Bryndís Arna á leið til Íslandsmeistara Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2021 17:16 Bryndís Arna í leik með Fylki síðasta sumar. Vísir/Bára Dröfn Framherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir mun að öllum líkindum spila fyrir Íslandsmeistara Vals næsta sumar. Þetta herma öruggar heimildir Vísis. Eftir að Fylkir féll úr Pepsi Max deild kvenna í sumar var í raun strax ljóst að Bryndís Arna myndi ekki leika með liðinu í næstefstu deild. Þrátt fyrir að vera fædd árið 2003 hefur Bryndís Arna verið í lykilhlutverki hjá Fylki undanfarin tvö tímabil. Hún varð fyrir því óláni að viðbeinsbrotna undir lok síðasta tímabils er Fylkiskonur voru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni undir lok sumars. Bryndís Arna náði ekki sömu hæðum í sumar og hún gerði á síðasta ári en þrátt fyrir það skoraði hún samt sex mörk í 13 leikjum og ljóst að Fylkir hefði staðið betur að vígi hefði hún getað spilað alla leiki liðsins. Síðustu tvö tímabil hefur Bryndís Arna alls skorað 18 mörk í 31 leik í deild og bikar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Bryndís Arna ekki spila með Fylki á næstu leiktíð þó hún sé samningsbundin félaginu til haustsins 2022. Hún ku hafa legið undir feld undanfarið þar sem hún þurfti að ákveða hvort hún myndi skrifa undir hjá Íslandsmeisturum Vals eða bikarmeisturum Breiðabliks. Bæði lið voru eðlilega spennt fyrir leikmanninum enda var henni líkt við hollensku markamaskínuna Ruud van Nistelrooy í Pepsi Max Mörkunum á síðasta ári. Nú hefur Hrafnkell Freyr Ágústsson - einn af sparkspekingum hlaðvarpsins Dr. Football - gefið út að Bryndís Arna og Þórdís Elva Ágústsdóttir séu báðar á leiðinni til Íslandsmeistara Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir eru að ganga til liðs við Val.— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) November 3, 2021 Íslandsmeistarar Vals hafa verið rólegar á leikmannamarkaðnum eftir að tímabilinu lauk. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skipti endanlega yfir í Þrótt Reykjavík og Eiður Ben Eiríksson, annar af þjálfurum liðsins, tók við Þrótti Vogum sem leikur í Lengjudeild karla á næstu leiktíð. Breiðablik hefur verið öllu duglegra að sækja leikmenn en Karen María Sigurgeirsdóttir kom frá Þór/KA, belgíska landsliðskonan Alexandra Soree gekk einnig í raðir liðsins og þá kom Natasha Moraa Anasi frá Keflavík. Liðinu vantar þó enn afgerandi markaskorara en það virðist ekki vera sem Bryndís Arna muni fylla það skarð ef marka má nýjustu fréttir. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Valur Breiðablik Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Eftir að Fylkir féll úr Pepsi Max deild kvenna í sumar var í raun strax ljóst að Bryndís Arna myndi ekki leika með liðinu í næstefstu deild. Þrátt fyrir að vera fædd árið 2003 hefur Bryndís Arna verið í lykilhlutverki hjá Fylki undanfarin tvö tímabil. Hún varð fyrir því óláni að viðbeinsbrotna undir lok síðasta tímabils er Fylkiskonur voru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni undir lok sumars. Bryndís Arna náði ekki sömu hæðum í sumar og hún gerði á síðasta ári en þrátt fyrir það skoraði hún samt sex mörk í 13 leikjum og ljóst að Fylkir hefði staðið betur að vígi hefði hún getað spilað alla leiki liðsins. Síðustu tvö tímabil hefur Bryndís Arna alls skorað 18 mörk í 31 leik í deild og bikar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Bryndís Arna ekki spila með Fylki á næstu leiktíð þó hún sé samningsbundin félaginu til haustsins 2022. Hún ku hafa legið undir feld undanfarið þar sem hún þurfti að ákveða hvort hún myndi skrifa undir hjá Íslandsmeisturum Vals eða bikarmeisturum Breiðabliks. Bæði lið voru eðlilega spennt fyrir leikmanninum enda var henni líkt við hollensku markamaskínuna Ruud van Nistelrooy í Pepsi Max Mörkunum á síðasta ári. Nú hefur Hrafnkell Freyr Ágústsson - einn af sparkspekingum hlaðvarpsins Dr. Football - gefið út að Bryndís Arna og Þórdís Elva Ágústsdóttir séu báðar á leiðinni til Íslandsmeistara Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir eru að ganga til liðs við Val.— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) November 3, 2021 Íslandsmeistarar Vals hafa verið rólegar á leikmannamarkaðnum eftir að tímabilinu lauk. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skipti endanlega yfir í Þrótt Reykjavík og Eiður Ben Eiríksson, annar af þjálfurum liðsins, tók við Þrótti Vogum sem leikur í Lengjudeild karla á næstu leiktíð. Breiðablik hefur verið öllu duglegra að sækja leikmenn en Karen María Sigurgeirsdóttir kom frá Þór/KA, belgíska landsliðskonan Alexandra Soree gekk einnig í raðir liðsins og þá kom Natasha Moraa Anasi frá Keflavík. Liðinu vantar þó enn afgerandi markaskorara en það virðist ekki vera sem Bryndís Arna muni fylla það skarð ef marka má nýjustu fréttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Valur Breiðablik Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira