera hreinskilin og spyrja okkur sjálf hvort að niðurgreiðsla jarðefnaeldsneytis sé rökrétt nýting á skattfé?“ segir Achim Steiner, framkvæmdarstjóri UNDP í fréttatilkynningu í tengslum við herferðina. Niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti gagnast ekki meirihluta mannkyns, þær eru bæði afkastalitlar og ýta undir ójöfnuð. Þvert á þróunarríki fara um helmingur opinberra útgjalda til stuðnings á neyslu jarðefnaeldsneytis en eingöngu um 20 prósent af íbúum njóta góðs af samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Hægt er að lesa meira um herferðina „Don‘t Choose Extinction“ á www.dontchooseextinction.com. Þar má nálgast upplýsingar um hvað bæði einstaklingar og ríki geta gert til að tækla loftlagsbreytingar. UNDP er leiðandi á sviði þróunarsamvinnu hjá Sameinuðu þjóðunum og loftlagsmála og er ein af samstarfsstofnunum Íslands í þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Risaeðlur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent