Frumsýning á sykursætu myndbandi Unu Schram Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 15:03 Tónlistarkonan Una Schram hefur gefið út myndband við poppsmellinn Crush. Una Schram Tónlistarkonan Una Schram hefur gefið út myndband við nýjasta smell sinn - Crush. Raunveruleikastjarnan Binni Glee fer með sérstakt gestahlutverk í myndbandinu sem Vísir frumsýnir hér fyrir neðan. Lagið Crush kom út á Spotify í síðasta mánuði og hefur fengið frábærar viðtökur. Lagið er það fyrsta af væntanlegri smáskífu tónlistarkonunnar sem mun innihalda sjö lög. Þetta er í fyrsta sinn sem Una gerir tónlistarmyndband þrátt fyrir að hafa átt þó nokkra vinsæla smelli. „Það var bara eitthvað við þetta lag sem mér fannst þurfa eitthvað svona sjónrænt. Mig langaði til þess að gera meira úr þessu heldur en öðrum lögum, mér fannst þetta lag bara einhvern veginn eiga það skilið,“ segir Una. Crush er sykurhúðuð, glitrandi poppperla sem talar tungumál ungu kynslóðarinnar. Textinn er eins konar nútíma ástarsöngur, fullur af sjálfstrausti og endurspeglar myndbandið það. Una vildi að myndbandið yrði stelpulegt og rómantískt sem hún segir að séu eiginleikar sem gjarnan sé litið niður á.Una Schram „Mig langaði bara að vera með svona úber skvísulæti og gera eitthvað mega „girly“ og létt og skemmtilegt og vinna með svona úber „feminine vibes“.“ Una segist vilja fagna því að vera rómantísk og stelpuleg, en oft sé litið niður á þá eiginleika í samfélaginu. Í einni línu í textanum má heyra Unu tala um besta vin sinn og vildi hún fá einhvern til þess að leika vininn í myndbandinu. „Binni Glee kom bara strax upp í hugann. Mig langaði bara til þess að fá einhvern sem er táknrænn fyrir hinsegin menninguna á Íslandi. Binni var til í þetta og það var bara ótrúlega gaman að vinna þetta með honum,“ en Una þekkti Binna ekki fyrir en segist hafa verið mikill aðdáandi hans lengi. Una fékk raunveruleikastjörnuna Binna Glee til þess að leika besta vin sinn í myndbandinu.Una Schram Lagið er samið af Unu sjálfri og einum færasta lagasmið landsins, Young Nazareth, og er myndbandinu leikstýrt af Arínu Völu Þórðardóttur. „Þetta er búið að vera svo rosalega lengi í fæðingu. Það er súrrealískt að þetta sé loksins að koma út, því það var alveg tímapunktur þar sem ég vissi ekki hvort þetta myndi nokkurn tíman gerast. Þannig ég er svo rosalega ánægð að þetta sé loksins að koma út.“ Hér má sjá frumsýningu á myndbandi við sykurhúðaða skvísusmellinn Crush. Tónlist Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Lagið Crush kom út á Spotify í síðasta mánuði og hefur fengið frábærar viðtökur. Lagið er það fyrsta af væntanlegri smáskífu tónlistarkonunnar sem mun innihalda sjö lög. Þetta er í fyrsta sinn sem Una gerir tónlistarmyndband þrátt fyrir að hafa átt þó nokkra vinsæla smelli. „Það var bara eitthvað við þetta lag sem mér fannst þurfa eitthvað svona sjónrænt. Mig langaði til þess að gera meira úr þessu heldur en öðrum lögum, mér fannst þetta lag bara einhvern veginn eiga það skilið,“ segir Una. Crush er sykurhúðuð, glitrandi poppperla sem talar tungumál ungu kynslóðarinnar. Textinn er eins konar nútíma ástarsöngur, fullur af sjálfstrausti og endurspeglar myndbandið það. Una vildi að myndbandið yrði stelpulegt og rómantískt sem hún segir að séu eiginleikar sem gjarnan sé litið niður á.Una Schram „Mig langaði bara að vera með svona úber skvísulæti og gera eitthvað mega „girly“ og létt og skemmtilegt og vinna með svona úber „feminine vibes“.“ Una segist vilja fagna því að vera rómantísk og stelpuleg, en oft sé litið niður á þá eiginleika í samfélaginu. Í einni línu í textanum má heyra Unu tala um besta vin sinn og vildi hún fá einhvern til þess að leika vininn í myndbandinu. „Binni Glee kom bara strax upp í hugann. Mig langaði bara til þess að fá einhvern sem er táknrænn fyrir hinsegin menninguna á Íslandi. Binni var til í þetta og það var bara ótrúlega gaman að vinna þetta með honum,“ en Una þekkti Binna ekki fyrir en segist hafa verið mikill aðdáandi hans lengi. Una fékk raunveruleikastjörnuna Binna Glee til þess að leika besta vin sinn í myndbandinu.Una Schram Lagið er samið af Unu sjálfri og einum færasta lagasmið landsins, Young Nazareth, og er myndbandinu leikstýrt af Arínu Völu Þórðardóttur. „Þetta er búið að vera svo rosalega lengi í fæðingu. Það er súrrealískt að þetta sé loksins að koma út, því það var alveg tímapunktur þar sem ég vissi ekki hvort þetta myndi nokkurn tíman gerast. Þannig ég er svo rosalega ánægð að þetta sé loksins að koma út.“ Hér má sjá frumsýningu á myndbandi við sykurhúðaða skvísusmellinn Crush.
Tónlist Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira