Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. október 2021 15:37 Smit hafa komið upp víða á Selfossi undanfarna daga. Vísir/Arnar Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir að þau hafi orðið vör við fjölgun smita síðastliðnar tvær vikur. „Það var auðvitað búið að vara við því í síðustu viku að þetta kraumaði undir niðri og við erum orðin svolítið áþreifanlega vör við það,“ segir Gísli í samtali við fréttstofu. Hann vísar til þess að mæting hafi verið dræm á málþing eldri borgara í vikunni, sem vanalega er þéttskipað, og rekur það til umræðunnar um smit í samfélaginu. Þá hefur stjórn handknattleiksdeildar Selfoss ákveðið að fella niður allar æfingar og viðburði í dag og á morgun en nokkrir leikmenn og þjálfarar eru ýmist með Covid-19, í sóttkví eða í smitgátt. „Mér sýnist að fólk sé farið að fara svona varlega. Við höfum nú af og til verið að alvarlegar fréttir í vikunni, fólk sem er að veikjast, þannig að við teljum bara að það sé alveg full ástæða fyrir fólk til að fara varlega,“ segir Gísli. Hann segir fjölgun smitaðra einstaklinga hafa áhrif á samfélagið, einna helst þegar eitthvað gerist í skólum eða leikskólum. Áhrifin séu þó ekki orðin það mikil að það sjáist hreinlega á götum úti og enn sem komið eru áhrifin ekki mikil á starfsemi innan sveitarfélagsins. Engu að síður er áfram mikilvægt að fara varlega. „Við erum náttúrulega vel undirbúin og starfsfólkið okkar orðið gífurlega vel fært að takast á við þetta verkefni, en auðvitað er ekki nóg að vera vel undirbúin ef við gleymum okkur í einhverjum fögnuði yfir því að þetta sé búið þegar að svo er ekki rauninn,“ segir Gísli. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. 29. október 2021 12:20 78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. 29. október 2021 10:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir að þau hafi orðið vör við fjölgun smita síðastliðnar tvær vikur. „Það var auðvitað búið að vara við því í síðustu viku að þetta kraumaði undir niðri og við erum orðin svolítið áþreifanlega vör við það,“ segir Gísli í samtali við fréttstofu. Hann vísar til þess að mæting hafi verið dræm á málþing eldri borgara í vikunni, sem vanalega er þéttskipað, og rekur það til umræðunnar um smit í samfélaginu. Þá hefur stjórn handknattleiksdeildar Selfoss ákveðið að fella niður allar æfingar og viðburði í dag og á morgun en nokkrir leikmenn og þjálfarar eru ýmist með Covid-19, í sóttkví eða í smitgátt. „Mér sýnist að fólk sé farið að fara svona varlega. Við höfum nú af og til verið að alvarlegar fréttir í vikunni, fólk sem er að veikjast, þannig að við teljum bara að það sé alveg full ástæða fyrir fólk til að fara varlega,“ segir Gísli. Hann segir fjölgun smitaðra einstaklinga hafa áhrif á samfélagið, einna helst þegar eitthvað gerist í skólum eða leikskólum. Áhrifin séu þó ekki orðin það mikil að það sjáist hreinlega á götum úti og enn sem komið eru áhrifin ekki mikil á starfsemi innan sveitarfélagsins. Engu að síður er áfram mikilvægt að fara varlega. „Við erum náttúrulega vel undirbúin og starfsfólkið okkar orðið gífurlega vel fært að takast á við þetta verkefni, en auðvitað er ekki nóg að vera vel undirbúin ef við gleymum okkur í einhverjum fögnuði yfir því að þetta sé búið þegar að svo er ekki rauninn,“ segir Gísli.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. 29. október 2021 12:20 78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. 29. október 2021 10:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. 29. október 2021 12:20
78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. 29. október 2021 10:20